Segir Tyrki mögulega munu hleypa Finnum inn án Svía Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. janúar 2023 08:14 Erdogan er enn að hóta því að halda Svíum fyrir utan Atlantshafsbandalagið. AP/Amin Durgut Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir Tyrki mögulega munu leggja blessun sína yfir aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu án þess að samþykkja að hleypa Svíum inn á sama tíma. Ummælin lét forsetinn falla á kosningafundi með ungu fólki en gengið verður til kosninga í landinu 14. maí næstkomandi og hefur forsetinn unnið að því að styrkja bakland sitt. Tyrkland og Ungverjaland eru einu aðildarríki Nató sem enn eiga eftir að greiða atkvæði um umsóknir Finna og Svía en gert er ráð fyrir að ungverska þingið taki þær til umræðu í febrúar. Erdogan sagði á fundinum í gær að Tyrkir gætu mögulega „sjokkerað“ Svía með því að segja já við Finnland en halda að sér höndum hvað varðar Svíþjóð. Þá ítrekaði hann kröfu sína um að Svíar framseldu hóp Kúrda. „Ef þið eruð staðráðin í því að ganga í Nató þá skilið þið okkur þessum hryðjuverkamönnum,“ sagði hann. Bæði Finnland og Svíþjóð hafa tekið skref til að koma til móts við Tyrki, til að mynda aflétt vopnasölubanni sem komið var á eftir að Tyrkir réðust inn í Sýrland árið 2019. Stjórnvöld í Tyrklandi eru hins vegar gríðarlega óánægð með þá ákvörðun lögreglu í Svíþjóð að heimila mótmæli þar sem eintak af Kóraninum var brennt. Þá vakti það hörð viðbrögð að saksóknarar skyldu ákveða að ákæra ekki stuðningsmenn Kúrda sem hengdu líkneski af Erdogan upp á ökklunum við dómshúsið í Stokkhólmi. Finnar hafa gefið til kynna að þeir kunni að ganga inn í Nató á undan Svíum vegna þeirrar stöðu sem upp er komi í samskiptum Tyrkja og Svía. Tyrkland NATO Finnland Svíþjóð Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Ummælin lét forsetinn falla á kosningafundi með ungu fólki en gengið verður til kosninga í landinu 14. maí næstkomandi og hefur forsetinn unnið að því að styrkja bakland sitt. Tyrkland og Ungverjaland eru einu aðildarríki Nató sem enn eiga eftir að greiða atkvæði um umsóknir Finna og Svía en gert er ráð fyrir að ungverska þingið taki þær til umræðu í febrúar. Erdogan sagði á fundinum í gær að Tyrkir gætu mögulega „sjokkerað“ Svía með því að segja já við Finnland en halda að sér höndum hvað varðar Svíþjóð. Þá ítrekaði hann kröfu sína um að Svíar framseldu hóp Kúrda. „Ef þið eruð staðráðin í því að ganga í Nató þá skilið þið okkur þessum hryðjuverkamönnum,“ sagði hann. Bæði Finnland og Svíþjóð hafa tekið skref til að koma til móts við Tyrki, til að mynda aflétt vopnasölubanni sem komið var á eftir að Tyrkir réðust inn í Sýrland árið 2019. Stjórnvöld í Tyrklandi eru hins vegar gríðarlega óánægð með þá ákvörðun lögreglu í Svíþjóð að heimila mótmæli þar sem eintak af Kóraninum var brennt. Þá vakti það hörð viðbrögð að saksóknarar skyldu ákveða að ákæra ekki stuðningsmenn Kúrda sem hengdu líkneski af Erdogan upp á ökklunum við dómshúsið í Stokkhólmi. Finnar hafa gefið til kynna að þeir kunni að ganga inn í Nató á undan Svíum vegna þeirrar stöðu sem upp er komi í samskiptum Tyrkja og Svía.
Tyrkland NATO Finnland Svíþjóð Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira