Alec Baldwin ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bjarki Sigurðsson skrifar 31. janúar 2023 21:46 Alec Baldwin gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsisvist. EPA/Justin Lane Leikarinn Alec Baldwin hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Í ákærunni er Baldwin gefið að sök að hafa brotið fjölda laga er hann miðaði byssu í átt að kvikmyndatökustjóranum Halyna Hutchins við tökur á kvikmyndinni Rust. Skot úr byssunni hæfði Hutchins sem lét lífið. Baldwin er ekki einn ákærður heldur einnig Hannah Gutierrez Reed sem var vopnavörður myndarinnar og átti að sjá til þess að engar byssukúlur væru í þeim skotvopnum sem notuð voru í tökunum. Baldwin hefur ávallt haldið því fram að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi ekki tekið í gikkinn. Í ákærunni segir að Baldwin hafi meðal annars sleppt því að fylgjast með á námskeiði um hvernig ætti að meðhöndla skotvopn, hann hafi frekar verið í símanum að ræða við fjölskylduna sína. Þá hafi hann ekki séð til þess að vopnavörðurinn afhenti honum skotvopnið heldur fékk hann það frá aðstoðarleikstjóra myndarinnar. Þegar Baldwin miðaði byssunni í átt að Hutchins braut hann mikilvægustu öryggisreglu skotvopna, sem er að miða aldrei skotvopni í átt að manneskju, sama hvort það sé hlaðið eða ekki. Samkvæmt ákærunni hefur Baldwin leikið í fjörutíu kvikmyndum þar sem skotvopn voru meðhöndluð og því hafi þetta átt að vera honum ljóst. Verði Baldwin og Reed dæmt gætu þau átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisvist. Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir FBI segir Baldwin hafa tekið í gikkinn Leikarinn Alec Baldwin, tók í gikk byssu á tökum kvikmyndarinnar Rust þegar Haylyna Hutchins, tökustjóri kvikmyndarinnar, fékk skot úr byssunni í bringuna og dó. Skotið hæfði einnig Joel Souza, leikstjóra en Baldwin hefur haldið því fram að hann hafi ekki tekið í gikkinn þegar skotið hljóp af. 14. ágúst 2022 10:41 Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04 Lögregla fær loks síma Baldwin Lögreglayfirvöld sem hafa dauða Halynu Hutchins til rannsóknar hafa nú loks fengið síma leikarans Alec Baldwin afhentan. Lögregla sagði í samtali við fjölmiðla fyrr í vikunni að leikarinn væri tregur til að afhenda símann en heimild lögreglu lá fyrir í desember. 15. janúar 2022 17:08 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Baldwin er ekki einn ákærður heldur einnig Hannah Gutierrez Reed sem var vopnavörður myndarinnar og átti að sjá til þess að engar byssukúlur væru í þeim skotvopnum sem notuð voru í tökunum. Baldwin hefur ávallt haldið því fram að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi ekki tekið í gikkinn. Í ákærunni segir að Baldwin hafi meðal annars sleppt því að fylgjast með á námskeiði um hvernig ætti að meðhöndla skotvopn, hann hafi frekar verið í símanum að ræða við fjölskylduna sína. Þá hafi hann ekki séð til þess að vopnavörðurinn afhenti honum skotvopnið heldur fékk hann það frá aðstoðarleikstjóra myndarinnar. Þegar Baldwin miðaði byssunni í átt að Hutchins braut hann mikilvægustu öryggisreglu skotvopna, sem er að miða aldrei skotvopni í átt að manneskju, sama hvort það sé hlaðið eða ekki. Samkvæmt ákærunni hefur Baldwin leikið í fjörutíu kvikmyndum þar sem skotvopn voru meðhöndluð og því hafi þetta átt að vera honum ljóst. Verði Baldwin og Reed dæmt gætu þau átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisvist.
Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir FBI segir Baldwin hafa tekið í gikkinn Leikarinn Alec Baldwin, tók í gikk byssu á tökum kvikmyndarinnar Rust þegar Haylyna Hutchins, tökustjóri kvikmyndarinnar, fékk skot úr byssunni í bringuna og dó. Skotið hæfði einnig Joel Souza, leikstjóra en Baldwin hefur haldið því fram að hann hafi ekki tekið í gikkinn þegar skotið hljóp af. 14. ágúst 2022 10:41 Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04 Lögregla fær loks síma Baldwin Lögreglayfirvöld sem hafa dauða Halynu Hutchins til rannsóknar hafa nú loks fengið síma leikarans Alec Baldwin afhentan. Lögregla sagði í samtali við fjölmiðla fyrr í vikunni að leikarinn væri tregur til að afhenda símann en heimild lögreglu lá fyrir í desember. 15. janúar 2022 17:08 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
FBI segir Baldwin hafa tekið í gikkinn Leikarinn Alec Baldwin, tók í gikk byssu á tökum kvikmyndarinnar Rust þegar Haylyna Hutchins, tökustjóri kvikmyndarinnar, fékk skot úr byssunni í bringuna og dó. Skotið hæfði einnig Joel Souza, leikstjóra en Baldwin hefur haldið því fram að hann hafi ekki tekið í gikkinn þegar skotið hljóp af. 14. ágúst 2022 10:41
Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04
Lögregla fær loks síma Baldwin Lögreglayfirvöld sem hafa dauða Halynu Hutchins til rannsóknar hafa nú loks fengið síma leikarans Alec Baldwin afhentan. Lögregla sagði í samtali við fjölmiðla fyrr í vikunni að leikarinn væri tregur til að afhenda símann en heimild lögreglu lá fyrir í desember. 15. janúar 2022 17:08