Hvalverndarsamtök fylgjast með siglingu þessa skips Kristján Már Unnarsson skrifar 19. janúar 2023 18:08 Frystiskipið Silver Copenhagen. Hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation telja nokkuð víst að það flytji íslenska hvalkjötið. Fjord Shipping Alþjóðlegu hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgjast núna af áhuga með siglingu norska skipsins Silver Copenhagen yfir Indlandshaf. Þau telja nokkuð víst að farmur þess sé íslenskt hvalkjöt á leið til Japans. Í frétt á heimasíðu samtakanna í gær, um uppsetningu hvalkjötssjálfsala í Tókýó og fleiri borgum, kemur fram að um þrjúþúsund tonn af kjöti á leið til Japans sigli núna framhjá austur Afríku eftir að hafa verið flutt með leynd frá Íslandi um jólin. Ætlunin sé að flytja árlega langreyðarkjöt sem slátrað sé á Íslandi með samningi sem gæti mögulega haldið hnignandi hvalveiðum við Ísland gangandi. „Samkvæmt rannsóknum okkar er skipið sem flytur kjötið næstum örugglega „Silver Copenhagen“, sem núna er leið til Singapore,“ segir Astrid Fuchs í pósti til fréttastofu en hún stýrir stefnumótun samtakanna. Samkvæmt siglingasíðunni Marine Traffic er Silver Copenhagen núna við eyjuna Mauritius á leið yfir Indlandshaf með stefnu á Singapore. Græna línan táknar áætlaða siglingaleið.Marine Traffic Hún vísar til siglingasíðunnar Marinetraffic. Þar má sjá að norska skipið Silver Copenhagen er núna á siglingu á Indlandshafi sunnan við eyjuna Mauritius með Singapore sem næsta áfangastað. Skipið fór nýlega framhjá eyjunni Madagascar eftir að hafa siglt fyrir Góðrarvonarhöfða skammt frá Höfðaborg í Suður-Afríku. Frystiskipið Silver Copenhagen er í eigu skipafélagsins Fjord Shipping sem er með höfuðstöðvar í Måløy á vesturströnd Noregs. Í frétt Stöðvar 2 fyrir tíu dögum kom fram að flutningaskip hafi lestað hvalkjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól. Leið skipsins virðist því hafa legið suður Atlantshaf og niður með ströndum Afríku. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um útflutning hvalkjötsins: Hvalveiðar Japan Umhverfismál Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42 Fornir fjendur Hvals fylgjast grannt með hvalveiðunum Liðsmenn Bretlandsdeildar náttúruverndarsamtakanna Sea Shepherd fylgjast afar náið með hvalveiðum Hvals og hvalskurðinum í Hvalfirði. Sýnt er beint frá hvalskurðinum á Facebook-síðu samtakanna. 1. júlí 2022 16:56 Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Í frétt á heimasíðu samtakanna í gær, um uppsetningu hvalkjötssjálfsala í Tókýó og fleiri borgum, kemur fram að um þrjúþúsund tonn af kjöti á leið til Japans sigli núna framhjá austur Afríku eftir að hafa verið flutt með leynd frá Íslandi um jólin. Ætlunin sé að flytja árlega langreyðarkjöt sem slátrað sé á Íslandi með samningi sem gæti mögulega haldið hnignandi hvalveiðum við Ísland gangandi. „Samkvæmt rannsóknum okkar er skipið sem flytur kjötið næstum örugglega „Silver Copenhagen“, sem núna er leið til Singapore,“ segir Astrid Fuchs í pósti til fréttastofu en hún stýrir stefnumótun samtakanna. Samkvæmt siglingasíðunni Marine Traffic er Silver Copenhagen núna við eyjuna Mauritius á leið yfir Indlandshaf með stefnu á Singapore. Græna línan táknar áætlaða siglingaleið.Marine Traffic Hún vísar til siglingasíðunnar Marinetraffic. Þar má sjá að norska skipið Silver Copenhagen er núna á siglingu á Indlandshafi sunnan við eyjuna Mauritius með Singapore sem næsta áfangastað. Skipið fór nýlega framhjá eyjunni Madagascar eftir að hafa siglt fyrir Góðrarvonarhöfða skammt frá Höfðaborg í Suður-Afríku. Frystiskipið Silver Copenhagen er í eigu skipafélagsins Fjord Shipping sem er með höfuðstöðvar í Måløy á vesturströnd Noregs. Í frétt Stöðvar 2 fyrir tíu dögum kom fram að flutningaskip hafi lestað hvalkjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól. Leið skipsins virðist því hafa legið suður Atlantshaf og niður með ströndum Afríku. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um útflutning hvalkjötsins:
Hvalveiðar Japan Umhverfismál Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42 Fornir fjendur Hvals fylgjast grannt með hvalveiðunum Liðsmenn Bretlandsdeildar náttúruverndarsamtakanna Sea Shepherd fylgjast afar náið með hvalveiðum Hvals og hvalskurðinum í Hvalfirði. Sýnt er beint frá hvalskurðinum á Facebook-síðu samtakanna. 1. júlí 2022 16:56 Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42
Fornir fjendur Hvals fylgjast grannt með hvalveiðunum Liðsmenn Bretlandsdeildar náttúruverndarsamtakanna Sea Shepherd fylgjast afar náið með hvalveiðum Hvals og hvalskurðinum í Hvalfirði. Sýnt er beint frá hvalskurðinum á Facebook-síðu samtakanna. 1. júlí 2022 16:56
Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42