Laxaslagurinn mikli Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 8. febrúar 2023 07:01 Segja má að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi feli í sér löngu tímabæra aðgerð af hálfu stjórnvalda. Hvers vegna ekki var ráðist í verkefnið fyrr, má líklega rekja til þess að stjórnvöld töldu sig standa í góðri trú. Framleiðendur hafa almennt fullyrt að vel sé staðið að málum faglega og framkvæmdalega séð. Með afkomu heilla sveitarfélaga fyrir augum ásamt uppbyggingu arðsamrar atvinnugreinar er tregða til umdeildra aðgerða að mörgu leyti skiljanleg. Varað við þróun mála Þar með er þó ekki nema hálf sagan sögð. Í upphafi þessa mikla eldisævintýris var ítrekað bent á mikilvægi þess, að opinberir eftirlitsinnviðir fylgdu auknu umfangi framleiðslunnar. Að öðrum kosti gæti þessi hraði vöxtur orðið á kostnað ekki aðeins náttúrunnar heldur einnig þeirra samfélaga sem mynda, þegar allt kemur til alls, starfsgrundvöll atvinnugreinarinnar í dreifbýli. Jafnframt var sérstaklega bent á mikilvægi þess að styrkja stöðu nærsamfélagsins til eftirlits og aðhalds og uppbyggingar á innviðum. Færa má gild rök fyrir því, að hefðu slíkar ábendingar gengið betur eftir en raun varð á, stæðu stjórnvöld í nokkuð öðrum sporum en nú. Aðkoma sveitarfélaga mikilvæg Þegar eldissveitarfélögin sóttu fram á sínum tíma, var það m.a. gert á þeirri forsendu að staðbundið stjórnvald sé í mörgum tilvikum betur fallið til eftirlits á stað en miðlægar ríkisstofnanir. Viðkvæðið hjá ríkisvaldinu var þó yfirleitt á þá lund að sveitarfélögin skyldu ekki hafa áhyggjur. Erlendum og margreyndum fyrirmyndum yrði fylgt í þessum efnum. Gott og vel, enda kannski engin ástæða til þess að finna aftur upp sama hjólið og sjálf sóttu sveitarfélögin fyrirmyndir í sinni tillögugerð til sjókvíaeldis í nágrannalöndum. Hversu vel skyldi svo hafa gengið hjá ríki og Alþingi að líta til þessara erlendu fyrirmynda? Í Noregi er sem dæmi umtalsverðu fjármagni veitt til allra stjórnsýslustiga vegna kvíaeldis í sjó og gildir þá einu hvort horft er til eftirlits, umhverfis- og nátturuverndar, dýravelferðar, neytendamála, efirfylgni með úrbótum, fræðslu- og menntamála eða samhliða uppbyggingar nærsamfélaga. Tapaður slagur Skemmst er svo frá því að segja, að sveitarfélögin töpuðu þessum „laxaslag“ við ríkið. Hugmyndir þeirra þess efnis, að bæði stjórnsýslustig fylgdu samstillt eftir þeirri miklu uppbyggingu sem í hönd fór gengu ekki eftir. Reyndar gekk ríkisvaldið það langt gegn sveitarfélögunum, að það tók skipulagsvaldið af þeim yfir strandlengjunni og nánast útilokaði þar með aðkomu þeirra að skipulagsþætti sjókvíaeldisins, einum veigamesta þætti atvinnuuppbyggingarinnar. Hefði þó e.t.v. verið mun nær að ríkið skilgreindi ýtarlega þær kröfur sem staðbundnu skipulagsvaldi væri ætlað að uppfylla hverju sinni og hefði síðan eftirlit með þeirri framkvæmd. Að sjálfsögðu leysti ríkið svo til sín þetta skipulagsvald sveitarfélaganna með vísan til erlendra fyrirmynda, enda þótt þær fyrirmyndir byggðu á þremur stjórnsýslustigum en ekki tveimur, eins og tíðkast hér á landi og hljóta því að teljast heldur villandi sem rök í urmæðunni. Allt kom þó fyrir ekki. Í þágu framleiðenda Svigrúm fyrirtækja í skjókvíaeldi hér á landi til hagnaðarsköpunar er talsvert, sem er frábært. Við viljum byggja upp gjöfula atvinnuvegi landi og þjóð til framdráttar, auk þess sem meira ætti þá að vera aflögu fyrir það sem kalla má eðlilegt framlag til samfélagsins. Sem atvinnugrein ætti sjókvíaeldi reyndar að vera því fegnast að eiga kostnaðaraðild að slíkri uppbyggingu. Þegar allt kemur til alls þá er það fyrst og fremst í þágu atvinnugreinarinnar að gagnsæi og trúnaður ríki um framleiðsluaðferðir og heilindi framleiðenda gagnvart náttúru, umhverfi, samfélagi og dýravelferð. Þá bendir afar margt til þess að markaðir muni hvort eð er gera vaxandi kröfur í þá veru. Í raun er því ekki eftir neinu að bíða, nema þá kannski helst að ríki og sveitarfélög nái loks saman í því mikilvæga verkefni sem framundan er að endurheimta það traust til atvinnugreinarinnar sem hefur glatast. Höfundur var markaðs- og upplýsingafulltrúi og síðan atvinnu- og þróunarstjóri hjá sveitarfélaginu Fjarðabyggð 2012-2017. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Guðrún Jónasdóttir Fiskeldi Stjórnsýsla Sjókvíaeldi Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Segja má að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi feli í sér löngu tímabæra aðgerð af hálfu stjórnvalda. Hvers vegna ekki var ráðist í verkefnið fyrr, má líklega rekja til þess að stjórnvöld töldu sig standa í góðri trú. Framleiðendur hafa almennt fullyrt að vel sé staðið að málum faglega og framkvæmdalega séð. Með afkomu heilla sveitarfélaga fyrir augum ásamt uppbyggingu arðsamrar atvinnugreinar er tregða til umdeildra aðgerða að mörgu leyti skiljanleg. Varað við þróun mála Þar með er þó ekki nema hálf sagan sögð. Í upphafi þessa mikla eldisævintýris var ítrekað bent á mikilvægi þess, að opinberir eftirlitsinnviðir fylgdu auknu umfangi framleiðslunnar. Að öðrum kosti gæti þessi hraði vöxtur orðið á kostnað ekki aðeins náttúrunnar heldur einnig þeirra samfélaga sem mynda, þegar allt kemur til alls, starfsgrundvöll atvinnugreinarinnar í dreifbýli. Jafnframt var sérstaklega bent á mikilvægi þess að styrkja stöðu nærsamfélagsins til eftirlits og aðhalds og uppbyggingar á innviðum. Færa má gild rök fyrir því, að hefðu slíkar ábendingar gengið betur eftir en raun varð á, stæðu stjórnvöld í nokkuð öðrum sporum en nú. Aðkoma sveitarfélaga mikilvæg Þegar eldissveitarfélögin sóttu fram á sínum tíma, var það m.a. gert á þeirri forsendu að staðbundið stjórnvald sé í mörgum tilvikum betur fallið til eftirlits á stað en miðlægar ríkisstofnanir. Viðkvæðið hjá ríkisvaldinu var þó yfirleitt á þá lund að sveitarfélögin skyldu ekki hafa áhyggjur. Erlendum og margreyndum fyrirmyndum yrði fylgt í þessum efnum. Gott og vel, enda kannski engin ástæða til þess að finna aftur upp sama hjólið og sjálf sóttu sveitarfélögin fyrirmyndir í sinni tillögugerð til sjókvíaeldis í nágrannalöndum. Hversu vel skyldi svo hafa gengið hjá ríki og Alþingi að líta til þessara erlendu fyrirmynda? Í Noregi er sem dæmi umtalsverðu fjármagni veitt til allra stjórnsýslustiga vegna kvíaeldis í sjó og gildir þá einu hvort horft er til eftirlits, umhverfis- og nátturuverndar, dýravelferðar, neytendamála, efirfylgni með úrbótum, fræðslu- og menntamála eða samhliða uppbyggingar nærsamfélaga. Tapaður slagur Skemmst er svo frá því að segja, að sveitarfélögin töpuðu þessum „laxaslag“ við ríkið. Hugmyndir þeirra þess efnis, að bæði stjórnsýslustig fylgdu samstillt eftir þeirri miklu uppbyggingu sem í hönd fór gengu ekki eftir. Reyndar gekk ríkisvaldið það langt gegn sveitarfélögunum, að það tók skipulagsvaldið af þeim yfir strandlengjunni og nánast útilokaði þar með aðkomu þeirra að skipulagsþætti sjókvíaeldisins, einum veigamesta þætti atvinnuuppbyggingarinnar. Hefði þó e.t.v. verið mun nær að ríkið skilgreindi ýtarlega þær kröfur sem staðbundnu skipulagsvaldi væri ætlað að uppfylla hverju sinni og hefði síðan eftirlit með þeirri framkvæmd. Að sjálfsögðu leysti ríkið svo til sín þetta skipulagsvald sveitarfélaganna með vísan til erlendra fyrirmynda, enda þótt þær fyrirmyndir byggðu á þremur stjórnsýslustigum en ekki tveimur, eins og tíðkast hér á landi og hljóta því að teljast heldur villandi sem rök í urmæðunni. Allt kom þó fyrir ekki. Í þágu framleiðenda Svigrúm fyrirtækja í skjókvíaeldi hér á landi til hagnaðarsköpunar er talsvert, sem er frábært. Við viljum byggja upp gjöfula atvinnuvegi landi og þjóð til framdráttar, auk þess sem meira ætti þá að vera aflögu fyrir það sem kalla má eðlilegt framlag til samfélagsins. Sem atvinnugrein ætti sjókvíaeldi reyndar að vera því fegnast að eiga kostnaðaraðild að slíkri uppbyggingu. Þegar allt kemur til alls þá er það fyrst og fremst í þágu atvinnugreinarinnar að gagnsæi og trúnaður ríki um framleiðsluaðferðir og heilindi framleiðenda gagnvart náttúru, umhverfi, samfélagi og dýravelferð. Þá bendir afar margt til þess að markaðir muni hvort eð er gera vaxandi kröfur í þá veru. Í raun er því ekki eftir neinu að bíða, nema þá kannski helst að ríki og sveitarfélög nái loks saman í því mikilvæga verkefni sem framundan er að endurheimta það traust til atvinnugreinarinnar sem hefur glatast. Höfundur var markaðs- og upplýsingafulltrúi og síðan atvinnu- og þróunarstjóri hjá sveitarfélaginu Fjarðabyggð 2012-2017.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun