Háskóli allra landsmanna... sem búa við strætóskýli Júlíus Viggó Ólafsson skrifar 23. janúar 2023 08:30 Háskóli Íslands er oft talinn háskóli allra landsmanna. Nú á dögunum hefur skotið upp kollinum umræða um gjaldskyldu á öllum bílastæðum háskólans. Samkvæmt viðtali Vísis við Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs HÍ, stendur til að þessi breyting verði væntanlega tekin upp á fundi háskólaráðs á þessu ári. Eðli málsins samkvæmt gengur slík gjaldtaka þvert á yfirlýst eþos skólans, enda augljóst að námsmenn hafa misjafnar ferðaþarfir eins og þeir eru margir. Það gefur augaleið að almenn gjaldskylda á bílastæðum háskólans myndi bitna hlutfallslega meira á þeim fjölmörgu stúdentum sem þurfa að keyra til að sækja nám sitt, þ.e.a.s. þeim sem búa á ytri svæðum höfuðborgarsvæðisins eða landsbyggðinni. Stúdentar sem bera nú þegar hærri kostnað við að sækja nám sitt og geta ekki reitt sig á strætókerfið til að komast leiða sinna. Svo má heldur ekki gleyma stúdentum sem eru foreldrar eða þurfa að sinna skyldum eins og vinnu, sem valda því að þeir einfaldlega þurfa að keyra til og frá skóla. Kristinn segir ástæðu þessarar mögulegu breytingar vera útvíkkun Reykjavíkurborgar á gjaldskyldum stæðum, og þar með þurfi innleiðingu á gjaldskyldu á stæðum háskólans til þess að sporna gegn því að aðilar sem ekki eiga erindi við skólann leggi í bílastæði hans. Hann bendir þó í sömu andrá á aðra lausn, sem er að mínu mati sú rétta, að setja einfaldlega upp lokunarpósta við bílastæðin sem veita starfsmönnum og nemendum aðgang án endurgjalds á meðan aðrir þurfa að greiða. En Kristinn telur þá lausn líklegri til að lúta í lægra haldi fyrir almennri gjaldskyldu á alla sem leggja. Málið er að háskólinn notar nú þegar kerfi sem veitir nemendum aðgang að svæðum skólans á sama tíma og það heldur öðrum frá: aðgangskort stúdenta, sem veita aðgang að byggingum skólans utan opnunartíma. Því er ekki langsótt að samskonar kerfi ætti að taka upp á bílastæðum skólans. Annað væri aðeins til þess að þyngja kostnað við nám hjá stórum hluta stúdenta að ástæðulausu. Þar sem um er að ræða mögulega aukningu á kostnaði náms fyrir stóran hluta stúdenta þá er þrúgandi þögn Röskvu gagnvart þessari gjaldtöku vægast sagt fíllinn í herberginu. Röskva sem leiðir Stúdentaráð með miklum meirihluta, 15 gegn 2, og segir grundvallarstefnu sína alltaf hafa verið þá sömu: Jafn réttur til náms. Maður hefði einmitt ímyndað sér að slíkt „sterkt hagsmunafélag stúdenta” myndi berjast með kjafti og klóm gegn því að stór hluti stúdenta þyrfti, að óþörfu, að greiða meira en aðrir fyrir það að sækja nám sitt. Af hverju hefur ekkert heyrst frá Röskvu? Er ástæða þess að fulltrúar Röskvu sofa á verðinum almenn andúð þeirraá bílum? Sambandsleysi þeirra við hinn almenna stúdent og útópískar hugmyndir þeirra um samgöngumáta framtíðarinnar? Blindar hugmyndafræðin þau frá grundvallarskyldu þeirra til að verja hagsmuni stúdentsins? Staðreyndin er sú að forystumenn Röskvu hafa á undanförnum árum markvisst talað fyrir fækkun bílastæða og gjaldskyldu, bæði opinberlega og á fundum Stúdentaráðs og háskólaþingum HÍ. Röskva hefur tekið þátt í og keyrt þessa umræðu áfram, þvert á vilja meirihluta stúdenta og helst utan heyrna þeirra. Ég hef áhyggjur af því að án inngrips munu núverandi fulltrúar Röskvu halda þeirri stefnu áfram, eða í það minnsta ekki standa á móti henni, á kostnað hins almenna stúdents. Höfundur er formaður málefnanefndar Vöku og býr í göngufjarlægð við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Bílastæði Háskólar Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands er oft talinn háskóli allra landsmanna. Nú á dögunum hefur skotið upp kollinum umræða um gjaldskyldu á öllum bílastæðum háskólans. Samkvæmt viðtali Vísis við Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs HÍ, stendur til að þessi breyting verði væntanlega tekin upp á fundi háskólaráðs á þessu ári. Eðli málsins samkvæmt gengur slík gjaldtaka þvert á yfirlýst eþos skólans, enda augljóst að námsmenn hafa misjafnar ferðaþarfir eins og þeir eru margir. Það gefur augaleið að almenn gjaldskylda á bílastæðum háskólans myndi bitna hlutfallslega meira á þeim fjölmörgu stúdentum sem þurfa að keyra til að sækja nám sitt, þ.e.a.s. þeim sem búa á ytri svæðum höfuðborgarsvæðisins eða landsbyggðinni. Stúdentar sem bera nú þegar hærri kostnað við að sækja nám sitt og geta ekki reitt sig á strætókerfið til að komast leiða sinna. Svo má heldur ekki gleyma stúdentum sem eru foreldrar eða þurfa að sinna skyldum eins og vinnu, sem valda því að þeir einfaldlega þurfa að keyra til og frá skóla. Kristinn segir ástæðu þessarar mögulegu breytingar vera útvíkkun Reykjavíkurborgar á gjaldskyldum stæðum, og þar með þurfi innleiðingu á gjaldskyldu á stæðum háskólans til þess að sporna gegn því að aðilar sem ekki eiga erindi við skólann leggi í bílastæði hans. Hann bendir þó í sömu andrá á aðra lausn, sem er að mínu mati sú rétta, að setja einfaldlega upp lokunarpósta við bílastæðin sem veita starfsmönnum og nemendum aðgang án endurgjalds á meðan aðrir þurfa að greiða. En Kristinn telur þá lausn líklegri til að lúta í lægra haldi fyrir almennri gjaldskyldu á alla sem leggja. Málið er að háskólinn notar nú þegar kerfi sem veitir nemendum aðgang að svæðum skólans á sama tíma og það heldur öðrum frá: aðgangskort stúdenta, sem veita aðgang að byggingum skólans utan opnunartíma. Því er ekki langsótt að samskonar kerfi ætti að taka upp á bílastæðum skólans. Annað væri aðeins til þess að þyngja kostnað við nám hjá stórum hluta stúdenta að ástæðulausu. Þar sem um er að ræða mögulega aukningu á kostnaði náms fyrir stóran hluta stúdenta þá er þrúgandi þögn Röskvu gagnvart þessari gjaldtöku vægast sagt fíllinn í herberginu. Röskva sem leiðir Stúdentaráð með miklum meirihluta, 15 gegn 2, og segir grundvallarstefnu sína alltaf hafa verið þá sömu: Jafn réttur til náms. Maður hefði einmitt ímyndað sér að slíkt „sterkt hagsmunafélag stúdenta” myndi berjast með kjafti og klóm gegn því að stór hluti stúdenta þyrfti, að óþörfu, að greiða meira en aðrir fyrir það að sækja nám sitt. Af hverju hefur ekkert heyrst frá Röskvu? Er ástæða þess að fulltrúar Röskvu sofa á verðinum almenn andúð þeirraá bílum? Sambandsleysi þeirra við hinn almenna stúdent og útópískar hugmyndir þeirra um samgöngumáta framtíðarinnar? Blindar hugmyndafræðin þau frá grundvallarskyldu þeirra til að verja hagsmuni stúdentsins? Staðreyndin er sú að forystumenn Röskvu hafa á undanförnum árum markvisst talað fyrir fækkun bílastæða og gjaldskyldu, bæði opinberlega og á fundum Stúdentaráðs og háskólaþingum HÍ. Röskva hefur tekið þátt í og keyrt þessa umræðu áfram, þvert á vilja meirihluta stúdenta og helst utan heyrna þeirra. Ég hef áhyggjur af því að án inngrips munu núverandi fulltrúar Röskvu halda þeirri stefnu áfram, eða í það minnsta ekki standa á móti henni, á kostnað hins almenna stúdents. Höfundur er formaður málefnanefndar Vöku og býr í göngufjarlægð við Háskóla Íslands.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun