Háskóli allra landsmanna... sem búa við strætóskýli Júlíus Viggó Ólafsson skrifar 23. janúar 2023 08:30 Háskóli Íslands er oft talinn háskóli allra landsmanna. Nú á dögunum hefur skotið upp kollinum umræða um gjaldskyldu á öllum bílastæðum háskólans. Samkvæmt viðtali Vísis við Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs HÍ, stendur til að þessi breyting verði væntanlega tekin upp á fundi háskólaráðs á þessu ári. Eðli málsins samkvæmt gengur slík gjaldtaka þvert á yfirlýst eþos skólans, enda augljóst að námsmenn hafa misjafnar ferðaþarfir eins og þeir eru margir. Það gefur augaleið að almenn gjaldskylda á bílastæðum háskólans myndi bitna hlutfallslega meira á þeim fjölmörgu stúdentum sem þurfa að keyra til að sækja nám sitt, þ.e.a.s. þeim sem búa á ytri svæðum höfuðborgarsvæðisins eða landsbyggðinni. Stúdentar sem bera nú þegar hærri kostnað við að sækja nám sitt og geta ekki reitt sig á strætókerfið til að komast leiða sinna. Svo má heldur ekki gleyma stúdentum sem eru foreldrar eða þurfa að sinna skyldum eins og vinnu, sem valda því að þeir einfaldlega þurfa að keyra til og frá skóla. Kristinn segir ástæðu þessarar mögulegu breytingar vera útvíkkun Reykjavíkurborgar á gjaldskyldum stæðum, og þar með þurfi innleiðingu á gjaldskyldu á stæðum háskólans til þess að sporna gegn því að aðilar sem ekki eiga erindi við skólann leggi í bílastæði hans. Hann bendir þó í sömu andrá á aðra lausn, sem er að mínu mati sú rétta, að setja einfaldlega upp lokunarpósta við bílastæðin sem veita starfsmönnum og nemendum aðgang án endurgjalds á meðan aðrir þurfa að greiða. En Kristinn telur þá lausn líklegri til að lúta í lægra haldi fyrir almennri gjaldskyldu á alla sem leggja. Málið er að háskólinn notar nú þegar kerfi sem veitir nemendum aðgang að svæðum skólans á sama tíma og það heldur öðrum frá: aðgangskort stúdenta, sem veita aðgang að byggingum skólans utan opnunartíma. Því er ekki langsótt að samskonar kerfi ætti að taka upp á bílastæðum skólans. Annað væri aðeins til þess að þyngja kostnað við nám hjá stórum hluta stúdenta að ástæðulausu. Þar sem um er að ræða mögulega aukningu á kostnaði náms fyrir stóran hluta stúdenta þá er þrúgandi þögn Röskvu gagnvart þessari gjaldtöku vægast sagt fíllinn í herberginu. Röskva sem leiðir Stúdentaráð með miklum meirihluta, 15 gegn 2, og segir grundvallarstefnu sína alltaf hafa verið þá sömu: Jafn réttur til náms. Maður hefði einmitt ímyndað sér að slíkt „sterkt hagsmunafélag stúdenta” myndi berjast með kjafti og klóm gegn því að stór hluti stúdenta þyrfti, að óþörfu, að greiða meira en aðrir fyrir það að sækja nám sitt. Af hverju hefur ekkert heyrst frá Röskvu? Er ástæða þess að fulltrúar Röskvu sofa á verðinum almenn andúð þeirraá bílum? Sambandsleysi þeirra við hinn almenna stúdent og útópískar hugmyndir þeirra um samgöngumáta framtíðarinnar? Blindar hugmyndafræðin þau frá grundvallarskyldu þeirra til að verja hagsmuni stúdentsins? Staðreyndin er sú að forystumenn Röskvu hafa á undanförnum árum markvisst talað fyrir fækkun bílastæða og gjaldskyldu, bæði opinberlega og á fundum Stúdentaráðs og háskólaþingum HÍ. Röskva hefur tekið þátt í og keyrt þessa umræðu áfram, þvert á vilja meirihluta stúdenta og helst utan heyrna þeirra. Ég hef áhyggjur af því að án inngrips munu núverandi fulltrúar Röskvu halda þeirri stefnu áfram, eða í það minnsta ekki standa á móti henni, á kostnað hins almenna stúdents. Höfundur er formaður málefnanefndar Vöku og býr í göngufjarlægð við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Bílastæði Háskólar Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman um velferð því örorka fer ekki í manngreinarálit María Pétursdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar – fyrir börnin Alma D. Möller skrifar Skoðun Styrkar stoðir Vinstri grænna Ynda Eldborg skrifar Skoðun Konur: ekki einsleitur hópur Bergrún Andradóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson skrifar Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson skrifar Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson skrifar Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Treystum Pírötum til góðra verka Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir skrifar Skoðun Raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun Magnús Gehringer skrifar Skoðun Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir skrifar Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands er oft talinn háskóli allra landsmanna. Nú á dögunum hefur skotið upp kollinum umræða um gjaldskyldu á öllum bílastæðum háskólans. Samkvæmt viðtali Vísis við Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs HÍ, stendur til að þessi breyting verði væntanlega tekin upp á fundi háskólaráðs á þessu ári. Eðli málsins samkvæmt gengur slík gjaldtaka þvert á yfirlýst eþos skólans, enda augljóst að námsmenn hafa misjafnar ferðaþarfir eins og þeir eru margir. Það gefur augaleið að almenn gjaldskylda á bílastæðum háskólans myndi bitna hlutfallslega meira á þeim fjölmörgu stúdentum sem þurfa að keyra til að sækja nám sitt, þ.e.a.s. þeim sem búa á ytri svæðum höfuðborgarsvæðisins eða landsbyggðinni. Stúdentar sem bera nú þegar hærri kostnað við að sækja nám sitt og geta ekki reitt sig á strætókerfið til að komast leiða sinna. Svo má heldur ekki gleyma stúdentum sem eru foreldrar eða þurfa að sinna skyldum eins og vinnu, sem valda því að þeir einfaldlega þurfa að keyra til og frá skóla. Kristinn segir ástæðu þessarar mögulegu breytingar vera útvíkkun Reykjavíkurborgar á gjaldskyldum stæðum, og þar með þurfi innleiðingu á gjaldskyldu á stæðum háskólans til þess að sporna gegn því að aðilar sem ekki eiga erindi við skólann leggi í bílastæði hans. Hann bendir þó í sömu andrá á aðra lausn, sem er að mínu mati sú rétta, að setja einfaldlega upp lokunarpósta við bílastæðin sem veita starfsmönnum og nemendum aðgang án endurgjalds á meðan aðrir þurfa að greiða. En Kristinn telur þá lausn líklegri til að lúta í lægra haldi fyrir almennri gjaldskyldu á alla sem leggja. Málið er að háskólinn notar nú þegar kerfi sem veitir nemendum aðgang að svæðum skólans á sama tíma og það heldur öðrum frá: aðgangskort stúdenta, sem veita aðgang að byggingum skólans utan opnunartíma. Því er ekki langsótt að samskonar kerfi ætti að taka upp á bílastæðum skólans. Annað væri aðeins til þess að þyngja kostnað við nám hjá stórum hluta stúdenta að ástæðulausu. Þar sem um er að ræða mögulega aukningu á kostnaði náms fyrir stóran hluta stúdenta þá er þrúgandi þögn Röskvu gagnvart þessari gjaldtöku vægast sagt fíllinn í herberginu. Röskva sem leiðir Stúdentaráð með miklum meirihluta, 15 gegn 2, og segir grundvallarstefnu sína alltaf hafa verið þá sömu: Jafn réttur til náms. Maður hefði einmitt ímyndað sér að slíkt „sterkt hagsmunafélag stúdenta” myndi berjast með kjafti og klóm gegn því að stór hluti stúdenta þyrfti, að óþörfu, að greiða meira en aðrir fyrir það að sækja nám sitt. Af hverju hefur ekkert heyrst frá Röskvu? Er ástæða þess að fulltrúar Röskvu sofa á verðinum almenn andúð þeirraá bílum? Sambandsleysi þeirra við hinn almenna stúdent og útópískar hugmyndir þeirra um samgöngumáta framtíðarinnar? Blindar hugmyndafræðin þau frá grundvallarskyldu þeirra til að verja hagsmuni stúdentsins? Staðreyndin er sú að forystumenn Röskvu hafa á undanförnum árum markvisst talað fyrir fækkun bílastæða og gjaldskyldu, bæði opinberlega og á fundum Stúdentaráðs og háskólaþingum HÍ. Röskva hefur tekið þátt í og keyrt þessa umræðu áfram, þvert á vilja meirihluta stúdenta og helst utan heyrna þeirra. Ég hef áhyggjur af því að án inngrips munu núverandi fulltrúar Röskvu halda þeirri stefnu áfram, eða í það minnsta ekki standa á móti henni, á kostnað hins almenna stúdents. Höfundur er formaður málefnanefndar Vöku og býr í göngufjarlægð við Háskóla Íslands.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar
Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun