Viðskipti innlent

Vilhjálmur Pétursson ráðinn sjóðstjóri hjá LSR

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Í tilkynningu kemur fram að Vilhjálmur hafi starfað sem sérfræðingur og verkefnastjóri hjá fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans frá árinu 2012.
Í tilkynningu kemur fram að Vilhjálmur hafi starfað sem sérfræðingur og verkefnastjóri hjá fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans frá árinu 2012. LSR

LSR hefur ráðið Vilhjálm Pétursson í starf sjóðstjóra á eignastýringasviði. Vilhjálmur kemur inn í innlent teymi eignastýringar, með áherslu á óskráð verðbréf og fjárfestingagreiningar. Hann mun hefja störf hjá LSR innan skamms.

Í tilkynningu kemur fram að Vilhjálmur hafi starfað sem sérfræðingur og verkefnastjóri hjá fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans frá árinu 2012. Hann hefur stýrt og tekið þátt í fjölbreyttum fjárfestingaverkefnum og hefur víðtæka reynslu af fjármálamarkaði. 

Hann er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands frá 2009 og MS-gráðu í fjármálum og alþjóðaviðskiptum frá Aarhus School of Business frá 2011. Vilhjálmur hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

LSR er stærsti og elsti lífeyrissjóður landsins en upphaf sjóðsins má rekja aftur til ársins 1919. Yfir 53.000 sjóðfélagar ýmist greiða nú til sjóðsins eða fá greiddan lífeyri og voru heildareignir um 1.347 milljarðar við síðasta uppgjör. Sjóðurinn er stéttarfélagstengdur lífeyrissjóður sem tryggir sjóðfélögum sínum og fjölskyldum þeirra víðtæk réttindi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×