Trump vill komast aftur á Facebook Bjarki Sigurðsson skrifar 18. janúar 2023 23:24 Donald Trump hefur óskað eftir því að komast aftur á Facebook. AP/Andrew Harnik Donald Trump vill komast aftur á Facebook eftir að hafa verið bannaður á miðlinum í kjölfar innrásarinnar í bandaríska þinghúsið í janúar árið 2021. Talið er að hann vilji komast þangað til þess að koma kosningaherferð sinni á flug en hann hefur tilkynnt um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna árið 2024. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var bannaður á bæði Facebook og Twitter í kjölfar innrásarinnar. Trump notaði Twitter aðgang sinn til að hvetja fólk til þess að mæta fyrir utan þinghúsið þar sem kjör Joe Biden til embættis forseta Bandaríkjanna fékk formlega afgreiðslu. Elon Musk, forstjóri og eigandi Twitter, aflétti banni Trump á sínum miðli á síðasta ári. Trump hafði þó lítinn áhuga á að snúa aftur þangað og vill frekar halda sig á miðlinum sem hann sjálfur stofnaði, Truth Social. Fréttamiðillinn NBC hefur fengið í hendurnar bréf sem kosningaskrifstofa Trump sendi Meta, móðurfélagi Facebook, í von um að fá aðgang hans til baka. Í bréfinu stendur meðal annars að bannið sé brenglað vegna umræðunnar í samfélaginu sem hefur smitað ímynd hans. Meta mun taka ákvörðun á næstu vikum en upphaflega var bannið varanlegt. Þó var það seinna gefið út að hann gæti mögulega fengið aðganginn aftur tveimur árum eftir að það var lokað á hann, í janúar 2023. Því ákvað skrifstofan að óska eftir aðganginum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Samfélagsmiðlar Meta Facebook Tengdar fréttir Twitter reikningi Trump lokað til frambúðar Twitter hefur lokað reikningi Donalds Trump til frambúðar. 8. janúar 2021 23:38 Facebook-aðgangur Trumps verður lokaður í tvö ár Facebook hefur ákveðið að loka Facebook- og Instagram-aðgöngum Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í tvö ár. Aðgöngum hans á samfélagsmiðlunum var lokað í janúar vegna færslna sem hann birti um árásina á bandaríska þinghúsið. 4. júní 2021 19:16 Trump fer í mál við samfélagsmiðlarisa Fyrrverandi Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur höfðað mál gegn samfélagsmiðlarisunum Facebook, Twitter og YouTube. Hann vill meina að brotið hafi verið á sér þegar hann var bannaður á miðlunum fyrr á árinu. 7. júlí 2021 20:01 Trump áfram í banni á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook staðfesti í dag bannið sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var settur í á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. 5. maí 2021 15:00 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Trudeau segir af sér Erlent Fleiri fréttir Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Sjá meira
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var bannaður á bæði Facebook og Twitter í kjölfar innrásarinnar. Trump notaði Twitter aðgang sinn til að hvetja fólk til þess að mæta fyrir utan þinghúsið þar sem kjör Joe Biden til embættis forseta Bandaríkjanna fékk formlega afgreiðslu. Elon Musk, forstjóri og eigandi Twitter, aflétti banni Trump á sínum miðli á síðasta ári. Trump hafði þó lítinn áhuga á að snúa aftur þangað og vill frekar halda sig á miðlinum sem hann sjálfur stofnaði, Truth Social. Fréttamiðillinn NBC hefur fengið í hendurnar bréf sem kosningaskrifstofa Trump sendi Meta, móðurfélagi Facebook, í von um að fá aðgang hans til baka. Í bréfinu stendur meðal annars að bannið sé brenglað vegna umræðunnar í samfélaginu sem hefur smitað ímynd hans. Meta mun taka ákvörðun á næstu vikum en upphaflega var bannið varanlegt. Þó var það seinna gefið út að hann gæti mögulega fengið aðganginn aftur tveimur árum eftir að það var lokað á hann, í janúar 2023. Því ákvað skrifstofan að óska eftir aðganginum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Samfélagsmiðlar Meta Facebook Tengdar fréttir Twitter reikningi Trump lokað til frambúðar Twitter hefur lokað reikningi Donalds Trump til frambúðar. 8. janúar 2021 23:38 Facebook-aðgangur Trumps verður lokaður í tvö ár Facebook hefur ákveðið að loka Facebook- og Instagram-aðgöngum Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í tvö ár. Aðgöngum hans á samfélagsmiðlunum var lokað í janúar vegna færslna sem hann birti um árásina á bandaríska þinghúsið. 4. júní 2021 19:16 Trump fer í mál við samfélagsmiðlarisa Fyrrverandi Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur höfðað mál gegn samfélagsmiðlarisunum Facebook, Twitter og YouTube. Hann vill meina að brotið hafi verið á sér þegar hann var bannaður á miðlunum fyrr á árinu. 7. júlí 2021 20:01 Trump áfram í banni á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook staðfesti í dag bannið sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var settur í á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. 5. maí 2021 15:00 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Trudeau segir af sér Erlent Fleiri fréttir Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Sjá meira
Twitter reikningi Trump lokað til frambúðar Twitter hefur lokað reikningi Donalds Trump til frambúðar. 8. janúar 2021 23:38
Facebook-aðgangur Trumps verður lokaður í tvö ár Facebook hefur ákveðið að loka Facebook- og Instagram-aðgöngum Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í tvö ár. Aðgöngum hans á samfélagsmiðlunum var lokað í janúar vegna færslna sem hann birti um árásina á bandaríska þinghúsið. 4. júní 2021 19:16
Trump fer í mál við samfélagsmiðlarisa Fyrrverandi Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur höfðað mál gegn samfélagsmiðlarisunum Facebook, Twitter og YouTube. Hann vill meina að brotið hafi verið á sér þegar hann var bannaður á miðlunum fyrr á árinu. 7. júlí 2021 20:01
Trump áfram í banni á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook staðfesti í dag bannið sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var settur í á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. 5. maí 2021 15:00