Subway Körfuboltakvöld: „Í þessum leik var hann töffarinn sem þeir gátu leitað til“ Smári Jökull Jónsson skrifar 5. febrúar 2023 22:46 Kjartan Atli, Örvar Þór og Hermann fóru yfir síðustu umferð í Subway-deildinni. Vísir Í þættinum Subway Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið fóru þeir Kjartan Atli Kjartansson, Örvar Þór Kristjánsson og Hermann Hauksson vel yfir mikilvægan sigur ÍR á Grindavík. ÍR og Grindavík mættust í Skógarselinu á föstudagskvöldið. Leikurinn var æsispennandi en að lokum voru það ÍR-ingar sem tryggðu sér gríðarlega mikilvægan sigur með sigurkörfu þegar örfáar sekúndur voru eftir. ÍR er enn í fallsæti, tveimur stigum á eftir Hetti og Þór Þorlákshöfn. Þeir Kjartan Atli, Örvar Þór og Hermann fóru vel yfir leikinn. „Ég er ósammála þeim sem sögðu að þetta væri ekki „do or die“. Hefði ÍR tapað þá hefði þetta getað verið búið, þeir urðu að vinna. Þeir voru á heimavelli á móti Grindavík og þeir náðu í þennan sigur enda sást hvað þetta skipti þá miklu máli, það var eins og þeir hefðu unnið titil,“ sagði Örvar um sigurinn mikilvæga. Hann bar síðan framistöðu ÍR-inga saman við frammistöðu KR í tapinu gegn Þór Þorlákshöfn á fimmtudag. „Í svona stöðu á botninum þá verður þú að finna þennan anda og þennan kraft. Akkúrat það sem vantaði hjá KR í gær það var ÍR með í dag. Þeir voru tilbúnir, börðust og lögðu allt í þetta.“ Luciano Massarelli átti frábæran leik fyrir ÍR á föstudag og þeir félagar fögnuðu því að hann væri farinn að sýna það sem hann getur. „Loksins var Argentínumaðurinn hjá ÍR að sýna af hverju þeir voru að fá hann, þetta var besti leikurinn hans, Hann er bara búinn að vera lélegur hjá ÍR og maður er búinn að búast við miklu meira af honum.“ sagði Örvar. „Þarna í kvöld fannst mér við loksins sjá þann leikmann sem við sáum hjá Þór. Þetta gefur ÍR-liðinu svo mikið, þeir fengu hann til að vera töffari og hann var akkúrat í þessum leik töffarinn sem þeir gátu leitað til,“ bætti Övar við. Klippa: Subway körfuboltakvöld: Mikilvægur sigur ÍR Einnig ræddu þeir félagar frammistöðu Hákons Arnar Hjálmarssonar og vel uppsett leikkerfi þjálfarans Ísaks Wiium. Alla umræðu þeirra Kjartans Atla, Örvars og Hermanns má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Körfuboltakvöld ÍR UMF Grindavík Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Sjá meira
ÍR og Grindavík mættust í Skógarselinu á föstudagskvöldið. Leikurinn var æsispennandi en að lokum voru það ÍR-ingar sem tryggðu sér gríðarlega mikilvægan sigur með sigurkörfu þegar örfáar sekúndur voru eftir. ÍR er enn í fallsæti, tveimur stigum á eftir Hetti og Þór Þorlákshöfn. Þeir Kjartan Atli, Örvar Þór og Hermann fóru vel yfir leikinn. „Ég er ósammála þeim sem sögðu að þetta væri ekki „do or die“. Hefði ÍR tapað þá hefði þetta getað verið búið, þeir urðu að vinna. Þeir voru á heimavelli á móti Grindavík og þeir náðu í þennan sigur enda sást hvað þetta skipti þá miklu máli, það var eins og þeir hefðu unnið titil,“ sagði Örvar um sigurinn mikilvæga. Hann bar síðan framistöðu ÍR-inga saman við frammistöðu KR í tapinu gegn Þór Þorlákshöfn á fimmtudag. „Í svona stöðu á botninum þá verður þú að finna þennan anda og þennan kraft. Akkúrat það sem vantaði hjá KR í gær það var ÍR með í dag. Þeir voru tilbúnir, börðust og lögðu allt í þetta.“ Luciano Massarelli átti frábæran leik fyrir ÍR á föstudag og þeir félagar fögnuðu því að hann væri farinn að sýna það sem hann getur. „Loksins var Argentínumaðurinn hjá ÍR að sýna af hverju þeir voru að fá hann, þetta var besti leikurinn hans, Hann er bara búinn að vera lélegur hjá ÍR og maður er búinn að búast við miklu meira af honum.“ sagði Örvar. „Þarna í kvöld fannst mér við loksins sjá þann leikmann sem við sáum hjá Þór. Þetta gefur ÍR-liðinu svo mikið, þeir fengu hann til að vera töffari og hann var akkúrat í þessum leik töffarinn sem þeir gátu leitað til,“ bætti Övar við. Klippa: Subway körfuboltakvöld: Mikilvægur sigur ÍR Einnig ræddu þeir félagar frammistöðu Hákons Arnar Hjálmarssonar og vel uppsett leikkerfi þjálfarans Ísaks Wiium. Alla umræðu þeirra Kjartans Atla, Örvars og Hermanns má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld ÍR UMF Grindavík Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Sjá meira