Jarðskjálftahamfarir í Tyrklandi og Sýrlandi: Hvað get ég gert? Atli Viðar Thorstensen skrifar 7. febrúar 2023 17:01 Aðfaranótt mánudags áttu gríðarlega öflugir jarðskjálftar sér stað í Tyrklandi sem ollu ólýsanlegum skemmdum, þjáningu, ringulreið, hræðslu og ótta og kostuðu þúsundir lífið. Hundruð þúsunda misstu heimili sín og enn fleiri óttast um örlög fjölskyldu sinnar og ástvina. Skjálftinn fannst á mjög stóru svæði og í hinu stríðshrjáða Sýrlandi er sömu hörmungarsögu að segja af afleiðingum skjálftans. Viðbrögð Rauða hálfmánans í Tyrklandi og Sýrlandi Strax í kjölfar skjálftanna voru fjölmennar sveitir sjálfboðaliða og starfsmanna Rauða hálfmánans í Tyrklandi og Sýrlandi mættar á vettvang, ásamt öðru heimafólki, og í samvinnu við þarlend stjórnvöld fóru þær að sinna leit og björgun, veita skyndihjálp og sálrænan stuðning og flytja bæði slasaða og látna burt af hamfarasvæðunum. Þessar sömu sveitir hófu einnig að dreifa tjöldum og teppum til fólks sem hafði misst allt sitt eða þorði ekki aftur inn í uppistandandi hús af ótta við eftirskjálfta eða frekara hrun bygginga. Það eykur enn á örvæntingu fólks að næturkuldinn er nístandi á hamfarasvæðunum á þessum tíma árs og því þarf einnig að sjá til þess að þolendur, sem hírast margir hverjir í skelfingu á götum úti, fái skjól og heitar máltíðir. Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans er sérlega vel í stakk búið til að sinna því hjálparstarfi sem þörf er á vegna aðgengis, þekkingar og getu, en þrátt fyrir að sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða hálfmánans á staðnum vinni þrekvirki við erfiðar aðstæður er þörfin svo gríðarlega mikil að þau verða að stóla á utanaðkomandi stuðning. Tyrkir buðu okkur aðstoð við eftir Suðurlandsskjálftann Við á Íslandi erum harmi sleginn vegna þessara ofsaskjálfta sem ollu svo mikilli eyðileggingu og þjáningu að hún hefur enn bara komið í ljós að litlu leyti. Um leið og fréttir bárust af jarðskjálftunum hóf Rauði krossinn á Íslandi neyðarsöfnun sem hefur farið gríðarlega vel af stað og greinilegt er að landsmenn vilja leggja sitt af mörkum til að styrkja lífsbjargandi mannúðaraðstoð í bæði Sýrlandi og í Tyrklandi. Þegar Suðurlandsskjálftinn reið yfir á Íslandi árið 2008 buðu kollegar okkar í tyrkneska Rauða hálfmánanum strax fram hjálparhönd. Þau spurðu hvort og þá hvernig þau gætu aðstoðað Íslendinga og buðu skýli og tjöld fyrir þá sem hefðu hugsanlega misst heimili sín. Við sem búum á hamfaraeyjunni Íslandi getum því miður auðveldlega sett okkur í spor þeirra sem glíma við grimm náttúruöfl og erum að sjálfsögðu tilbúin að veita aðstoð og gera okkar besta. Nú þegar er íslensk björgunarsveit á leið á vettvang og um 20 íslenskir sendifulltrúar Rauða krossins bíða átekta eftir kallinu og eru tilbúnir til brottfarar með skömmum fyrirvara til að leggja hönd á plóg og nýta sérþekkingu sína við þessar gríðarlega erfiðu aðstæður. Svona getur þú hjálpað Rauði krossinn á Íslandi hvetur alla þá sem geta lagt sitt af mörkum til að styðja við neyðarsöfnunina og senda SMS-ið HJÁLP í númerið 1900 og leggja þannig 2900 krónur til lífsbjargandi mannúðaraðstoðar í báðum löndum. Einnig er hægt að leggja inn með Aur/Kass á raudikrossinn eða leggja inn á reikning Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649. Frekari upplýsingar um söfnunina og hvernig má leggja henni lið má finna á heimasíðunni okkar, www.raudikrossinn.is og þar er einnig hægt að gerast Mannvinur, mánaðarlegur styrktaraðili Rauða krossins á Íslandi. ----------- Höfundur er sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tyrkland Hjálparstarf Sýrland Eldgos og jarðhræringar Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Aðfaranótt mánudags áttu gríðarlega öflugir jarðskjálftar sér stað í Tyrklandi sem ollu ólýsanlegum skemmdum, þjáningu, ringulreið, hræðslu og ótta og kostuðu þúsundir lífið. Hundruð þúsunda misstu heimili sín og enn fleiri óttast um örlög fjölskyldu sinnar og ástvina. Skjálftinn fannst á mjög stóru svæði og í hinu stríðshrjáða Sýrlandi er sömu hörmungarsögu að segja af afleiðingum skjálftans. Viðbrögð Rauða hálfmánans í Tyrklandi og Sýrlandi Strax í kjölfar skjálftanna voru fjölmennar sveitir sjálfboðaliða og starfsmanna Rauða hálfmánans í Tyrklandi og Sýrlandi mættar á vettvang, ásamt öðru heimafólki, og í samvinnu við þarlend stjórnvöld fóru þær að sinna leit og björgun, veita skyndihjálp og sálrænan stuðning og flytja bæði slasaða og látna burt af hamfarasvæðunum. Þessar sömu sveitir hófu einnig að dreifa tjöldum og teppum til fólks sem hafði misst allt sitt eða þorði ekki aftur inn í uppistandandi hús af ótta við eftirskjálfta eða frekara hrun bygginga. Það eykur enn á örvæntingu fólks að næturkuldinn er nístandi á hamfarasvæðunum á þessum tíma árs og því þarf einnig að sjá til þess að þolendur, sem hírast margir hverjir í skelfingu á götum úti, fái skjól og heitar máltíðir. Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans er sérlega vel í stakk búið til að sinna því hjálparstarfi sem þörf er á vegna aðgengis, þekkingar og getu, en þrátt fyrir að sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða hálfmánans á staðnum vinni þrekvirki við erfiðar aðstæður er þörfin svo gríðarlega mikil að þau verða að stóla á utanaðkomandi stuðning. Tyrkir buðu okkur aðstoð við eftir Suðurlandsskjálftann Við á Íslandi erum harmi sleginn vegna þessara ofsaskjálfta sem ollu svo mikilli eyðileggingu og þjáningu að hún hefur enn bara komið í ljós að litlu leyti. Um leið og fréttir bárust af jarðskjálftunum hóf Rauði krossinn á Íslandi neyðarsöfnun sem hefur farið gríðarlega vel af stað og greinilegt er að landsmenn vilja leggja sitt af mörkum til að styrkja lífsbjargandi mannúðaraðstoð í bæði Sýrlandi og í Tyrklandi. Þegar Suðurlandsskjálftinn reið yfir á Íslandi árið 2008 buðu kollegar okkar í tyrkneska Rauða hálfmánanum strax fram hjálparhönd. Þau spurðu hvort og þá hvernig þau gætu aðstoðað Íslendinga og buðu skýli og tjöld fyrir þá sem hefðu hugsanlega misst heimili sín. Við sem búum á hamfaraeyjunni Íslandi getum því miður auðveldlega sett okkur í spor þeirra sem glíma við grimm náttúruöfl og erum að sjálfsögðu tilbúin að veita aðstoð og gera okkar besta. Nú þegar er íslensk björgunarsveit á leið á vettvang og um 20 íslenskir sendifulltrúar Rauða krossins bíða átekta eftir kallinu og eru tilbúnir til brottfarar með skömmum fyrirvara til að leggja hönd á plóg og nýta sérþekkingu sína við þessar gríðarlega erfiðu aðstæður. Svona getur þú hjálpað Rauði krossinn á Íslandi hvetur alla þá sem geta lagt sitt af mörkum til að styðja við neyðarsöfnunina og senda SMS-ið HJÁLP í númerið 1900 og leggja þannig 2900 krónur til lífsbjargandi mannúðaraðstoðar í báðum löndum. Einnig er hægt að leggja inn með Aur/Kass á raudikrossinn eða leggja inn á reikning Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649. Frekari upplýsingar um söfnunina og hvernig má leggja henni lið má finna á heimasíðunni okkar, www.raudikrossinn.is og þar er einnig hægt að gerast Mannvinur, mánaðarlegur styrktaraðili Rauða krossins á Íslandi. ----------- Höfundur er sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins á Íslandi.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar