Aðför að réttindum launþega Birgir Dýrfjörð skrifar 27. janúar 2023 12:31 Þegar sáttasemjari skýrði frá á blaðamannafundi, að hann hefði ákveðið að taka samningsréttinn frá aðilum yfirstandandi kjaradeilu, þá var það rauður þráður í orðræðu hans, hvað Eflingarfólk tapaði miklum peningum ef það samþykkti ekki þá samninga, sem Starfsgreinasambandið, (SGS) og Samtök atvinnulífsins (SA) hafa nú þegar gert. Og á móti skírði hann ýtarlega hvað Eflingarfólk fengi mikið fé ef það samþykkti samninginn. Þessi ræða hans átti að vera baunadiskurinn, sem Eflingu var boðinn fyrir samningsrétt sinn. Þó Eflingarfólki skorti fé, þá fór því ekki eins og Esaú, að selja frumburðarrétt sinn fyrir baunadisk. Sáttasemjari ætlaði að hafa vit fyrir fákunnandi fólki, með því að svifta það sjálfsforræði yfir þeim einu verðmætum sem það á. Þau verðmæti eru líkamsstyrkur þess og vinnugeta og sjálfsvirðing. Óðagot og fum mannsins vakti athygli. Atkvæðagreiðslu um verkfall Eflingar var ekki lokið, hvað þá að verkfall hafi verið boðað. Samt stöðvar hann það, sem enginnn veit enn hvort verður, eða þá hvenær, - ætli hann stjórnist af dulrænum gáfum. Sáttasemjari hefur nú ekki lagt mikið á sig til fundahalda með samninganefnd Eflingar . Eini alvörufundurin var þegar aðilar hittust , og lýstu sínum kröfum,og báðir söðu þvert nei. Hvenær er fullreynt? Sáttasemjari sagði þá að fullreynt væri um samning. Sú ranga fullyrðing gefur tilefni til að rifja upp gamla reynslu. Árið 1957 var langt og harkalegt verkfall. Guðmundur „Jaki“ lýsti því verkfalli sem harkalegustu átökum, sem hann hafði lent í. Torfi Hjartarson, þrautreyndur sáttasemjari til margra ára, náði engu samkomulagi milli deiluaðila. Þá var Emil Jónsson, alþingismaður settur honum til aðstoðar. Emil fór í gamla slóð Stefáns Jóhanns Stefánssonar, sem árið 1943 var félagsmálaráðherra. Hann leysti þá illvíg átök á vinnumarkaði með loforði um að sett yrðu lög um orlof verkafólks. Orlof Íslendinga í dag eru því árangur af átökum launafólks. Emil fór sömu leið og Stefán Jóhann. Með aðkomu Alþingis tókst honum að ná sátt í deilunni með fyrirheiti ríkisstjórnar um það, að sett yrðu lög um atvinnuleysistryggingu fyrir launþega. Í dag þarf ekki að skýra fyrir neinum, ómetanlegt gildi atvinnuleysistryggingasjóðs. Hann varð til vegna samningsréttar og verkfalla stéttafélaganna. Torfi Hjartarson, Stefán Jóhann og Emil Jónsson, reyndu aldrei sem sáttasemjarar, að svifta samtök launþega samningsrétti sínum. Þeim hefði aldrei dottið í hug sú vanvirða, sem nú blasir við, - aldrei. Er nú ekki ráð, áður en öllu er kastað á haug, að kanna hvort ríkisvaldið hafi vilja til að koma að þessari deilu, t.d með lagasetningu sem dregur úr siðlausu okri á húsaleigumarkaði. Höfundur er rafvirki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Þegar sáttasemjari skýrði frá á blaðamannafundi, að hann hefði ákveðið að taka samningsréttinn frá aðilum yfirstandandi kjaradeilu, þá var það rauður þráður í orðræðu hans, hvað Eflingarfólk tapaði miklum peningum ef það samþykkti ekki þá samninga, sem Starfsgreinasambandið, (SGS) og Samtök atvinnulífsins (SA) hafa nú þegar gert. Og á móti skírði hann ýtarlega hvað Eflingarfólk fengi mikið fé ef það samþykkti samninginn. Þessi ræða hans átti að vera baunadiskurinn, sem Eflingu var boðinn fyrir samningsrétt sinn. Þó Eflingarfólki skorti fé, þá fór því ekki eins og Esaú, að selja frumburðarrétt sinn fyrir baunadisk. Sáttasemjari ætlaði að hafa vit fyrir fákunnandi fólki, með því að svifta það sjálfsforræði yfir þeim einu verðmætum sem það á. Þau verðmæti eru líkamsstyrkur þess og vinnugeta og sjálfsvirðing. Óðagot og fum mannsins vakti athygli. Atkvæðagreiðslu um verkfall Eflingar var ekki lokið, hvað þá að verkfall hafi verið boðað. Samt stöðvar hann það, sem enginnn veit enn hvort verður, eða þá hvenær, - ætli hann stjórnist af dulrænum gáfum. Sáttasemjari hefur nú ekki lagt mikið á sig til fundahalda með samninganefnd Eflingar . Eini alvörufundurin var þegar aðilar hittust , og lýstu sínum kröfum,og báðir söðu þvert nei. Hvenær er fullreynt? Sáttasemjari sagði þá að fullreynt væri um samning. Sú ranga fullyrðing gefur tilefni til að rifja upp gamla reynslu. Árið 1957 var langt og harkalegt verkfall. Guðmundur „Jaki“ lýsti því verkfalli sem harkalegustu átökum, sem hann hafði lent í. Torfi Hjartarson, þrautreyndur sáttasemjari til margra ára, náði engu samkomulagi milli deiluaðila. Þá var Emil Jónsson, alþingismaður settur honum til aðstoðar. Emil fór í gamla slóð Stefáns Jóhanns Stefánssonar, sem árið 1943 var félagsmálaráðherra. Hann leysti þá illvíg átök á vinnumarkaði með loforði um að sett yrðu lög um orlof verkafólks. Orlof Íslendinga í dag eru því árangur af átökum launafólks. Emil fór sömu leið og Stefán Jóhann. Með aðkomu Alþingis tókst honum að ná sátt í deilunni með fyrirheiti ríkisstjórnar um það, að sett yrðu lög um atvinnuleysistryggingu fyrir launþega. Í dag þarf ekki að skýra fyrir neinum, ómetanlegt gildi atvinnuleysistryggingasjóðs. Hann varð til vegna samningsréttar og verkfalla stéttafélaganna. Torfi Hjartarson, Stefán Jóhann og Emil Jónsson, reyndu aldrei sem sáttasemjarar, að svifta samtök launþega samningsrétti sínum. Þeim hefði aldrei dottið í hug sú vanvirða, sem nú blasir við, - aldrei. Er nú ekki ráð, áður en öllu er kastað á haug, að kanna hvort ríkisvaldið hafi vilja til að koma að þessari deilu, t.d með lagasetningu sem dregur úr siðlausu okri á húsaleigumarkaði. Höfundur er rafvirki.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun