Hafa samþykkt 59 prósent umsókna um hlutdeildarlán Atli Ísleifsson skrifar 18. janúar 2023 13:42 Heildarkaupverð þessara 452 fasteigna nemur tæplega 18 milljörðum króna og þar af hafa verið veitt hlutdeildarlán fyrir 3,7 milljarða króna. Vísir/Vilhelm Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur samþykkt 59 prósent af þeim umsóknum sem borist hafa um hlutdeildarlán frá því að opnað var fyrir umsóknir í nóvember 2020. Í tilkynningu frá HMS er farið yfir málið og segir að af þeim 1.086 umsóknum sem hafa borist hafa 642 verið samþykktar. „Hlutdeildarlán hafa það að markmiði að bæta stöðu ungra og tekjulágra á húsnæðismarkaði. Láninu er ætlað að hjálpa fyrstu kaupendum undir ákveðnum tekjumörkum að brúa bilið við fasteignakaup, en lánað er allt að 30% fyrir útborgun en lántaki þarf að reiða fram a.m.k. 5% kaupverðs sjálfur. HMS sér um að greiða út og halda utan um hlutdeildarláni,“ segir í tilkynninguni. Flestir á aldrinum 24 til 33 ára Ennfremur kemur fram að samtals hafi 452 fjölskyldur fengið aðstoð við að kaupa sitt fyrsta heimili í gegnum hlutdeildarlán og telja þessar fjölskyldur um 830 einstaklinga. Um sé að ræða 618 fullorðna einstaklinga og 212 börn. „Ef aldursdreifing lántaka er skoðuð þá er meirihluti þeirra sem hafa sótt um á aldrinum 24-33 ára, eða 54%. Aldursdreifingin nær þó alveg frá 79 ára aldri og niður í 20 ára. Því er óhætt að segja að úrræðið nái til mjög breiðs aldurshóps,“ segir í tilkynningunni. Heildarkaupverð fasteigna tæplega 18 milljarðar Í tilkynningu HMS segir að heildarkaupverð þessara 452 fasteigna hafi numið tæplega 18 milljörðum króna og þar af hafi verið veitt hlutdeildarlán fyrir 3,7 milljarða króna. Að meðaltali þá nemi hlutdeildarlánið um 21 prósent af kaupverði eignanna. „Nú þegar hafa 12 hlutdeildarlán verið greidd upp af 452 og er uppgreiðslufjárhæð þeirra um 27 milljónum kr. hærri en upphafleg lánsfjárhæð, að meðaltali 2,3 milljónir per lán. Af þessum 12 lánum eru 5 vegna eigna á Selfossi, 2 á höfuðborgarsvæðinu og 2 á Akureyri. Að meðaltali hafa fasteignir hækkað um 32% frá því að viðskiptavinur kaupir þar til hann greiðir upp lánið.“ Húsnæðismál Neytendur Fasteignamarkaður Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Í tilkynningu frá HMS er farið yfir málið og segir að af þeim 1.086 umsóknum sem hafa borist hafa 642 verið samþykktar. „Hlutdeildarlán hafa það að markmiði að bæta stöðu ungra og tekjulágra á húsnæðismarkaði. Láninu er ætlað að hjálpa fyrstu kaupendum undir ákveðnum tekjumörkum að brúa bilið við fasteignakaup, en lánað er allt að 30% fyrir útborgun en lántaki þarf að reiða fram a.m.k. 5% kaupverðs sjálfur. HMS sér um að greiða út og halda utan um hlutdeildarláni,“ segir í tilkynninguni. Flestir á aldrinum 24 til 33 ára Ennfremur kemur fram að samtals hafi 452 fjölskyldur fengið aðstoð við að kaupa sitt fyrsta heimili í gegnum hlutdeildarlán og telja þessar fjölskyldur um 830 einstaklinga. Um sé að ræða 618 fullorðna einstaklinga og 212 börn. „Ef aldursdreifing lántaka er skoðuð þá er meirihluti þeirra sem hafa sótt um á aldrinum 24-33 ára, eða 54%. Aldursdreifingin nær þó alveg frá 79 ára aldri og niður í 20 ára. Því er óhætt að segja að úrræðið nái til mjög breiðs aldurshóps,“ segir í tilkynningunni. Heildarkaupverð fasteigna tæplega 18 milljarðar Í tilkynningu HMS segir að heildarkaupverð þessara 452 fasteigna hafi numið tæplega 18 milljörðum króna og þar af hafi verið veitt hlutdeildarlán fyrir 3,7 milljarða króna. Að meðaltali þá nemi hlutdeildarlánið um 21 prósent af kaupverði eignanna. „Nú þegar hafa 12 hlutdeildarlán verið greidd upp af 452 og er uppgreiðslufjárhæð þeirra um 27 milljónum kr. hærri en upphafleg lánsfjárhæð, að meðaltali 2,3 milljónir per lán. Af þessum 12 lánum eru 5 vegna eigna á Selfossi, 2 á höfuðborgarsvæðinu og 2 á Akureyri. Að meðaltali hafa fasteignir hækkað um 32% frá því að viðskiptavinur kaupir þar til hann greiðir upp lánið.“
Húsnæðismál Neytendur Fasteignamarkaður Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira