Þóra Arnórsdóttir hættir hjá RÚV Atli Ísleifsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 6. febrúar 2023 13:49 Þóra Arnórsdóttir. RÚV Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks hjá Ríkisútvarpinu, hefur sagt upp störfum hjá Ríkisutvarpinu. Hún segist skilja sátt eftir 25 ára starf í fjölmiðlum og ætlar í annan bransa sem þó er leyndarmál fyrst um sinn. Þóra segist í samtali við Vísi reikna með að taka nokkra daga í að ganga frá í Efstaleiti. Það taki tíma þegar maður hafi verið á svæðinu í 25 ár, með einhverjum hléum þó. „Ég hætti strax sem ritstjóri Kveiks. Um leið og þú ert farinn að vinna annars staðar þá er það eðlilegt í starfi eins og mínu,“ segir Þóra. Ingólfur Bjarni Sigfússon tekur við sem ritstjóri Kveiks af Þóru. Aðspurð hvað taki við vill Þóra ekki upplýsa um það að svo stöddu. Hún segist þó kveðja fjölmiðla í bili. „Ég er búin að vera í 25 ára í útvarpi, sjónvarpi, gert heimildarþætti, fréttaskýringaþætti, kosningaþætti og skemmtiþætti. Ég hef tekið á móti fleiri Eddum en flestir sjónvarpsmenn. Ég get alveg verið sátt við þennan aldarfjórðung.“ Hún segist mjög spennt fyrir því að halda inn á annan vettvang og mæti þeim verkefnum sem bíða hennar af auðmýkt. Kveikur var fyrst á dagskrá Ríkissjónvarpsins haustið 2017 og og hefur Þóra gegnt ritstjórastöðunni frá upphafi, ef frá er talið tímabil 2019 til 2020. Á árum áður var Þóra í hópi umsjónarmanna spurningaþáttarins Útsvars sem var á dagskrá RÚV á árunum 2007 til 2017. Hún bauð sig fram til forseta lýðveldisins árið 2012. Aðspurð hvort hún hyggi nokkuð á annað framboð hlær hún og greinilegt á henni að Guðni Th. Jóhannesson þurfi ekki að hafa áhyggjur af mótframboði á næsta ári, að minnsta kosti ekki frá henni. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Vistaskipti Tímamót Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Sjá meira
Þóra segist í samtali við Vísi reikna með að taka nokkra daga í að ganga frá í Efstaleiti. Það taki tíma þegar maður hafi verið á svæðinu í 25 ár, með einhverjum hléum þó. „Ég hætti strax sem ritstjóri Kveiks. Um leið og þú ert farinn að vinna annars staðar þá er það eðlilegt í starfi eins og mínu,“ segir Þóra. Ingólfur Bjarni Sigfússon tekur við sem ritstjóri Kveiks af Þóru. Aðspurð hvað taki við vill Þóra ekki upplýsa um það að svo stöddu. Hún segist þó kveðja fjölmiðla í bili. „Ég er búin að vera í 25 ára í útvarpi, sjónvarpi, gert heimildarþætti, fréttaskýringaþætti, kosningaþætti og skemmtiþætti. Ég hef tekið á móti fleiri Eddum en flestir sjónvarpsmenn. Ég get alveg verið sátt við þennan aldarfjórðung.“ Hún segist mjög spennt fyrir því að halda inn á annan vettvang og mæti þeim verkefnum sem bíða hennar af auðmýkt. Kveikur var fyrst á dagskrá Ríkissjónvarpsins haustið 2017 og og hefur Þóra gegnt ritstjórastöðunni frá upphafi, ef frá er talið tímabil 2019 til 2020. Á árum áður var Þóra í hópi umsjónarmanna spurningaþáttarins Útsvars sem var á dagskrá RÚV á árunum 2007 til 2017. Hún bauð sig fram til forseta lýðveldisins árið 2012. Aðspurð hvort hún hyggi nokkuð á annað framboð hlær hún og greinilegt á henni að Guðni Th. Jóhannesson þurfi ekki að hafa áhyggjur af mótframboði á næsta ári, að minnsta kosti ekki frá henni.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Vistaskipti Tímamót Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Sjá meira