Handbolti

Fyrst Ómar Ingi og nú annað áfall fyrir Magdeburg

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Magnus Saugstrup varð heimsmeistari á sunnudegi en meiddist síðan á hné um helgina.
Magnus Saugstrup varð heimsmeistari á sunnudegi en meiddist síðan á hné um helgina. Getty/Gregor Fischer

Þýskalandsmeistarar Magdeburg náðu að slá Kiel út út bikarkeppninni um helgina þrátt fyrir að spila án íslenska landsliðsmannsins Ómari Inga Magnússyni. Meiðsladraugurinn heldur sig hins vegar enn í Magdeburg.

Ómar Ingi fór í aðgerð á hæl fyrir helgi og verður frá um óákveðinn tíma. Það eru allar líkur að besti leikmaður þýsku deildarinnar á síðasta ári spili ekki fleiri leiki á þessu tímabili.

Danski landsliðsmaðurinn Magnus Saugstrup hjá Magdeburg átti rússíbanaviku. Hann hóf hana á því að verða heimsmeistari með Dönum en meiddist svo illa í fyrsta leik sínum eftir HM.

Saugstrup meiddist á hné í lok leiksins á móti Kiel. Þjálfari Magdeburg var ekki alltof bjartsýnn eftir leikinn.

„Ég sé ekkert annað fyrir mér en að ‚Saugi' missi af tíu til tólf leikjum í besta falli. Það er erfitt að kyngja þessu ekki síst þar sem hann meiddist í framlengingunni en við áttum aldrei að hleypa þessum leik í hana,“ sagði Bennet Wiegert í viðtali við Sport1 í Þýskalandi.

Kiel tryggði sér framlengingu með marki úr vítakasti í lokin en leikmenn Magdeburg tryggðu sér sæti í undanúrslitunum með því að vinna hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×