Hvalverndarsamtök fylgjast með siglingu þessa skips Kristján Már Unnarsson skrifar 19. janúar 2023 18:08 Frystiskipið Silver Copenhagen. Hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation telja nokkuð víst að það flytji íslenska hvalkjötið. Fjord Shipping Alþjóðlegu hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgjast núna af áhuga með siglingu norska skipsins Silver Copenhagen yfir Indlandshaf. Þau telja nokkuð víst að farmur þess sé íslenskt hvalkjöt á leið til Japans. Í frétt á heimasíðu samtakanna í gær, um uppsetningu hvalkjötssjálfsala í Tókýó og fleiri borgum, kemur fram að um þrjúþúsund tonn af kjöti á leið til Japans sigli núna framhjá austur Afríku eftir að hafa verið flutt með leynd frá Íslandi um jólin. Ætlunin sé að flytja árlega langreyðarkjöt sem slátrað sé á Íslandi með samningi sem gæti mögulega haldið hnignandi hvalveiðum við Ísland gangandi. „Samkvæmt rannsóknum okkar er skipið sem flytur kjötið næstum örugglega „Silver Copenhagen“, sem núna er leið til Singapore,“ segir Astrid Fuchs í pósti til fréttastofu en hún stýrir stefnumótun samtakanna. Samkvæmt siglingasíðunni Marine Traffic er Silver Copenhagen núna við eyjuna Mauritius á leið yfir Indlandshaf með stefnu á Singapore. Græna línan táknar áætlaða siglingaleið.Marine Traffic Hún vísar til siglingasíðunnar Marinetraffic. Þar má sjá að norska skipið Silver Copenhagen er núna á siglingu á Indlandshafi sunnan við eyjuna Mauritius með Singapore sem næsta áfangastað. Skipið fór nýlega framhjá eyjunni Madagascar eftir að hafa siglt fyrir Góðrarvonarhöfða skammt frá Höfðaborg í Suður-Afríku. Frystiskipið Silver Copenhagen er í eigu skipafélagsins Fjord Shipping sem er með höfuðstöðvar í Måløy á vesturströnd Noregs. Í frétt Stöðvar 2 fyrir tíu dögum kom fram að flutningaskip hafi lestað hvalkjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól. Leið skipsins virðist því hafa legið suður Atlantshaf og niður með ströndum Afríku. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um útflutning hvalkjötsins: Hvalveiðar Japan Umhverfismál Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42 Fornir fjendur Hvals fylgjast grannt með hvalveiðunum Liðsmenn Bretlandsdeildar náttúruverndarsamtakanna Sea Shepherd fylgjast afar náið með hvalveiðum Hvals og hvalskurðinum í Hvalfirði. Sýnt er beint frá hvalskurðinum á Facebook-síðu samtakanna. 1. júlí 2022 16:56 Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42 Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Í frétt á heimasíðu samtakanna í gær, um uppsetningu hvalkjötssjálfsala í Tókýó og fleiri borgum, kemur fram að um þrjúþúsund tonn af kjöti á leið til Japans sigli núna framhjá austur Afríku eftir að hafa verið flutt með leynd frá Íslandi um jólin. Ætlunin sé að flytja árlega langreyðarkjöt sem slátrað sé á Íslandi með samningi sem gæti mögulega haldið hnignandi hvalveiðum við Ísland gangandi. „Samkvæmt rannsóknum okkar er skipið sem flytur kjötið næstum örugglega „Silver Copenhagen“, sem núna er leið til Singapore,“ segir Astrid Fuchs í pósti til fréttastofu en hún stýrir stefnumótun samtakanna. Samkvæmt siglingasíðunni Marine Traffic er Silver Copenhagen núna við eyjuna Mauritius á leið yfir Indlandshaf með stefnu á Singapore. Græna línan táknar áætlaða siglingaleið.Marine Traffic Hún vísar til siglingasíðunnar Marinetraffic. Þar má sjá að norska skipið Silver Copenhagen er núna á siglingu á Indlandshafi sunnan við eyjuna Mauritius með Singapore sem næsta áfangastað. Skipið fór nýlega framhjá eyjunni Madagascar eftir að hafa siglt fyrir Góðrarvonarhöfða skammt frá Höfðaborg í Suður-Afríku. Frystiskipið Silver Copenhagen er í eigu skipafélagsins Fjord Shipping sem er með höfuðstöðvar í Måløy á vesturströnd Noregs. Í frétt Stöðvar 2 fyrir tíu dögum kom fram að flutningaskip hafi lestað hvalkjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól. Leið skipsins virðist því hafa legið suður Atlantshaf og niður með ströndum Afríku. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um útflutning hvalkjötsins:
Hvalveiðar Japan Umhverfismál Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42 Fornir fjendur Hvals fylgjast grannt með hvalveiðunum Liðsmenn Bretlandsdeildar náttúruverndarsamtakanna Sea Shepherd fylgjast afar náið með hvalveiðum Hvals og hvalskurðinum í Hvalfirði. Sýnt er beint frá hvalskurðinum á Facebook-síðu samtakanna. 1. júlí 2022 16:56 Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42 Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42
Fornir fjendur Hvals fylgjast grannt með hvalveiðunum Liðsmenn Bretlandsdeildar náttúruverndarsamtakanna Sea Shepherd fylgjast afar náið með hvalveiðum Hvals og hvalskurðinum í Hvalfirði. Sýnt er beint frá hvalskurðinum á Facebook-síðu samtakanna. 1. júlí 2022 16:56
Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42