Von der grössten Vulkaninsel der Erde ans Rheinknie: Innenverteidigerin Heiddis Lillyardottir wechselt vom isländischen Erstligisten Breidablik Kópavogur zum FC Basel 1893 #FCBasel1893 #FCBasel1893Frauen #MirSinBasel #rotblaulivehttps://t.co/tPsrztdEVv
— FC Basel 1893 (@FCBasel1893) February 2, 2023
Heiðdís fór til Breiðabliks frá Selfossi 2017 og lék alls 125 leiki í grænu treyjunni. Hún varð Íslandsmeistari með liðinu 2018 og 2020 og bikarmeistari 2018 og 2021.
Þetta er í annað sinn sem Heiðdís reynir fyrir sér í atvinnumennsku en hún lék með Benfica seinni hluta síðasta tímabils.
Heiðdís er annar Íslendingurinn sem leikur með Basel. Birkir Bjarnason lék með liðinu á árunum 2015-17 og varð svissneskur meistari með því 2016.
Basel er í 5. sæti svissnesku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig eftir tíu umferðir. Á síðasta tímabili endaði Basel í 4. sæti og tapaði fyrir Servette Geneva í undanúrslitum úrslitakeppninnar.