Þetta staðfestir Reynir Árnason, framkvæmdastjóri Póstdreifingar, í samtali við fréttastofu. Hann segir ákvörðunina tengjast breyttum rekstrarforsendum í kjölfar ákvörðunar stjórnenda Torgs að hætta dreifingu á Fréttablaðinu inn á öll heimili í Reykjavík og á Akureyri um síðustu áramót.
„Við erum að endurskipuleggja dreifikerfið og það var því miður nauðsynlegt að segja upp öllum blaðberum. Í öllum tilfellum var að ræða starfsmenn í hlutastarfi en flestum verður þó boðið aftur starf.“
Varðandi uppsagnarfrestinn segir Reynir hann vera mismunandi, allt eftir kjarasamningum. Um hafi verið að ræða bæði blaðbera Póstdreifingar í Reykjavík og á Akureyri.
Í tilkynningu frá Vinnumálastofnun, sem send var út í gær, kom fram að tvær tilkynningar um hópuppsagnir hafi borist stofnuninni í janúar þar sem 261 starfsmanni var sagt upp störfum. Þar kom fram að 244 hafi verið sagt upp í flutningum og sautján í annarri heilbrigðisþjónustu.