Subway Körfuboltakvöld: „Í þessum leik var hann töffarinn sem þeir gátu leitað til“ Smári Jökull Jónsson skrifar 5. febrúar 2023 22:46 Kjartan Atli, Örvar Þór og Hermann fóru yfir síðustu umferð í Subway-deildinni. Vísir Í þættinum Subway Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið fóru þeir Kjartan Atli Kjartansson, Örvar Þór Kristjánsson og Hermann Hauksson vel yfir mikilvægan sigur ÍR á Grindavík. ÍR og Grindavík mættust í Skógarselinu á föstudagskvöldið. Leikurinn var æsispennandi en að lokum voru það ÍR-ingar sem tryggðu sér gríðarlega mikilvægan sigur með sigurkörfu þegar örfáar sekúndur voru eftir. ÍR er enn í fallsæti, tveimur stigum á eftir Hetti og Þór Þorlákshöfn. Þeir Kjartan Atli, Örvar Þór og Hermann fóru vel yfir leikinn. „Ég er ósammála þeim sem sögðu að þetta væri ekki „do or die“. Hefði ÍR tapað þá hefði þetta getað verið búið, þeir urðu að vinna. Þeir voru á heimavelli á móti Grindavík og þeir náðu í þennan sigur enda sást hvað þetta skipti þá miklu máli, það var eins og þeir hefðu unnið titil,“ sagði Örvar um sigurinn mikilvæga. Hann bar síðan framistöðu ÍR-inga saman við frammistöðu KR í tapinu gegn Þór Þorlákshöfn á fimmtudag. „Í svona stöðu á botninum þá verður þú að finna þennan anda og þennan kraft. Akkúrat það sem vantaði hjá KR í gær það var ÍR með í dag. Þeir voru tilbúnir, börðust og lögðu allt í þetta.“ Luciano Massarelli átti frábæran leik fyrir ÍR á föstudag og þeir félagar fögnuðu því að hann væri farinn að sýna það sem hann getur. „Loksins var Argentínumaðurinn hjá ÍR að sýna af hverju þeir voru að fá hann, þetta var besti leikurinn hans, Hann er bara búinn að vera lélegur hjá ÍR og maður er búinn að búast við miklu meira af honum.“ sagði Örvar. „Þarna í kvöld fannst mér við loksins sjá þann leikmann sem við sáum hjá Þór. Þetta gefur ÍR-liðinu svo mikið, þeir fengu hann til að vera töffari og hann var akkúrat í þessum leik töffarinn sem þeir gátu leitað til,“ bætti Övar við. Klippa: Subway körfuboltakvöld: Mikilvægur sigur ÍR Einnig ræddu þeir félagar frammistöðu Hákons Arnar Hjálmarssonar og vel uppsett leikkerfi þjálfarans Ísaks Wiium. Alla umræðu þeirra Kjartans Atla, Örvars og Hermanns má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Körfuboltakvöld ÍR UMF Grindavík Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Sjá meira
ÍR og Grindavík mættust í Skógarselinu á föstudagskvöldið. Leikurinn var æsispennandi en að lokum voru það ÍR-ingar sem tryggðu sér gríðarlega mikilvægan sigur með sigurkörfu þegar örfáar sekúndur voru eftir. ÍR er enn í fallsæti, tveimur stigum á eftir Hetti og Þór Þorlákshöfn. Þeir Kjartan Atli, Örvar Þór og Hermann fóru vel yfir leikinn. „Ég er ósammála þeim sem sögðu að þetta væri ekki „do or die“. Hefði ÍR tapað þá hefði þetta getað verið búið, þeir urðu að vinna. Þeir voru á heimavelli á móti Grindavík og þeir náðu í þennan sigur enda sást hvað þetta skipti þá miklu máli, það var eins og þeir hefðu unnið titil,“ sagði Örvar um sigurinn mikilvæga. Hann bar síðan framistöðu ÍR-inga saman við frammistöðu KR í tapinu gegn Þór Þorlákshöfn á fimmtudag. „Í svona stöðu á botninum þá verður þú að finna þennan anda og þennan kraft. Akkúrat það sem vantaði hjá KR í gær það var ÍR með í dag. Þeir voru tilbúnir, börðust og lögðu allt í þetta.“ Luciano Massarelli átti frábæran leik fyrir ÍR á föstudag og þeir félagar fögnuðu því að hann væri farinn að sýna það sem hann getur. „Loksins var Argentínumaðurinn hjá ÍR að sýna af hverju þeir voru að fá hann, þetta var besti leikurinn hans, Hann er bara búinn að vera lélegur hjá ÍR og maður er búinn að búast við miklu meira af honum.“ sagði Örvar. „Þarna í kvöld fannst mér við loksins sjá þann leikmann sem við sáum hjá Þór. Þetta gefur ÍR-liðinu svo mikið, þeir fengu hann til að vera töffari og hann var akkúrat í þessum leik töffarinn sem þeir gátu leitað til,“ bætti Övar við. Klippa: Subway körfuboltakvöld: Mikilvægur sigur ÍR Einnig ræddu þeir félagar frammistöðu Hákons Arnar Hjálmarssonar og vel uppsett leikkerfi þjálfarans Ísaks Wiium. Alla umræðu þeirra Kjartans Atla, Örvars og Hermanns má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld ÍR UMF Grindavík Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Sjá meira