Segir Tyrki mögulega munu hleypa Finnum inn án Svía Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. janúar 2023 08:14 Erdogan er enn að hóta því að halda Svíum fyrir utan Atlantshafsbandalagið. AP/Amin Durgut Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir Tyrki mögulega munu leggja blessun sína yfir aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu án þess að samþykkja að hleypa Svíum inn á sama tíma. Ummælin lét forsetinn falla á kosningafundi með ungu fólki en gengið verður til kosninga í landinu 14. maí næstkomandi og hefur forsetinn unnið að því að styrkja bakland sitt. Tyrkland og Ungverjaland eru einu aðildarríki Nató sem enn eiga eftir að greiða atkvæði um umsóknir Finna og Svía en gert er ráð fyrir að ungverska þingið taki þær til umræðu í febrúar. Erdogan sagði á fundinum í gær að Tyrkir gætu mögulega „sjokkerað“ Svía með því að segja já við Finnland en halda að sér höndum hvað varðar Svíþjóð. Þá ítrekaði hann kröfu sína um að Svíar framseldu hóp Kúrda. „Ef þið eruð staðráðin í því að ganga í Nató þá skilið þið okkur þessum hryðjuverkamönnum,“ sagði hann. Bæði Finnland og Svíþjóð hafa tekið skref til að koma til móts við Tyrki, til að mynda aflétt vopnasölubanni sem komið var á eftir að Tyrkir réðust inn í Sýrland árið 2019. Stjórnvöld í Tyrklandi eru hins vegar gríðarlega óánægð með þá ákvörðun lögreglu í Svíþjóð að heimila mótmæli þar sem eintak af Kóraninum var brennt. Þá vakti það hörð viðbrögð að saksóknarar skyldu ákveða að ákæra ekki stuðningsmenn Kúrda sem hengdu líkneski af Erdogan upp á ökklunum við dómshúsið í Stokkhólmi. Finnar hafa gefið til kynna að þeir kunni að ganga inn í Nató á undan Svíum vegna þeirrar stöðu sem upp er komi í samskiptum Tyrkja og Svía. Tyrkland NATO Finnland Svíþjóð Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Sjá meira
Ummælin lét forsetinn falla á kosningafundi með ungu fólki en gengið verður til kosninga í landinu 14. maí næstkomandi og hefur forsetinn unnið að því að styrkja bakland sitt. Tyrkland og Ungverjaland eru einu aðildarríki Nató sem enn eiga eftir að greiða atkvæði um umsóknir Finna og Svía en gert er ráð fyrir að ungverska þingið taki þær til umræðu í febrúar. Erdogan sagði á fundinum í gær að Tyrkir gætu mögulega „sjokkerað“ Svía með því að segja já við Finnland en halda að sér höndum hvað varðar Svíþjóð. Þá ítrekaði hann kröfu sína um að Svíar framseldu hóp Kúrda. „Ef þið eruð staðráðin í því að ganga í Nató þá skilið þið okkur þessum hryðjuverkamönnum,“ sagði hann. Bæði Finnland og Svíþjóð hafa tekið skref til að koma til móts við Tyrki, til að mynda aflétt vopnasölubanni sem komið var á eftir að Tyrkir réðust inn í Sýrland árið 2019. Stjórnvöld í Tyrklandi eru hins vegar gríðarlega óánægð með þá ákvörðun lögreglu í Svíþjóð að heimila mótmæli þar sem eintak af Kóraninum var brennt. Þá vakti það hörð viðbrögð að saksóknarar skyldu ákveða að ákæra ekki stuðningsmenn Kúrda sem hengdu líkneski af Erdogan upp á ökklunum við dómshúsið í Stokkhólmi. Finnar hafa gefið til kynna að þeir kunni að ganga inn í Nató á undan Svíum vegna þeirrar stöðu sem upp er komi í samskiptum Tyrkja og Svía.
Tyrkland NATO Finnland Svíþjóð Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent