Tvennt hægt að gera við tillögurnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 15. janúar 2023 20:31 Mikilvægt er að halda því grundvallaratriði til haga, í umræðum um stjórnarskrármál Íslands, að stjórnlagaráði var aldrei falið það verkefni af stjórnvöldum að semja nýja stjórnarskrá. Til þess hafði ráðið einfaldlega ekkert umboð. Stjórnlagaráði var þannig einungis falið að „gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands“ eins og fram kemur í þingsályktun Alþingis um skipun ráðsins. Vert er einnig að hafa í huga að tekið var skýrt fram í kynningarbæklingi, sem sendur var á hvert heimili í landinu í aðdraganda ráðgefandi þjóðaratkvæðis um tillögur stjórnlagaráðs sem fram fór haustið 2012, að Alþingi hefði síðasta orðið í samræmi við stjórnskipun landsins um það hvort og þá að hve miklu leyti tillögurnar yrðu nýttar við endurskoðun á stjórnarskránni. Hið sama kom fram á kjörseðlinum: „Stjórnarskrá er breytt þannig að frumvarp er lagt fram á Alþingi. Það er rætt við þrjár umræður og getur tekið breytingum í meðförum þingsins. Verði frumvarpið samþykkt skal rjúfa Alþingi og kjósa nýtt þing. Frumvarpið er þá lagt fram að nýju og samþykki Alþingi það óbreytt taka breytingarnar gildi að fenginni staðfestingu forseta.“ Lykilatriðið hér er vitanlega orðalagið „verði frumvarpið samþykkt“. „Falið ráðgefandi hlutverk við Alþingi“ Farið var yfir það í kynningarbæklingnum með greinargóðum hætti að stjórnlagaráði hefði einungis verið „falið ráðgefandi hlutverk við Alþingi“ eins og kæmi fram í greinargerð með þingsályktunartillögunni um skipun ráðsins. Þjóðaratkvæðið væri að sama skapi einungis ráðgefandi enda væri þinginu óheimilt samkvæmt stjórnarskránni að framselja lagasetningarvald sitt með bindandi hætti. Hér kemur einnig við sögu ákvæði stjórnarskrárinnar um að þingmenn séu einungis bundnir af sannfæringu sinni og ekki neinum reglum frá kjósendum. Nokkuð sem einnig er að finna í tillögum stjórnlagaráðs. Fullyrðingar um að Alþingi ráði ekki við stjórnarskrárbreytingar eru óneitanlega nokkuð sérstakar í ljósi þess að í tillögum ráðsins er gert ráð fyrir því að þingið gegni lykilhlutverki við slíkar breytingar. Færa má þannig gild rök fyrir því að niðurstöðu þjóðaratkvæðisins hafi þegar verið hrint í framkvæmd. Þannig var samþykkt í því að tillögur stjórnlagaráðs yrðu „lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“ sem var og gert. Hins vegar náði frumvarpið einfaldlega ekki fram að ganga enda síðasta orðið hjá Alþingi í þeim efnum líkt og áréttað var bæði í kynningarbæklingnum og á kjörseðlinum. Kjósendur upplýstir um leikreglurnar Fyrir vikið er alveg ljóst á hvaða forsendum þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram. Kjósendur voru fyllilega upplýstir um það hvaða leikreglur giltu um framhald málsins og í ljósi þess greiddu þeir atkvæði sín. Niðurstaðan varð sú að innan við helmingur kjósenda á kjörskrá sá ástæðu til þess að mæta á kjörstað og um þriðjungur þeirra lýsti sig hlynntan því að frumvarp yrði lagt fram byggt á tillögum stjórnlagaráðs. Tal um það að kjósendur hafi verið sviknir stenzt þannig enga skoðun. Ekki verður heldur séð að kjósendur sjálfir telji sig svikna. Fjórum sinnum hefur til að mynda verið kosið til Alþingis frá því að ráðgefandi þjóðaratkvæðið fór fram og fengu framboð hlynnt því að skipta um stjórnarskrá mest um þriðjung atkvæða í kosningunum 2013 og í þeim síðustu, haustið 2021, minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Tvennt er hægt að gera við tillögur stjórnlagaráðs með tilliti til umboðs ráðsins og þær forsendur sem lágu til grundvallar ráðgefandi þjóðaratkvæðinu. Annað hvort að líta á tillögurnar eins og þær voru alltaf hugsaðar, sem innlegg í þá vinnu að gera breytingar á stjórnarskránni þar sem þess er talin þörf, eða að hafa þær einfaldlega að engu í ljósi þess að umrædd vinna var ekki í samræmi við umboð ráðsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Stjórnlagaþing Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi. Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægt er að halda því grundvallaratriði til haga, í umræðum um stjórnarskrármál Íslands, að stjórnlagaráði var aldrei falið það verkefni af stjórnvöldum að semja nýja stjórnarskrá. Til þess hafði ráðið einfaldlega ekkert umboð. Stjórnlagaráði var þannig einungis falið að „gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands“ eins og fram kemur í þingsályktun Alþingis um skipun ráðsins. Vert er einnig að hafa í huga að tekið var skýrt fram í kynningarbæklingi, sem sendur var á hvert heimili í landinu í aðdraganda ráðgefandi þjóðaratkvæðis um tillögur stjórnlagaráðs sem fram fór haustið 2012, að Alþingi hefði síðasta orðið í samræmi við stjórnskipun landsins um það hvort og þá að hve miklu leyti tillögurnar yrðu nýttar við endurskoðun á stjórnarskránni. Hið sama kom fram á kjörseðlinum: „Stjórnarskrá er breytt þannig að frumvarp er lagt fram á Alþingi. Það er rætt við þrjár umræður og getur tekið breytingum í meðförum þingsins. Verði frumvarpið samþykkt skal rjúfa Alþingi og kjósa nýtt þing. Frumvarpið er þá lagt fram að nýju og samþykki Alþingi það óbreytt taka breytingarnar gildi að fenginni staðfestingu forseta.“ Lykilatriðið hér er vitanlega orðalagið „verði frumvarpið samþykkt“. „Falið ráðgefandi hlutverk við Alþingi“ Farið var yfir það í kynningarbæklingnum með greinargóðum hætti að stjórnlagaráði hefði einungis verið „falið ráðgefandi hlutverk við Alþingi“ eins og kæmi fram í greinargerð með þingsályktunartillögunni um skipun ráðsins. Þjóðaratkvæðið væri að sama skapi einungis ráðgefandi enda væri þinginu óheimilt samkvæmt stjórnarskránni að framselja lagasetningarvald sitt með bindandi hætti. Hér kemur einnig við sögu ákvæði stjórnarskrárinnar um að þingmenn séu einungis bundnir af sannfæringu sinni og ekki neinum reglum frá kjósendum. Nokkuð sem einnig er að finna í tillögum stjórnlagaráðs. Fullyrðingar um að Alþingi ráði ekki við stjórnarskrárbreytingar eru óneitanlega nokkuð sérstakar í ljósi þess að í tillögum ráðsins er gert ráð fyrir því að þingið gegni lykilhlutverki við slíkar breytingar. Færa má þannig gild rök fyrir því að niðurstöðu þjóðaratkvæðisins hafi þegar verið hrint í framkvæmd. Þannig var samþykkt í því að tillögur stjórnlagaráðs yrðu „lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“ sem var og gert. Hins vegar náði frumvarpið einfaldlega ekki fram að ganga enda síðasta orðið hjá Alþingi í þeim efnum líkt og áréttað var bæði í kynningarbæklingnum og á kjörseðlinum. Kjósendur upplýstir um leikreglurnar Fyrir vikið er alveg ljóst á hvaða forsendum þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram. Kjósendur voru fyllilega upplýstir um það hvaða leikreglur giltu um framhald málsins og í ljósi þess greiddu þeir atkvæði sín. Niðurstaðan varð sú að innan við helmingur kjósenda á kjörskrá sá ástæðu til þess að mæta á kjörstað og um þriðjungur þeirra lýsti sig hlynntan því að frumvarp yrði lagt fram byggt á tillögum stjórnlagaráðs. Tal um það að kjósendur hafi verið sviknir stenzt þannig enga skoðun. Ekki verður heldur séð að kjósendur sjálfir telji sig svikna. Fjórum sinnum hefur til að mynda verið kosið til Alþingis frá því að ráðgefandi þjóðaratkvæðið fór fram og fengu framboð hlynnt því að skipta um stjórnarskrá mest um þriðjung atkvæða í kosningunum 2013 og í þeim síðustu, haustið 2021, minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Tvennt er hægt að gera við tillögur stjórnlagaráðs með tilliti til umboðs ráðsins og þær forsendur sem lágu til grundvallar ráðgefandi þjóðaratkvæðinu. Annað hvort að líta á tillögurnar eins og þær voru alltaf hugsaðar, sem innlegg í þá vinnu að gera breytingar á stjórnarskránni þar sem þess er talin þörf, eða að hafa þær einfaldlega að engu í ljósi þess að umrædd vinna var ekki í samræmi við umboð ráðsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar