Engin merki um sprengingu á skrokki Estonia Atli Ísleifsson skrifar 23. janúar 2023 10:30 Alls voru um þúsund manns um borð +i Estonia þegar ferjan sökk. 137 manns komust lífs af, en 852 fórust. Getty Engin merki eru um að farþegaferjan Estonia hafi rekist á skip eða annan fljótandi hlut áður en það sökk í miklu óveðri aðfaranótt 28. september 1994. Engin merki eru heldur um að sprenging hafi orðið og þannig grandað ferjunni. 852 fórust þegar ferjan sökk. Þetta eru meðal bráðabirgðaniðurstaðna nýrrar rannsóknar sem kynnt var í Eistlandi í morgun. Í frétt SVT segir að ráðist hafi verið í framkvæmd nýrrar rannsóknar eftir að myndir af áður óþekktum skemmdum á stjórnborðshlið skipsins voru sýndar í heimildarmynd Discovery, Estonia – uppgötvunin sem öllu breytir, árið 2020. Gatið er um fjórir metrar á hæð og 1,2 metrar þar sem það er breiðast. Kafarar á vegum eistneskra, sænskra og finnskra yfirvalda rannsökuðu í kjölfarið skrokk skipsins og voru bráðabirðaniðurstöður rannsóknarinnar kynntar í morgun. Voru þar birtar bæði myndir og myndskeið frá hafsbotni. Aðstandendur heimildarmyndarinnar notuðust meðal annars við köfunarvélmenni sem mynduðu skrokk skipsins og sást þá stærðarinnar gat á skrokki þess í fyrsta sinn. Skrokkurinn hefur hreyfst á síðustu árum sem hefur gert það að verkum að stjórnborðssíða skipsins er orðin sýnilegri. Umrætt gat sneri niður að sjálfum hafsbotninum og er það niðurstaða rannsakenda að skemmdirnar á skrokki skipsins hafi orðið vegna bergs á botninum. Ekki sé nokkur ástæða til að draga í efa skýrslu nefndar sem skilaði rannsóknarskýrslu sinni árið 1997. Niðurstaða þeirrar nefndar var að illa farin stafnhurð ferjunnar hafi losnað í óveðrinu sem hafi valdið því að mikið magn sjávar flæddi inn í ferjuna með þeim afleiðingum að hún sökk. Ferjan Estonia var leið frá eistnesku höfuðborginni Tallinn til sænsku höfuðborgarinnar Stokkhólms þegar hún sökk innan finnskrar lögsögu. Alls voru um þúsund manns um borð – 137 manns komust lífs af, en 852 fórust. Estonia-slysið Eistland Svíþjóð Finnland Tengdar fréttir Hefja nýja rannsókn á flaki Estonia í dag Ný rannsókn um orsök Estonia-slyssins hefst í dag og munu kafarar meðal annars halda niður að flaki farþegaferjunnar til að rannsaka gat á síðu skipsins sem sænskir heimildargerðarmenn uppgötvuðu í fyrra. Skipið hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september 1994. 9. júlí 2021 11:41 Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Fleiri fréttir Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Sjá meira
Þetta eru meðal bráðabirgðaniðurstaðna nýrrar rannsóknar sem kynnt var í Eistlandi í morgun. Í frétt SVT segir að ráðist hafi verið í framkvæmd nýrrar rannsóknar eftir að myndir af áður óþekktum skemmdum á stjórnborðshlið skipsins voru sýndar í heimildarmynd Discovery, Estonia – uppgötvunin sem öllu breytir, árið 2020. Gatið er um fjórir metrar á hæð og 1,2 metrar þar sem það er breiðast. Kafarar á vegum eistneskra, sænskra og finnskra yfirvalda rannsökuðu í kjölfarið skrokk skipsins og voru bráðabirðaniðurstöður rannsóknarinnar kynntar í morgun. Voru þar birtar bæði myndir og myndskeið frá hafsbotni. Aðstandendur heimildarmyndarinnar notuðust meðal annars við köfunarvélmenni sem mynduðu skrokk skipsins og sást þá stærðarinnar gat á skrokki þess í fyrsta sinn. Skrokkurinn hefur hreyfst á síðustu árum sem hefur gert það að verkum að stjórnborðssíða skipsins er orðin sýnilegri. Umrætt gat sneri niður að sjálfum hafsbotninum og er það niðurstaða rannsakenda að skemmdirnar á skrokki skipsins hafi orðið vegna bergs á botninum. Ekki sé nokkur ástæða til að draga í efa skýrslu nefndar sem skilaði rannsóknarskýrslu sinni árið 1997. Niðurstaða þeirrar nefndar var að illa farin stafnhurð ferjunnar hafi losnað í óveðrinu sem hafi valdið því að mikið magn sjávar flæddi inn í ferjuna með þeim afleiðingum að hún sökk. Ferjan Estonia var leið frá eistnesku höfuðborginni Tallinn til sænsku höfuðborgarinnar Stokkhólms þegar hún sökk innan finnskrar lögsögu. Alls voru um þúsund manns um borð – 137 manns komust lífs af, en 852 fórust.
Estonia-slysið Eistland Svíþjóð Finnland Tengdar fréttir Hefja nýja rannsókn á flaki Estonia í dag Ný rannsókn um orsök Estonia-slyssins hefst í dag og munu kafarar meðal annars halda niður að flaki farþegaferjunnar til að rannsaka gat á síðu skipsins sem sænskir heimildargerðarmenn uppgötvuðu í fyrra. Skipið hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september 1994. 9. júlí 2021 11:41 Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Fleiri fréttir Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Sjá meira
Hefja nýja rannsókn á flaki Estonia í dag Ný rannsókn um orsök Estonia-slyssins hefst í dag og munu kafarar meðal annars halda niður að flaki farþegaferjunnar til að rannsaka gat á síðu skipsins sem sænskir heimildargerðarmenn uppgötvuðu í fyrra. Skipið hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september 1994. 9. júlí 2021 11:41