Sannleikurinn um Vestfirði Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar 3. febrúar 2023 12:01 Þegar landkrabbinn og Sunnlendingurinn ég réð sig til starfa til Háskólaseturs Vestfjarða á Ísafirði rak mörg af mínum ættmennum og vinum í rogastans. Þeim fannst sumum algjört glapræði að hafa vetursetu á þessum guðsvolaða Vestfjarðakjálka sem væri nær einangraður og myrkvaður níu mánuði á ári. Ég reyndi nú að leiðrétta ýmsar ranghugmyndir strax, það sér jú ekki til sólar á tímabili en það er nú bara í nokkrar vikur og á sama tíma verður oft ekki dagbjart annarsstaðar á landinu þótt heita megi að sól sjáist á himni, þegar skammdegið og vetrargráminn eru allsráðandi. Og “einangrunin” hefur meira með flugþjónustu og skort á varaflugvelli að gera en hræðileg vetrarveður og snjóþunga. Skemmst er frá því að segja að ég skrapp til höfuðborgarinnar um miðjan desembermánuð í stafalogni og naut þess að líta yfir Vestfirðina í vetrarsól út um flugvélargluggann. Aksturssamgöngur innan Vestfjarða hafa einnig verið mikið bættar frá því ég kom hingað fyrst fyrir um þremur áratugum síðan, og enn er verið að. Nú getur fólk hæglega búið á Flateyri eða í Bolungarvík og starfað á Ísafirði, Suðureyri eða Þingeyri. Vestfirðingar “skreppa” í fjölskylduboð á Akureyri og fótboltamót í Borgarnesi sömu helgina ef þarf og fara í stutter ferðir til evrópskra stórborga rétt eins og aðrir Íslendingar. Háskólanám á staðnum Eitt á ég samt erfitt með að leiðrétta, og það er HVAR ég starfa. Nýlega var ég stödd í hópi með mínum sprenglærðu og eldkláru vinkonum sem gerðu þá uppgötvun að í fyrsta lagi starfaði ég ekki fyrir “nýja skólann á Flateyri” og í öðru lagi að Háskólasetur Vestfjarða væri ekki útibú frá öðrum háskólum landsins. Háskólasetur Vestfjarða er nefnilega sjálfseignarstofnun sem heldur úti framhaldsnámi á háskólastigi og rannsóknum, og hefur gert í tæpa tvo áratugi. Hér er í boði meistarnám í skipulagi, stjórnun og þróun hafsvæða, sjávarbyggða og annarra smábyggða, og höldum við Háskólahátíð á Hrafnseyri 17. júní ár hvert þar sem fólk útskrifast með MA eða MRM gráður. Námið fer allt fram hér á Ísafirði, og á ensku enda er nemendahópurinn fjölþjóðlegur og mjög fjölbreyttur. Námskeiðin okkar eru kennd í 1-2 vikna lotum og opin öllum, bæði nemendum við aðra háskóla – sem vantar valeiningar - og fólki úr atvinnulífinu sem vill bæta við þekkingu sína. Hér er að vaxa upp öflugt fræðasamfélag og má finna fyrrverandi nemendur Háskólaseturs víða, bæði í störfum og sprotafyrirtækjum hér á Vestfjörðum sem og víðar um heiminn, s.s. í Alaska og Afríkulýðveldinu Kongó. Samfélögin í Ísafjarðarbæ njóta góðs af veru háskólanemanna, sem mörg hver ílendast hér á þessu fallega landsvæði og lita bæði atvinnu- og mannlífið hér, og yfirstandandi bygging námsmannaíbúða bæði á Ísafirði og Flateyri er skýrt merki um uppgang, bjartsýni og kraft hér á kjálkanum. Ég vona að þessi stutti pistill spari mér leiðréttingar og útskýringar í framtíðinni en þið getið fundið nánari upplýsingar um Háskólasetur Vestfjarða á heimasíðunni okkar. Þessa dagana er tekið við umsóknum fyrir næsta skólaár svo ég segi bara, velkomin vestur! Höfundur er markaðs- og vefstjóri Háskólaseturs Vestfjarða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Háskólar Skóla - og menntamál Ísafjarðarbær Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þegar landkrabbinn og Sunnlendingurinn ég réð sig til starfa til Háskólaseturs Vestfjarða á Ísafirði rak mörg af mínum ættmennum og vinum í rogastans. Þeim fannst sumum algjört glapræði að hafa vetursetu á þessum guðsvolaða Vestfjarðakjálka sem væri nær einangraður og myrkvaður níu mánuði á ári. Ég reyndi nú að leiðrétta ýmsar ranghugmyndir strax, það sér jú ekki til sólar á tímabili en það er nú bara í nokkrar vikur og á sama tíma verður oft ekki dagbjart annarsstaðar á landinu þótt heita megi að sól sjáist á himni, þegar skammdegið og vetrargráminn eru allsráðandi. Og “einangrunin” hefur meira með flugþjónustu og skort á varaflugvelli að gera en hræðileg vetrarveður og snjóþunga. Skemmst er frá því að segja að ég skrapp til höfuðborgarinnar um miðjan desembermánuð í stafalogni og naut þess að líta yfir Vestfirðina í vetrarsól út um flugvélargluggann. Aksturssamgöngur innan Vestfjarða hafa einnig verið mikið bættar frá því ég kom hingað fyrst fyrir um þremur áratugum síðan, og enn er verið að. Nú getur fólk hæglega búið á Flateyri eða í Bolungarvík og starfað á Ísafirði, Suðureyri eða Þingeyri. Vestfirðingar “skreppa” í fjölskylduboð á Akureyri og fótboltamót í Borgarnesi sömu helgina ef þarf og fara í stutter ferðir til evrópskra stórborga rétt eins og aðrir Íslendingar. Háskólanám á staðnum Eitt á ég samt erfitt með að leiðrétta, og það er HVAR ég starfa. Nýlega var ég stödd í hópi með mínum sprenglærðu og eldkláru vinkonum sem gerðu þá uppgötvun að í fyrsta lagi starfaði ég ekki fyrir “nýja skólann á Flateyri” og í öðru lagi að Háskólasetur Vestfjarða væri ekki útibú frá öðrum háskólum landsins. Háskólasetur Vestfjarða er nefnilega sjálfseignarstofnun sem heldur úti framhaldsnámi á háskólastigi og rannsóknum, og hefur gert í tæpa tvo áratugi. Hér er í boði meistarnám í skipulagi, stjórnun og þróun hafsvæða, sjávarbyggða og annarra smábyggða, og höldum við Háskólahátíð á Hrafnseyri 17. júní ár hvert þar sem fólk útskrifast með MA eða MRM gráður. Námið fer allt fram hér á Ísafirði, og á ensku enda er nemendahópurinn fjölþjóðlegur og mjög fjölbreyttur. Námskeiðin okkar eru kennd í 1-2 vikna lotum og opin öllum, bæði nemendum við aðra háskóla – sem vantar valeiningar - og fólki úr atvinnulífinu sem vill bæta við þekkingu sína. Hér er að vaxa upp öflugt fræðasamfélag og má finna fyrrverandi nemendur Háskólaseturs víða, bæði í störfum og sprotafyrirtækjum hér á Vestfjörðum sem og víðar um heiminn, s.s. í Alaska og Afríkulýðveldinu Kongó. Samfélögin í Ísafjarðarbæ njóta góðs af veru háskólanemanna, sem mörg hver ílendast hér á þessu fallega landsvæði og lita bæði atvinnu- og mannlífið hér, og yfirstandandi bygging námsmannaíbúða bæði á Ísafirði og Flateyri er skýrt merki um uppgang, bjartsýni og kraft hér á kjálkanum. Ég vona að þessi stutti pistill spari mér leiðréttingar og útskýringar í framtíðinni en þið getið fundið nánari upplýsingar um Háskólasetur Vestfjarða á heimasíðunni okkar. Þessa dagana er tekið við umsóknum fyrir næsta skólaár svo ég segi bara, velkomin vestur! Höfundur er markaðs- og vefstjóri Háskólaseturs Vestfjarða.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun