Biden fær nýjan starfsmannastjóra Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2023 15:21 Jeff Zients og Joe Biden í bakgrunni. AP/Susan Walsh Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að Jeff Zients verður nýr starfsmannastjóri Hvíta hússins. Hann mun taka við af Ron Klain, sem hefur lengi starfað með Biden. Starfsmannavelta hefur verið tiltölulega lítil í Hvíta húsinu síðustu tvö ár. Zients hefur mikla reynslu af opinberum störfum vestanhafs og leiddi meðal annars viðbrögð ríkisstjórnar Bidens við faraldri Covid-19. Í yfirlýsingu sem hann sendi út í dag þakkar Biden Klain fyrir samstarf þeirra og segir þá hafa gengið gegnum ýmislegt síðustu 36 ár. Hann hafi verið fyrsta val forsetans til að taka við embætti starfsmannastjóra og saman hafi þeir náð miklum árangri. Klain mun láta af störfum í næstu viku en fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá því í síðustu viku að hann væri að segja upp. Þá kom meðal annars fram að hann hafi byrjað að velta vistaskiptum fyrir sér eftir síðustu þingkosningar. Vinnuálagið hafi verið mjög mikið í hvíta húsinu. Biden segir mikilvægt að fá hæfan mann í stað Klain og þar sé Zients kjörinn. Hann hafi tæklað einhver stærstu málefnin í stjórnkerfi Bandaríkjanna. Hann hafi til að mynda séð um endurbætur á skráningarkerfi opinberra sjúkratrygginga í forsetatíð Baracks Obama en opnun þess kerfis var mikið klúður á sínum tíma. Forsetinn segist sannfærður um að með Zients sér við hlið muni þeir halda áfram að berjast fyrir almenning í Bandaríkjunum. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Sjá meira
Zients hefur mikla reynslu af opinberum störfum vestanhafs og leiddi meðal annars viðbrögð ríkisstjórnar Bidens við faraldri Covid-19. Í yfirlýsingu sem hann sendi út í dag þakkar Biden Klain fyrir samstarf þeirra og segir þá hafa gengið gegnum ýmislegt síðustu 36 ár. Hann hafi verið fyrsta val forsetans til að taka við embætti starfsmannastjóra og saman hafi þeir náð miklum árangri. Klain mun láta af störfum í næstu viku en fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá því í síðustu viku að hann væri að segja upp. Þá kom meðal annars fram að hann hafi byrjað að velta vistaskiptum fyrir sér eftir síðustu þingkosningar. Vinnuálagið hafi verið mjög mikið í hvíta húsinu. Biden segir mikilvægt að fá hæfan mann í stað Klain og þar sé Zients kjörinn. Hann hafi tæklað einhver stærstu málefnin í stjórnkerfi Bandaríkjanna. Hann hafi til að mynda séð um endurbætur á skráningarkerfi opinberra sjúkratrygginga í forsetatíð Baracks Obama en opnun þess kerfis var mikið klúður á sínum tíma. Forsetinn segist sannfærður um að með Zients sér við hlið muni þeir halda áfram að berjast fyrir almenning í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Sjá meira