Skemmdir á sýningum Stríðsárasafnsins vegna mikils leka Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2023 07:00 Frá Stríðsárasafninu á Reyðarfirði. Stöð 2 Mikils leka hefur orðið vart í sýningarhúsnæði Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði eftir áramót og hafa sýningar safnsins orðið fyrir tjóni. Sagt er frá málinu í fundargerð bæjarráðs Fjarðabyggðar þar sem stjórn Menningarstofu og Safnastofnunar sveitarfélagsins leggja til við ráðið að tryggð verði varsla muna. Ennfremur segir telur stjórn að ekki sé hægt að hafa sýningu í núverandi húsnæði miðað við ástand þess. Nauðsynlegt sé að bregðast sem fyrst við til að forða frekara tjóni á sýningum. Pétur Þór Sörensson, forstöðumaður Safnastofnunar Fjarðabyggðar, sem rekur Stríðsárasafnið, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi og vísaði á upplýsingafulltrúa sveitarfélagsins. Gamlir hertrukkar á lóð Stríðsárasafnsins.Stöð 2 Haraldur Líndal Haraldsson, upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar, segir að sérstakur myndaveggur með afritum af ljósmyndum hafi skemmst talsvert í rigningaveðri síðustu vikurnar. „Þetta eru engar verulegar skemmdir og er búið að ganga frá safnmunum þannig að ekki verði frekara tjón. Nú er verið að meta skemmdirnar og hvað þurfi að gera.“ Haraldur segir að safnið sé ekki í hættu og að safnið muni opna á ný í byrjun júní líkt og fyrirhugað var. Safnið er opið yfir sumarmánuðina, frá byrjun júnímánaðar til loka ágúst. Meta kostnað við endurbyggingu bragganna Lekaskemmdirnar nú koma í kjölfar mikils óveðurs sem gekk yfir Austurland í september síðastliðinn. Þar urðu miklar skemmdir á bröggum frá stríðstímanum sem voru á lóðinni en hafa nú verið fjarlægðir. Á fundi bæjarráðs á mánudag segir að bæjarráð feli framkvæmdasviði sveitarfélagsins að leggja mat á kostnað við endurbyggingu á bröggunum. Reist árið 1995 Á vef Fjarðabyggðar kemur fram að Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði hafi verið reist árið 1995 í þeim tilgangi að gera fólki kleift að ferðast aftur til daga hersetunnar og ýmist rifja upp gömul kynni eða stofna til nýrra. „Megináhersla er lögð á lífið á stríðsárunum og áhrif hersetunnar á íslensku þjóðina og sýningar safnsins snúast um að koma þeim til skila á lifandi og skemmtilegan hátt. Gestum gefst kostur á að fara inn í bragga og bíósal, auk þess að skoða muni og fjölda mynda frá stríðsárunum.“ Fjarðabyggð Söfn Seinni heimsstyrjöldin Menning Tengdar fréttir Stríðsárasafn nýtur starfskrafta eldri borgara og unglingspilts Eldri borgarar í Fjarðabyggð annast gæslu Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði, samkvæmt sérstökum samningi við sveitarfélagið. Fjórtán ára piltur, klæddur ógnvekjandi hermannabúningi, fékk þó sumarstarf með gamla fólkinu. 31. júlí 2022 22:02 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Sjá meira
Sagt er frá málinu í fundargerð bæjarráðs Fjarðabyggðar þar sem stjórn Menningarstofu og Safnastofnunar sveitarfélagsins leggja til við ráðið að tryggð verði varsla muna. Ennfremur segir telur stjórn að ekki sé hægt að hafa sýningu í núverandi húsnæði miðað við ástand þess. Nauðsynlegt sé að bregðast sem fyrst við til að forða frekara tjóni á sýningum. Pétur Þór Sörensson, forstöðumaður Safnastofnunar Fjarðabyggðar, sem rekur Stríðsárasafnið, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi og vísaði á upplýsingafulltrúa sveitarfélagsins. Gamlir hertrukkar á lóð Stríðsárasafnsins.Stöð 2 Haraldur Líndal Haraldsson, upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar, segir að sérstakur myndaveggur með afritum af ljósmyndum hafi skemmst talsvert í rigningaveðri síðustu vikurnar. „Þetta eru engar verulegar skemmdir og er búið að ganga frá safnmunum þannig að ekki verði frekara tjón. Nú er verið að meta skemmdirnar og hvað þurfi að gera.“ Haraldur segir að safnið sé ekki í hættu og að safnið muni opna á ný í byrjun júní líkt og fyrirhugað var. Safnið er opið yfir sumarmánuðina, frá byrjun júnímánaðar til loka ágúst. Meta kostnað við endurbyggingu bragganna Lekaskemmdirnar nú koma í kjölfar mikils óveðurs sem gekk yfir Austurland í september síðastliðinn. Þar urðu miklar skemmdir á bröggum frá stríðstímanum sem voru á lóðinni en hafa nú verið fjarlægðir. Á fundi bæjarráðs á mánudag segir að bæjarráð feli framkvæmdasviði sveitarfélagsins að leggja mat á kostnað við endurbyggingu á bröggunum. Reist árið 1995 Á vef Fjarðabyggðar kemur fram að Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði hafi verið reist árið 1995 í þeim tilgangi að gera fólki kleift að ferðast aftur til daga hersetunnar og ýmist rifja upp gömul kynni eða stofna til nýrra. „Megináhersla er lögð á lífið á stríðsárunum og áhrif hersetunnar á íslensku þjóðina og sýningar safnsins snúast um að koma þeim til skila á lifandi og skemmtilegan hátt. Gestum gefst kostur á að fara inn í bragga og bíósal, auk þess að skoða muni og fjölda mynda frá stríðsárunum.“
Fjarðabyggð Söfn Seinni heimsstyrjöldin Menning Tengdar fréttir Stríðsárasafn nýtur starfskrafta eldri borgara og unglingspilts Eldri borgarar í Fjarðabyggð annast gæslu Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði, samkvæmt sérstökum samningi við sveitarfélagið. Fjórtán ára piltur, klæddur ógnvekjandi hermannabúningi, fékk þó sumarstarf með gamla fólkinu. 31. júlí 2022 22:02 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Sjá meira
Stríðsárasafn nýtur starfskrafta eldri borgara og unglingspilts Eldri borgarar í Fjarðabyggð annast gæslu Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði, samkvæmt sérstökum samningi við sveitarfélagið. Fjórtán ára piltur, klæddur ógnvekjandi hermannabúningi, fékk þó sumarstarf með gamla fólkinu. 31. júlí 2022 22:02