Telur mengunina líklegustu skýringuna á daglegum blóðnösum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2023 20:01 Rannveig segir eiginlega alla á heimilinu finna fyrir slappleika og líkamlegum einkennum sem þau telja stafa af bílamengun. Fjölskyldan er búsett við Sæbraut, eina mestu umferðaræð Reykjavíkur. Vísir/Arnar Líklegt er talið að met hafi verið slegið í mengun af völdum útblásturs bíla á þessari öld. Reykvíkingar segja mengunina farna að hafa áhrif á heilsuna og kalla eftir tafarlausum aðgerðum. Mikil köfnunarefnisdíoxíðsmengun hefur mælst í borginni á fyrstu fimmtán dögum þessa árs. Í meira en fjörutíu klukkustundir frá ársbyrjun hefur mengunin farið yfir 200 stig en það má samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins aðeins gerast átján sinnum á ári. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun í loftgæðum, telur líklegt að þar með sé búið að slá mengunarmet á þessari öld. Hann segir í samtali við fréttastofu að í það minnsta sé um að ræða metmengun í allavega áratug en það á eftir að sannreyna hversu langt er síðan köfnunarefnisdíoxíðsmengun var svona mikil. Og íbúar eru byrjaðir að finna fyrir heilsufarseinkennum vegna mengunarinnar. „Ég byrja persónulega alla daga á blóðnasir. Og er yfir allan daginn með smá blóðnasir,“ segir Rannveig Ernudóttir, formaður íbúaráðs Laugardals. Það eru ekki einu einkennin. Kverkaskítur, höfuðverkir og slappleiki eru þar á meðal og segist hún hafa kannað alla aðra mögulega orsakavalda. „Er þetta mygla, er þetta lélegt ónæmiskerfi? Ég er búin að útiloka í rauninni allt,“ segir Rannveig. Og það eina sem stendur eftir er búseta við umferðaræðina Sæbraut. Rannveig er ekki ein um að finna fyrir einkennum á heimilinu en börnin hennar hafa fundið fyrir miklum slappleika á þessum miklu mengunardögum. „Þá er maður kominn í þann vítahring að ef þau eru slöpp er maður ekki að senda þau gangandi í skólann. En þá tek ég líka þátt í þessum vítahring,“ segir Rannveig. „Við getum ekki opnað glugga. Það er bara ekki hægt því þá fáum við alla mengunina inn til okkar. Þetta er orðið mjög hvimleitt og mjög aðkallandi að það sé farið í aðgerðir og eitthvað gert í þessum málum.“ Stjórnvöld þurfi að setjast niður, móta skýra stefnu og fylgja henni eftir. „Eigum við að láta reyna á það að bílar sem enda á oddatölu keyra ekki í dag? Hvað ef þeir gera það ekki, hvað er þá gert? Þarna þarf að skýra hlutina.“ Reykjavík Loftgæði Umhverfismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Köfnunardíoxíðsmengun tvöfalt meiri fyrstu tvær vikurnar en má á heilu ári Styrkur köfnunardíoxíðs hefur farið tvöfalt oftar yfir klukkustundarmörk á fyrstu tveimur vikum janúar en hann á að gera á heilu ári. Sérfræðingur hjá umhverfisstofnun segir að búast megi áfram við mikilli mengun næstu daga. 16. janúar 2023 23:11 Fer ekki eftir tillögu starfshóps um að skipa starfshóp Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að fara ekki að tillögu starfshóps um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum mengunar, um að skipa starfshóp um fjármögnun björgunarsveita. Afstaða til tillagna fyrrnefnda starfshópsins verður tekin eftir samtal við björgunarsveitir. 16. janúar 2023 15:16 Óþolandi ástand vegna loftmengunar Stjórn Landverndar telur að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi ítrekað upplifað óþolandi ástand vegna loftmengunar. Mengunin sé algjörlega óviðunandi og kallað er eftir aðgerðum. 11. janúar 2023 13:25 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Mikil köfnunarefnisdíoxíðsmengun hefur mælst í borginni á fyrstu fimmtán dögum þessa árs. Í meira en fjörutíu klukkustundir frá ársbyrjun hefur mengunin farið yfir 200 stig en það má samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins aðeins gerast átján sinnum á ári. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun í loftgæðum, telur líklegt að þar með sé búið að slá mengunarmet á þessari öld. Hann segir í samtali við fréttastofu að í það minnsta sé um að ræða metmengun í allavega áratug en það á eftir að sannreyna hversu langt er síðan köfnunarefnisdíoxíðsmengun var svona mikil. Og íbúar eru byrjaðir að finna fyrir heilsufarseinkennum vegna mengunarinnar. „Ég byrja persónulega alla daga á blóðnasir. Og er yfir allan daginn með smá blóðnasir,“ segir Rannveig Ernudóttir, formaður íbúaráðs Laugardals. Það eru ekki einu einkennin. Kverkaskítur, höfuðverkir og slappleiki eru þar á meðal og segist hún hafa kannað alla aðra mögulega orsakavalda. „Er þetta mygla, er þetta lélegt ónæmiskerfi? Ég er búin að útiloka í rauninni allt,“ segir Rannveig. Og það eina sem stendur eftir er búseta við umferðaræðina Sæbraut. Rannveig er ekki ein um að finna fyrir einkennum á heimilinu en börnin hennar hafa fundið fyrir miklum slappleika á þessum miklu mengunardögum. „Þá er maður kominn í þann vítahring að ef þau eru slöpp er maður ekki að senda þau gangandi í skólann. En þá tek ég líka þátt í þessum vítahring,“ segir Rannveig. „Við getum ekki opnað glugga. Það er bara ekki hægt því þá fáum við alla mengunina inn til okkar. Þetta er orðið mjög hvimleitt og mjög aðkallandi að það sé farið í aðgerðir og eitthvað gert í þessum málum.“ Stjórnvöld þurfi að setjast niður, móta skýra stefnu og fylgja henni eftir. „Eigum við að láta reyna á það að bílar sem enda á oddatölu keyra ekki í dag? Hvað ef þeir gera það ekki, hvað er þá gert? Þarna þarf að skýra hlutina.“
Reykjavík Loftgæði Umhverfismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Köfnunardíoxíðsmengun tvöfalt meiri fyrstu tvær vikurnar en má á heilu ári Styrkur köfnunardíoxíðs hefur farið tvöfalt oftar yfir klukkustundarmörk á fyrstu tveimur vikum janúar en hann á að gera á heilu ári. Sérfræðingur hjá umhverfisstofnun segir að búast megi áfram við mikilli mengun næstu daga. 16. janúar 2023 23:11 Fer ekki eftir tillögu starfshóps um að skipa starfshóp Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að fara ekki að tillögu starfshóps um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum mengunar, um að skipa starfshóp um fjármögnun björgunarsveita. Afstaða til tillagna fyrrnefnda starfshópsins verður tekin eftir samtal við björgunarsveitir. 16. janúar 2023 15:16 Óþolandi ástand vegna loftmengunar Stjórn Landverndar telur að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi ítrekað upplifað óþolandi ástand vegna loftmengunar. Mengunin sé algjörlega óviðunandi og kallað er eftir aðgerðum. 11. janúar 2023 13:25 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Köfnunardíoxíðsmengun tvöfalt meiri fyrstu tvær vikurnar en má á heilu ári Styrkur köfnunardíoxíðs hefur farið tvöfalt oftar yfir klukkustundarmörk á fyrstu tveimur vikum janúar en hann á að gera á heilu ári. Sérfræðingur hjá umhverfisstofnun segir að búast megi áfram við mikilli mengun næstu daga. 16. janúar 2023 23:11
Fer ekki eftir tillögu starfshóps um að skipa starfshóp Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að fara ekki að tillögu starfshóps um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum mengunar, um að skipa starfshóp um fjármögnun björgunarsveita. Afstaða til tillagna fyrrnefnda starfshópsins verður tekin eftir samtal við björgunarsveitir. 16. janúar 2023 15:16
Óþolandi ástand vegna loftmengunar Stjórn Landverndar telur að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi ítrekað upplifað óþolandi ástand vegna loftmengunar. Mengunin sé algjörlega óviðunandi og kallað er eftir aðgerðum. 11. janúar 2023 13:25