Alþjóðlegur dagur votlendis, líka í Hafnarfirði Davíð Arnar Stefánsson skrifar 3. febrúar 2023 15:00 Við Hafnfirðingar erum ekki ríkir af votlendi. Það sem einkennir bæjarlandið er hraun, holt og melar, en nánast ekkert votlendi. Segja má að Hafnarfjörður sé heldur þurr á yfirborðinu þótt við vitum að vatnið renni undir hrauninu. Þó er að finna leifar af fornum mýrum í Bleiksmýri og Krýsuvíkurmýri í Krýsuvík sem báðar eru framræstar að mestu. En annað votlendi eru nú að mestu horfnar undir byggðina; götur, hús og önnur mannvirki, fyrir utan Ástjörn auðvitað. Vernd og endurheimt votlendis er lykilaðgerð íslenskra stjórnvalda í baráttunni gegn hlýnun loftslags. Þar gegna sveitarfélögin lykilhlutverki og Hafnarfjörður er þar engin undatekning. Fyrir fáeinum árum var hafist handa við að endurheimta lítinn hluta mýranna í Krýsuvík við Arnarfell. Vonandi hefur vel tekist til en við þurfum að ganga lengra og ljúka verkinu með því endurheimta það sem unnt er á svæðinu. Jafnframt þarf að verja annað votlendi innan bæjarmarkanna fyrir frekara raski og leitast við að tryggja heilbrigði þess. Varðandi Ástjörn. Hún er friðlýst sem einstakt náttúrufyrirbæri sem á sér enga hliðstæðu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Okkur Hafnfirðingum er falið að gæta hennar en hún er að sjálfsögðu ekki einkamál okkar. Og nú er sótt að Ástjörn með byggingaráformum sem ógna lífríki hennar. Þau áform á vitanlega að stöðva og leggja fremur drög að stækkun friðlandsins og helgunarsvæði þess. Öðruvís bregðumst við hlutverki okkar. Ágætu Hafnfirðingar til hamingju með alþjóðlegan dag votlendis. Höfundur er sérfræðingur á sviði sjálfbærni og loftslags hjá Landgræðslunni og oddviti VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Loftslagsmál Mest lesið Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Við Hafnfirðingar erum ekki ríkir af votlendi. Það sem einkennir bæjarlandið er hraun, holt og melar, en nánast ekkert votlendi. Segja má að Hafnarfjörður sé heldur þurr á yfirborðinu þótt við vitum að vatnið renni undir hrauninu. Þó er að finna leifar af fornum mýrum í Bleiksmýri og Krýsuvíkurmýri í Krýsuvík sem báðar eru framræstar að mestu. En annað votlendi eru nú að mestu horfnar undir byggðina; götur, hús og önnur mannvirki, fyrir utan Ástjörn auðvitað. Vernd og endurheimt votlendis er lykilaðgerð íslenskra stjórnvalda í baráttunni gegn hlýnun loftslags. Þar gegna sveitarfélögin lykilhlutverki og Hafnarfjörður er þar engin undatekning. Fyrir fáeinum árum var hafist handa við að endurheimta lítinn hluta mýranna í Krýsuvík við Arnarfell. Vonandi hefur vel tekist til en við þurfum að ganga lengra og ljúka verkinu með því endurheimta það sem unnt er á svæðinu. Jafnframt þarf að verja annað votlendi innan bæjarmarkanna fyrir frekara raski og leitast við að tryggja heilbrigði þess. Varðandi Ástjörn. Hún er friðlýst sem einstakt náttúrufyrirbæri sem á sér enga hliðstæðu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Okkur Hafnfirðingum er falið að gæta hennar en hún er að sjálfsögðu ekki einkamál okkar. Og nú er sótt að Ástjörn með byggingaráformum sem ógna lífríki hennar. Þau áform á vitanlega að stöðva og leggja fremur drög að stækkun friðlandsins og helgunarsvæði þess. Öðruvís bregðumst við hlutverki okkar. Ágætu Hafnfirðingar til hamingju með alþjóðlegan dag votlendis. Höfundur er sérfræðingur á sviði sjálfbærni og loftslags hjá Landgræðslunni og oddviti VG í Hafnarfirði.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar