Heimurinn hrynji ekki þó tímalína raskist Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2023 20:14 Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra viðurkennir að áætlunin sé djörf en telur þó að hún muni standast. Vísir/Arnar Mennta- og barnamálaráðherra heldur fast í tímaáætlun þjóðarhallar og telur raunhæft að höllin muni rísa árið 2025. Kostnaður við uppbyggingu eru tæpir fimmtán milljarðar og skipting milli ríkis og borgar liggur ekki fyrir. Upphaflega sagðist Reykjavíkurborg eiga tvo milljarða til. Ásmundur Einar Daðason ræddi uppbyggingu þjóðarhallar á Sprengisandi í dag. Hann segir ljóst að lítill tími sé til stefnu en telur tvö ár raunhæft markmið. „Tímalínan er djörf og ég hef sagt það að það þarf allt að ganga upp til þess að hún gangi upp. Það væri samt sérstakt ef að stjórnmálamaður sem væri að vinna að tillögum í samstarfi við íþróttir sem eru keppnisgrein setti ekki upp djarfar tímalínur. Hingað til erum við að halda tímaáætlun en það þarf allt að ganga upp. Heimurinn hrynur ekki fyrir mig sem stjórnmálamann þótt það dragist í hálft eða eitt ár, en við viljum setja okkur metnaðarfull markmið fyrir íþróttirnar.“ Þegar umræða um byggingu þjóðarhallar hófst, og viljayfirlýsing síðar undirrituð, sagði borgarstjóri að Reykjavíkurborg hafi sett svolítið fé til hliðar sem nýta mætti til verkefnisins. Tala sem nefnd hefur verið eru tveir milljarðar. Að lokinni frumathugun liggur þó fyrir að kostnaðarskiptingin verði nokkuð ójöfn, leggi borgin ekki meira til, en eins og fyrr segir er gert ráð fyrir því að uppbyggingin muni kosta fimmtán milljarða. Forsætisráðherra og borgarstjóri sögðu fyrr í janúarmánuði að þau væru bjartsýn um að samningar um kostnaðarskiptingu næðust í febrúar. Ásmundur Einar segir vel hafa gengið. „Nú erum við að forma það betur, það er samtal í gangi núna milli ríkis og borgar um kostnaðarskiptinguna á þessu. Þar er búið frá síðasta fundi að halda þrjá til fjóra fundi þar sem gengur mjög vel að ræða það hvernig aðkoma beggja aðila verður að þessu.“ Ný þjóðarhöll Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Rekstur hins opinbera Sprengisandur Tengdar fréttir Bjartsýn á að ná samningum um kostnaðarskiptingu í næsta mánuði Forsætisráðherra og borgarstjóri eru bjartsýn á að þeim takist að semja um kostnaðarskiptingu nýrrar Þjóðarhallar í febrúar og höllin rísi árið 2025. Borgarstjóri segir ljóst að borgin þurfi að kosta milljörðum til verkefnisins en hún hafi sett fé til hliðar. 16. janúar 2023 21:28 Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025. 16. janúar 2023 12:16 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason ræddi uppbyggingu þjóðarhallar á Sprengisandi í dag. Hann segir ljóst að lítill tími sé til stefnu en telur tvö ár raunhæft markmið. „Tímalínan er djörf og ég hef sagt það að það þarf allt að ganga upp til þess að hún gangi upp. Það væri samt sérstakt ef að stjórnmálamaður sem væri að vinna að tillögum í samstarfi við íþróttir sem eru keppnisgrein setti ekki upp djarfar tímalínur. Hingað til erum við að halda tímaáætlun en það þarf allt að ganga upp. Heimurinn hrynur ekki fyrir mig sem stjórnmálamann þótt það dragist í hálft eða eitt ár, en við viljum setja okkur metnaðarfull markmið fyrir íþróttirnar.“ Þegar umræða um byggingu þjóðarhallar hófst, og viljayfirlýsing síðar undirrituð, sagði borgarstjóri að Reykjavíkurborg hafi sett svolítið fé til hliðar sem nýta mætti til verkefnisins. Tala sem nefnd hefur verið eru tveir milljarðar. Að lokinni frumathugun liggur þó fyrir að kostnaðarskiptingin verði nokkuð ójöfn, leggi borgin ekki meira til, en eins og fyrr segir er gert ráð fyrir því að uppbyggingin muni kosta fimmtán milljarða. Forsætisráðherra og borgarstjóri sögðu fyrr í janúarmánuði að þau væru bjartsýn um að samningar um kostnaðarskiptingu næðust í febrúar. Ásmundur Einar segir vel hafa gengið. „Nú erum við að forma það betur, það er samtal í gangi núna milli ríkis og borgar um kostnaðarskiptinguna á þessu. Þar er búið frá síðasta fundi að halda þrjá til fjóra fundi þar sem gengur mjög vel að ræða það hvernig aðkoma beggja aðila verður að þessu.“
Ný þjóðarhöll Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Rekstur hins opinbera Sprengisandur Tengdar fréttir Bjartsýn á að ná samningum um kostnaðarskiptingu í næsta mánuði Forsætisráðherra og borgarstjóri eru bjartsýn á að þeim takist að semja um kostnaðarskiptingu nýrrar Þjóðarhallar í febrúar og höllin rísi árið 2025. Borgarstjóri segir ljóst að borgin þurfi að kosta milljörðum til verkefnisins en hún hafi sett fé til hliðar. 16. janúar 2023 21:28 Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025. 16. janúar 2023 12:16 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Bjartsýn á að ná samningum um kostnaðarskiptingu í næsta mánuði Forsætisráðherra og borgarstjóri eru bjartsýn á að þeim takist að semja um kostnaðarskiptingu nýrrar Þjóðarhallar í febrúar og höllin rísi árið 2025. Borgarstjóri segir ljóst að borgin þurfi að kosta milljörðum til verkefnisins en hún hafi sett fé til hliðar. 16. janúar 2023 21:28
Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025. 16. janúar 2023 12:16
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda