„Píratar stýra ekki þinginu, þeir eru ekki í meirihluta“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2023 22:24 Bryndís Haraldsdóttir er formaður allsherjar- og menntamálanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingmenn hafa rætt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum í tugi klukkustunda frá því þing kom saman eftir jólahlé í síðustu viku. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir Pírata, sem hafa látið að sér kveða í umræðum um málið, ekki stýra þinginu. Þegar þessi frétt er skrifuð er málið enn til umræðu á þinginu, og hafa þingmenn Pírata verið duglegir að stíga upp í pontu Alþingis. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að málið verði ekki kallað aftur inn í nefnd, líkt og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði fyrr í dag að ætti að gera. „Píratar stýra ekki þinginu, þeir eru ekki í meirihluta. Meirihlutinn hefur ákveðið að þetta mál fái núna afgreiðslu og við höfum afgreitt það út úr nefndinni. Við höfum líka boðað það að við munum taka mál inn á milli annarrar og þriðju umræðu. Það er ekki óalgengt við svona mál eins og þetta,“ sagði Bryndís í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vafi um stjórnskipulegt gildi Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði í sama viðtali að sér þætti sérkennilegt að boða í upphafi annarrar umræðu breytingar milli umræðna, án þess að vilja taka efnislega umræðu um þær breytingar í þingsal. „Við vonum að minnsta kosti að breytingarnar verði til þess að bæta frumvarpið. Það sem við höfum fyrst og fremst út á það að setja núna er að það er verið að afnema góða reglugerðarbreytingu Þórdísar Kolbrúnar sem verndar börn sem fest hafa hér rætur. Það er verið að skerða þjónustu hjá stórum hópi fólks, taka af því fæði, klæði, heilbrigðisþjónustu undir vissum skilmálum. Síðan hafa náttúrulega komið athugasemdir frá Mannréttindastofnun Háskóla Íslands að það sé vafasamt að þetta geti staðist stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu,“ sagði Logi. Einhverjir hafi misskilið ákvæði frumvarpsins Bryndís sagði að meirihlutinn hefði ekki ákveðið að gera neinar breytingar, þó það kynni að vera. Slíkar breytingar yrðu þá fyrst og fremst til þess að skýra frumvarpið. „Það er alveg ljóst að sumir hafa misskilið ákveðin ákvæði, þannig að það kann að vera að við þurfum að skýra það frekar, hvort sem er með hreinum breytingatillögum eða frekari umfjöllun í nefndaráliti, sem er auðvitað lögskýringargögn. Hér er ekki verið að brjóta mannréttindi á fólki, hér er einfaldlega verið að auka skilvirkni og ná betur utan um þennan mjög svo mikilvæga málaflokk,“ sagði Bryndís. Aðspurður hvort ekki væru líkur á að umræða um málið í þinginu myndi dragast enn frekar sagðist Logi ekki geta sagt til um það. „Samfylkingin hefur komið málefnalega inn í þessa umræðu. Við erum búin að halda okkar ræður, koma okkar sjónarmiðum á framfæri, leggja fram skýrt nefndarálit. Svo verðum við bara að sjá til,“ sagði Logi. Alþingi Flóttamenn Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Þegar þessi frétt er skrifuð er málið enn til umræðu á þinginu, og hafa þingmenn Pírata verið duglegir að stíga upp í pontu Alþingis. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að málið verði ekki kallað aftur inn í nefnd, líkt og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði fyrr í dag að ætti að gera. „Píratar stýra ekki þinginu, þeir eru ekki í meirihluta. Meirihlutinn hefur ákveðið að þetta mál fái núna afgreiðslu og við höfum afgreitt það út úr nefndinni. Við höfum líka boðað það að við munum taka mál inn á milli annarrar og þriðju umræðu. Það er ekki óalgengt við svona mál eins og þetta,“ sagði Bryndís í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vafi um stjórnskipulegt gildi Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði í sama viðtali að sér þætti sérkennilegt að boða í upphafi annarrar umræðu breytingar milli umræðna, án þess að vilja taka efnislega umræðu um þær breytingar í þingsal. „Við vonum að minnsta kosti að breytingarnar verði til þess að bæta frumvarpið. Það sem við höfum fyrst og fremst út á það að setja núna er að það er verið að afnema góða reglugerðarbreytingu Þórdísar Kolbrúnar sem verndar börn sem fest hafa hér rætur. Það er verið að skerða þjónustu hjá stórum hópi fólks, taka af því fæði, klæði, heilbrigðisþjónustu undir vissum skilmálum. Síðan hafa náttúrulega komið athugasemdir frá Mannréttindastofnun Háskóla Íslands að það sé vafasamt að þetta geti staðist stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu,“ sagði Logi. Einhverjir hafi misskilið ákvæði frumvarpsins Bryndís sagði að meirihlutinn hefði ekki ákveðið að gera neinar breytingar, þó það kynni að vera. Slíkar breytingar yrðu þá fyrst og fremst til þess að skýra frumvarpið. „Það er alveg ljóst að sumir hafa misskilið ákveðin ákvæði, þannig að það kann að vera að við þurfum að skýra það frekar, hvort sem er með hreinum breytingatillögum eða frekari umfjöllun í nefndaráliti, sem er auðvitað lögskýringargögn. Hér er ekki verið að brjóta mannréttindi á fólki, hér er einfaldlega verið að auka skilvirkni og ná betur utan um þennan mjög svo mikilvæga málaflokk,“ sagði Bryndís. Aðspurður hvort ekki væru líkur á að umræða um málið í þinginu myndi dragast enn frekar sagðist Logi ekki geta sagt til um það. „Samfylkingin hefur komið málefnalega inn í þessa umræðu. Við erum búin að halda okkar ræður, koma okkar sjónarmiðum á framfæri, leggja fram skýrt nefndarálit. Svo verðum við bara að sjá til,“ sagði Logi.
Alþingi Flóttamenn Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent