Íbúar á Íslandi nálgast 400 þúsunda markið hratt og örugglega Jakob Bjarnar skrifar 20. janúar 2023 11:03 Samkvæmt Hagstofunni bjuggu 387.800 manns á Íslandi í lok fjórða ársfjórðungs 2022: „199.840 karlar, 187.840 konur og kynsegin/annað voru 130.“ vísir/vilhelm Landsmönnum fjölgaði um 2.570 á fjórða ársfjórðungi nýliðins árs. Þetta er samkvæmt tilkynningu sem finna má á vef Hagstofunnar. Þar kemur fram að samtals hafi 387.800 manns búið á Íslandi í lok fjórða ársfjórðungs 2022: „199.840 karlar, 187.840 konur og kynsegin/annað voru 130.“ Samkvæmt tilkynningu Hagstofunnar fjölgaði landsmönnum um 2.570 á ársfjórðungnum. Sé litið til skiptingar að teknu tilliti til búsetu er það svo að á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 247.590 manns en 140.210 á landsbyggðinni. „Á fjórða ársfjórðungi 2022 fæddust 1.040 börn en 650 einstaklingar létust. Á sama tíma fluttust 2.120 einstaklingar til landsins umfram brottflutta. Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 60 umfram aðflutta en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 2.170 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri karlar en konur fluttust frá landinu,“ segir í tilkynningunni. Brottfluttir Íslendingar fóru helst til Danmerkur en þangað fluttust 110 manns á umræddum ársfjórðungi. „Til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar fluttust 230 íslenskir ríkisborgarar af 430 alls. Af þeim 1.150 erlendu ríkisborgurum sem fluttust frá landinu fóru flestir til Póllands, 340 manns.“ Flestir aðfluttir komu einnig frá Danmörku eða 140. Frá Noregi komu 40 og Svíþjóð 70. Pólland er hins vegar upprunaland flestra erlendra ríkisborgara en þaðan fluttust 720 til landsins af alls 3.320 erlendum innflytjendum. „Úkraína kom næst en þaðan fluttust 580 erlendir ríkisborgarar til landsins. Erlendir ríkisborgarar voru 65.090 eða 16,8% af heildarmannfjöldanum.“ Mannfjöldi Innflytjendamál Húsnæðismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þetta er samkvæmt tilkynningu sem finna má á vef Hagstofunnar. Þar kemur fram að samtals hafi 387.800 manns búið á Íslandi í lok fjórða ársfjórðungs 2022: „199.840 karlar, 187.840 konur og kynsegin/annað voru 130.“ Samkvæmt tilkynningu Hagstofunnar fjölgaði landsmönnum um 2.570 á ársfjórðungnum. Sé litið til skiptingar að teknu tilliti til búsetu er það svo að á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 247.590 manns en 140.210 á landsbyggðinni. „Á fjórða ársfjórðungi 2022 fæddust 1.040 börn en 650 einstaklingar létust. Á sama tíma fluttust 2.120 einstaklingar til landsins umfram brottflutta. Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 60 umfram aðflutta en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 2.170 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri karlar en konur fluttust frá landinu,“ segir í tilkynningunni. Brottfluttir Íslendingar fóru helst til Danmerkur en þangað fluttust 110 manns á umræddum ársfjórðungi. „Til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar fluttust 230 íslenskir ríkisborgarar af 430 alls. Af þeim 1.150 erlendu ríkisborgurum sem fluttust frá landinu fóru flestir til Póllands, 340 manns.“ Flestir aðfluttir komu einnig frá Danmörku eða 140. Frá Noregi komu 40 og Svíþjóð 70. Pólland er hins vegar upprunaland flestra erlendra ríkisborgara en þaðan fluttust 720 til landsins af alls 3.320 erlendum innflytjendum. „Úkraína kom næst en þaðan fluttust 580 erlendir ríkisborgarar til landsins. Erlendir ríkisborgarar voru 65.090 eða 16,8% af heildarmannfjöldanum.“
Mannfjöldi Innflytjendamál Húsnæðismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira