Mönnun sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar 18. janúar 2023 10:31 Vissu þið að það voru fleiri stöðugildi sjúkraliða á Landspítalanum árið 2016 heldur en voru árið 2021? Á þessu sama fimm ára tímabili hefur mannfjöldi á Íslandi aukist um tæplega 40 þúsund sem er tvöfaldur íbúafjöldi Akureyrar og meira en allur íbúafjöldi Kópavogs. Þá hefur fjöldi eldri borgara aukist um tæp 19% á þessum fimm árum en það er sá hópur sem eðli málsins samkvæmt leitar meira til heilbrigðiskerfisins en aðrir aldurshópar. Jafnframt hefur árlegur fjöldi erlendra ferðamenna aukist frá 2015 um hálfa milljón en þetta er einnig hópur sem þarf stundum að leita eftir heilbrigðisþjónustu. Samræmist þetta þessari „stórsókn“ stjórnvalda sem iðulega er tala um þegar kemur að heilbrigðiskerfinu? Ætti „stórsóknin“ ekki birtast í fleiri sjúkraliðum? Eitt af því sem starfsfólk Landspítalans hefur árum saman bent á, er mönnunarvandi hjúkrunar. Nú er hann staðfestur, svart á hvítu, í glænýju svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, alþingismanns. Megin viðfangsefni sjúkraliða er nærhjúkrun og það vantar fleiri sjúkraliða inn á Landspítalann, sem og á aðrar heilbrigðisstofnanir. Fjöldi stöðugilda sjúkraliða hjá Reykjavíkurborg hefur sömuleiðis fækkað á þessu fimm ára tímabili. Fjöldinn hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur nánast staðið í stað en lítilsháttar fjölgun hefur átt sér stað hjá flestum heilbrigðisstofnunum út á landi en þó ekki öllum. Engin lágmarksviðmið Það sem er einnig sláandi í svari ráðherrans eru eftirfarandi orð: „Ráðuneytið hefur ekki sett viðmið um mönnun sjúkraliða á heilbrigðisstofnunum“. Af hverju er það ekki löngu búið? Þó segir í svarinu að nú fari fram „umfangsmikil mönnunargreining þvert á heilbrigðiskerfið“ og að sérstakt landsráð um menntun og mönnun hafi verið að störfum í tæp tvö ár. Það sem vekur einnig athygli er að „Landspítalinn skilgreinir ekki lágmarksviðmið um mönnun sjúkraliða, heldur miðar við fjármögnuð stöðugildi sem lágmarksstöðugildi.“ Þetta segir okkur að fjármagnið ræður för en ekki þörfin. Ef fjármagnið lækkar þá virðist lágmarksmönnun minnka. Að lokum má sérstaklega flagga orðum ráðherra sem segir að „allar stofnanirnar eru með svokallaða verkfallslista sem sendir eru til stéttarfélaga. Slíkir listar eru hugsaðir sem öryggislistar þar sem skilgreind er lágmarksmönnun til að halda starfseminni gangandi til skemmri tíma.“ Það verður að viðurkennast að hér er verið að benda á afar sérstaka leið til að skilgreina lágmarksmönnun, - út frá verkfallslistum! Um 50% sjúkraliða starfa við annað Til að tryggja megi sem best gæði þjónustunnar og öryggi sjúklinga, og ekki síst skynsama notkun fjármuna, þarf fjöldi starfsmanna sem vinna við hjúkrun, að vera í samræmi við umfang og eðli þjónustunnar hverju sinni. Á Íslandi höfum við verið að mennta fjöldann allan af sjúkraliðum sem kjósa svo að starfa við eitthvað allt annað en fagið. Gild starfsleyfi sjúkraliða eru ríflega 5.200 en um 2.200 starfa við fagið. Um þessar mundir eru um 600 einstaklingar í sjúkraliðanámi, en um helmingur þeirra sem útskrifast munu leita á önnur mið og starfa við annað. Ástæðurnar eru augljósar, óviðunandi launakjör og krefjandi starfsaðstæður, en byrjunarlaun þeirra á eru 448.025 kr. Framundan eru kjaraviðræður við sjúkraliða. Stjórnvöld ættu að standa við yfirlýsingar sínar um að gera betur við heilbrigðisstarfsfólk og sýna vilja í verki með því hækka grunnlaunin og beita sér fyrir betra starfsumhverfi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Landspítalinn Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Vissu þið að það voru fleiri stöðugildi sjúkraliða á Landspítalanum árið 2016 heldur en voru árið 2021? Á þessu sama fimm ára tímabili hefur mannfjöldi á Íslandi aukist um tæplega 40 þúsund sem er tvöfaldur íbúafjöldi Akureyrar og meira en allur íbúafjöldi Kópavogs. Þá hefur fjöldi eldri borgara aukist um tæp 19% á þessum fimm árum en það er sá hópur sem eðli málsins samkvæmt leitar meira til heilbrigðiskerfisins en aðrir aldurshópar. Jafnframt hefur árlegur fjöldi erlendra ferðamenna aukist frá 2015 um hálfa milljón en þetta er einnig hópur sem þarf stundum að leita eftir heilbrigðisþjónustu. Samræmist þetta þessari „stórsókn“ stjórnvalda sem iðulega er tala um þegar kemur að heilbrigðiskerfinu? Ætti „stórsóknin“ ekki birtast í fleiri sjúkraliðum? Eitt af því sem starfsfólk Landspítalans hefur árum saman bent á, er mönnunarvandi hjúkrunar. Nú er hann staðfestur, svart á hvítu, í glænýju svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, alþingismanns. Megin viðfangsefni sjúkraliða er nærhjúkrun og það vantar fleiri sjúkraliða inn á Landspítalann, sem og á aðrar heilbrigðisstofnanir. Fjöldi stöðugilda sjúkraliða hjá Reykjavíkurborg hefur sömuleiðis fækkað á þessu fimm ára tímabili. Fjöldinn hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur nánast staðið í stað en lítilsháttar fjölgun hefur átt sér stað hjá flestum heilbrigðisstofnunum út á landi en þó ekki öllum. Engin lágmarksviðmið Það sem er einnig sláandi í svari ráðherrans eru eftirfarandi orð: „Ráðuneytið hefur ekki sett viðmið um mönnun sjúkraliða á heilbrigðisstofnunum“. Af hverju er það ekki löngu búið? Þó segir í svarinu að nú fari fram „umfangsmikil mönnunargreining þvert á heilbrigðiskerfið“ og að sérstakt landsráð um menntun og mönnun hafi verið að störfum í tæp tvö ár. Það sem vekur einnig athygli er að „Landspítalinn skilgreinir ekki lágmarksviðmið um mönnun sjúkraliða, heldur miðar við fjármögnuð stöðugildi sem lágmarksstöðugildi.“ Þetta segir okkur að fjármagnið ræður för en ekki þörfin. Ef fjármagnið lækkar þá virðist lágmarksmönnun minnka. Að lokum má sérstaklega flagga orðum ráðherra sem segir að „allar stofnanirnar eru með svokallaða verkfallslista sem sendir eru til stéttarfélaga. Slíkir listar eru hugsaðir sem öryggislistar þar sem skilgreind er lágmarksmönnun til að halda starfseminni gangandi til skemmri tíma.“ Það verður að viðurkennast að hér er verið að benda á afar sérstaka leið til að skilgreina lágmarksmönnun, - út frá verkfallslistum! Um 50% sjúkraliða starfa við annað Til að tryggja megi sem best gæði þjónustunnar og öryggi sjúklinga, og ekki síst skynsama notkun fjármuna, þarf fjöldi starfsmanna sem vinna við hjúkrun, að vera í samræmi við umfang og eðli þjónustunnar hverju sinni. Á Íslandi höfum við verið að mennta fjöldann allan af sjúkraliðum sem kjósa svo að starfa við eitthvað allt annað en fagið. Gild starfsleyfi sjúkraliða eru ríflega 5.200 en um 2.200 starfa við fagið. Um þessar mundir eru um 600 einstaklingar í sjúkraliðanámi, en um helmingur þeirra sem útskrifast munu leita á önnur mið og starfa við annað. Ástæðurnar eru augljósar, óviðunandi launakjör og krefjandi starfsaðstæður, en byrjunarlaun þeirra á eru 448.025 kr. Framundan eru kjaraviðræður við sjúkraliða. Stjórnvöld ættu að standa við yfirlýsingar sínar um að gera betur við heilbrigðisstarfsfólk og sýna vilja í verki með því hækka grunnlaunin og beita sér fyrir betra starfsumhverfi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun