Eilíft líf líklega handan seilingar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. janúar 2023 08:51 Margt fróðlegt kom fram á málþingi Læknadaga um langlífi, meðal annars að ákveðin gen vernda eikur gegn sjúkdómum og stuðla þannig að langlífi þeirra. Tæplega 300 núlifandi einstaklingar eru eldri en 110 ára gamlir, svokallaðir „íturöldungar“. Sá elsti er 118 ára og sá næst elsti 115 ára. Fjórir einstaklingar á Norðurlöndum tilheyra hópnum en Íslendingur hefur aldrei náð þessu marki; sá elsti varð 109 ára. Þetta var meðal þess sem kom fram á Læknadögum í gær, þegar fjallað var um langlífi frá hinum ýmsu sjónarhornum. Fyrirlesarar, allir sérfræðingar á sínu sviði, voru sammála um tvennt; að margt spilaði inni í og að eilíft líf væri líklega handan seilingar. Uppfært: Elsta manneskja heims, systir Andre, lést í gær. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, greindi frá rannsóknum fyrirtækisins á langlífi og harmaði það að hafa ekki fundið langlífisgenið. Hann talaði einnig um það hvernig spá mætti fyrir um tíma til dauða útfrá prótínum en minnti jafnframt á að grípa mætti inn í með ákveðnum forvörnum. Sérfræðingarnir voru sammála um að lífslengd réðist af ýmsum þáttum og Kári sagði tilviljun, og heppni, þeirra á meðal. Hann benti á samspil erfða og umhverfis og tók lungnakrabbamein sem dæmi: Langflest tilfelli lungnakrabba mætti rekja til reykinga en ákveðin gen gerðu menn líklegri til að reykja. Þá ætti heilinn stóran hlut að máli, þar sem hann stjórnaði hegðun okkar og þar af leiðandi umhverfisþáttum sem hefðu áhrif á lífslengd. Langlífi og ónæmiskerfið Helga Margrét Ögmundsdóttir, læknir og ónæmisfræðingur, fjallaði meðal annars um mislangan líftíma ólíkra lífvera og velti upp þeirri spurningu hvaða áhrif ónæmiskerfið hefði á lífslíkur. Hún nefndi Grænlandshákarlinn sem dæmi, sem hefði frumstætt ónæmiskerfi en yrði engu að síður mörg hundruð ára gamall. Þorskurinn væri annað en báðir ættu það sameiginlegt að dvelja djúpt í hafinu, þar sem umhverfislegt áreiti væri takmarkað. Fram kom á málþinginu að ef menn vildu stuðla að langlífi þyrfti að setja meira fjármagn í heilbrigðiskerfið. Helga greindi frá rannsóknum á áhrifum þess að fjarlægja týmus (hóstarkirtilinn) úr börnum, sem er stundum gert i hjartaaðgerðum. Hún sagði spurninguna áleitna, þar sem týmus væri uppeldisstöð T-fruma og vísbendingar væru uppi um að ónæmiskerfisbúskapur umræddra einstaklinga væri í raun að sýna merki öldrunar, það er að segja að þróunin væri svipuð og hjá eldri einstaklingum. Börnin væru þó heilsuhraust í dag og sýndu engin merki um vanbúið ónæmiskerfi. Helga sagði ónæmiskerfið klárlega stuðla að langlífi með beinum hætti, það er að segja að það verndaði okkur frá sýkingum og sjúkdómum. Nokkuð var rætt um góða heilsu þeirra sem næðu því að verða fjörgamlir en Jón Snædal öldrunarlæknir sagði málið ekki alveg svo einfalt. Rannsóknir í Danmörku hefðu sýnt að um helmingur þeirra sem næðu háum aldri upplifðu sig heilsuhrausta en hinn helmingurinn ætti við ýmis heilsufarsvandamál að etja. Það var Jón sem lagði til nýyrðið „íturöldungur“ um þá sem hafa náð þeim mikla áfanga að verða 110 ára en hann sagði menn velta fyrir sér fýsileika þess að lengja líf fólks sem allra mest. Ýmsar rannsóknir og tilraunir væru í gangi hvað þetta varðaði, til að mynda á áhrifum metformíns á langlífi. „Hvenær verður maður gamall?“ Síðasti ræðumaður málþingsins var Jón Eyjólfur Jónsson öldrunarlæknir, sem fjallaði um lífsgæði á heimspekilegum en léttum nótum. Hann minntist þess meðal annars hvernig flestir skjólstæðingar hans hefðu verið tannlausir á árum áður en nú væru nær allir sem til hans leituðu vel tenntir. Hvað er að vera gamall? Meistari Rembrandt kom við sögu á málþinginu. „Ljón deyja þegar þau verða tannlaus,“ sagði Jón en þrátt fyrir að lífsgæði væru vissulega mælanleg með spurningalistum skipti upplifun einstaklingsins höfuðmáli. Lífsgæði tengdust heilbrigðu líferni og heilsu en væru líka huglæg, alveg eins og aldurinn sjálfur. „Hvenær verður maður gamall?“ spurði Jón og varpaði mynd af tónlistarmanninum Keith Richards á skjáinn. Það kom ítrekað fram að heilbrigt líferni ætti að sjálfsögðu stóran þátt í því að stuðla að langlífi, þar sem það væri besta ein forvörnum gegn sjúkdómum og dauða. Lífstílstengdir sjúkdómar væru í raun ein helsta váin sem steðjaði að manninum og ættu líklega stóran þátt í því að lífslíkur væru farnar að standa í stað, til að mynda í Bandaríkjunum. Er aldur ekki annars afstæður?Getty/FilmMagic/Taylor Hill „Lengi býr að fyrstu gerð,“ ítrekaði Helga í pallborði þegar spurning kom úr salnum um áhrif lífstílssjúkdóma á lífslíkur, meðal annars fitulifur í börnum. Hún sagði að eitt sinn hefði því verið spáð að yngri kynslóðir myndu ná háum aldri. „En á hún eftir að verða svona gömul?“ spurði Helga. „Ég er ekkert svo viss um það.“ Sérfræðingarnir ræddu mikilvægi góðrar meltingarflóru og sögðu einnig mikilvægt að fækka árum vanheilsu. Það væri ekki nóg að lifa lengur, menn vildu auðvitað líka lifa við góða heilsu. Aðrir þættir sem rannsóknir hefðu sýnt að skiptu máli væru menntun og staða. Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir, sagðist öfunda þá lækna sem nú væru að hefja störf. Mikið ætti eftir að gerast á næstu árum og áratugum varðandi þekkingu og möguleika á íhlutun. En „einhvers staðar eru mörkin,“ sagði hann um langlífið. „Eilíft líf er líklega óhugsandi, þótt tilhugsunin sé merkileg og heillandi,“ bætti hann við. Stríð og smitsjúkdómar yrðu líklega ekki þeir þættir sem myndu draga úr lífslíkum heldur lífstílssjúkdómar. Þar væri mikið verk að vinna, fyrir „alla í þessum sal og þá sem koma á eftir okkur“. Uppfært: Í fyrri útgáfu var Helgu Margréti ruglað við nöfnu sína Margréti Helgu Ögmundsdóttur, sérfræðing í frumu- og sameindalíffræði, sem einnig átti að flytja erindi á málþinginu en forfallaðist. Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Þetta var meðal þess sem kom fram á Læknadögum í gær, þegar fjallað var um langlífi frá hinum ýmsu sjónarhornum. Fyrirlesarar, allir sérfræðingar á sínu sviði, voru sammála um tvennt; að margt spilaði inni í og að eilíft líf væri líklega handan seilingar. Uppfært: Elsta manneskja heims, systir Andre, lést í gær. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, greindi frá rannsóknum fyrirtækisins á langlífi og harmaði það að hafa ekki fundið langlífisgenið. Hann talaði einnig um það hvernig spá mætti fyrir um tíma til dauða útfrá prótínum en minnti jafnframt á að grípa mætti inn í með ákveðnum forvörnum. Sérfræðingarnir voru sammála um að lífslengd réðist af ýmsum þáttum og Kári sagði tilviljun, og heppni, þeirra á meðal. Hann benti á samspil erfða og umhverfis og tók lungnakrabbamein sem dæmi: Langflest tilfelli lungnakrabba mætti rekja til reykinga en ákveðin gen gerðu menn líklegri til að reykja. Þá ætti heilinn stóran hlut að máli, þar sem hann stjórnaði hegðun okkar og þar af leiðandi umhverfisþáttum sem hefðu áhrif á lífslengd. Langlífi og ónæmiskerfið Helga Margrét Ögmundsdóttir, læknir og ónæmisfræðingur, fjallaði meðal annars um mislangan líftíma ólíkra lífvera og velti upp þeirri spurningu hvaða áhrif ónæmiskerfið hefði á lífslíkur. Hún nefndi Grænlandshákarlinn sem dæmi, sem hefði frumstætt ónæmiskerfi en yrði engu að síður mörg hundruð ára gamall. Þorskurinn væri annað en báðir ættu það sameiginlegt að dvelja djúpt í hafinu, þar sem umhverfislegt áreiti væri takmarkað. Fram kom á málþinginu að ef menn vildu stuðla að langlífi þyrfti að setja meira fjármagn í heilbrigðiskerfið. Helga greindi frá rannsóknum á áhrifum þess að fjarlægja týmus (hóstarkirtilinn) úr börnum, sem er stundum gert i hjartaaðgerðum. Hún sagði spurninguna áleitna, þar sem týmus væri uppeldisstöð T-fruma og vísbendingar væru uppi um að ónæmiskerfisbúskapur umræddra einstaklinga væri í raun að sýna merki öldrunar, það er að segja að þróunin væri svipuð og hjá eldri einstaklingum. Börnin væru þó heilsuhraust í dag og sýndu engin merki um vanbúið ónæmiskerfi. Helga sagði ónæmiskerfið klárlega stuðla að langlífi með beinum hætti, það er að segja að það verndaði okkur frá sýkingum og sjúkdómum. Nokkuð var rætt um góða heilsu þeirra sem næðu því að verða fjörgamlir en Jón Snædal öldrunarlæknir sagði málið ekki alveg svo einfalt. Rannsóknir í Danmörku hefðu sýnt að um helmingur þeirra sem næðu háum aldri upplifðu sig heilsuhrausta en hinn helmingurinn ætti við ýmis heilsufarsvandamál að etja. Það var Jón sem lagði til nýyrðið „íturöldungur“ um þá sem hafa náð þeim mikla áfanga að verða 110 ára en hann sagði menn velta fyrir sér fýsileika þess að lengja líf fólks sem allra mest. Ýmsar rannsóknir og tilraunir væru í gangi hvað þetta varðaði, til að mynda á áhrifum metformíns á langlífi. „Hvenær verður maður gamall?“ Síðasti ræðumaður málþingsins var Jón Eyjólfur Jónsson öldrunarlæknir, sem fjallaði um lífsgæði á heimspekilegum en léttum nótum. Hann minntist þess meðal annars hvernig flestir skjólstæðingar hans hefðu verið tannlausir á árum áður en nú væru nær allir sem til hans leituðu vel tenntir. Hvað er að vera gamall? Meistari Rembrandt kom við sögu á málþinginu. „Ljón deyja þegar þau verða tannlaus,“ sagði Jón en þrátt fyrir að lífsgæði væru vissulega mælanleg með spurningalistum skipti upplifun einstaklingsins höfuðmáli. Lífsgæði tengdust heilbrigðu líferni og heilsu en væru líka huglæg, alveg eins og aldurinn sjálfur. „Hvenær verður maður gamall?“ spurði Jón og varpaði mynd af tónlistarmanninum Keith Richards á skjáinn. Það kom ítrekað fram að heilbrigt líferni ætti að sjálfsögðu stóran þátt í því að stuðla að langlífi, þar sem það væri besta ein forvörnum gegn sjúkdómum og dauða. Lífstílstengdir sjúkdómar væru í raun ein helsta váin sem steðjaði að manninum og ættu líklega stóran þátt í því að lífslíkur væru farnar að standa í stað, til að mynda í Bandaríkjunum. Er aldur ekki annars afstæður?Getty/FilmMagic/Taylor Hill „Lengi býr að fyrstu gerð,“ ítrekaði Helga í pallborði þegar spurning kom úr salnum um áhrif lífstílssjúkdóma á lífslíkur, meðal annars fitulifur í börnum. Hún sagði að eitt sinn hefði því verið spáð að yngri kynslóðir myndu ná háum aldri. „En á hún eftir að verða svona gömul?“ spurði Helga. „Ég er ekkert svo viss um það.“ Sérfræðingarnir ræddu mikilvægi góðrar meltingarflóru og sögðu einnig mikilvægt að fækka árum vanheilsu. Það væri ekki nóg að lifa lengur, menn vildu auðvitað líka lifa við góða heilsu. Aðrir þættir sem rannsóknir hefðu sýnt að skiptu máli væru menntun og staða. Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir, sagðist öfunda þá lækna sem nú væru að hefja störf. Mikið ætti eftir að gerast á næstu árum og áratugum varðandi þekkingu og möguleika á íhlutun. En „einhvers staðar eru mörkin,“ sagði hann um langlífið. „Eilíft líf er líklega óhugsandi, þótt tilhugsunin sé merkileg og heillandi,“ bætti hann við. Stríð og smitsjúkdómar yrðu líklega ekki þeir þættir sem myndu draga úr lífslíkum heldur lífstílssjúkdómar. Þar væri mikið verk að vinna, fyrir „alla í þessum sal og þá sem koma á eftir okkur“. Uppfært: Í fyrri útgáfu var Helgu Margréti ruglað við nöfnu sína Margréti Helgu Ögmundsdóttur, sérfræðing í frumu- og sameindalíffræði, sem einnig átti að flytja erindi á málþinginu en forfallaðist.
Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira