„Ert ekki með einhvern jólajeppa sem vinnur á á bílaverkstæði“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. janúar 2023 20:31 Í Handkastinu furðuðu menn sig á hversu fáar mínútur varamenn Íslands fengu í sigrinum gegn Portúgal. Vísir/Vilhelm Í nýjasta hlaðvarpsþætti HM Handkastsins var eðlilega farið yfir sigur Íslands á Portúgal. Þrátt fyrir góðan sigur hafa menn nú þegar áhyggjur af spiltíma sumra leikmanna Íslands og veltu fyrir sér af hverju fleiri leikmenn fengu ekki mínútur gegn Portúgal. Að venju er það Arnar Daði Arnarsson, Sérfræðingurinn, sem stýrir HM Handkastinu en með honum að þessu sinni voru Styrmir Sigurðsson og svo Steve Dagskrá bræður, þeir Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson. „Gummi [Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari] rúllaði á níu mönnum held ég. Bara Elliði Snær [Viðarsson] og Ýmir Örn [Gíslason] sem skipta og svo kemur Janus [Daði Smárason] inn í fjórar mínútur. Hann er að keyra á sama liðinu trekk í trekk.“ Arnar Daði hrósaði Guðjóni Guðmundssyni, Gaupa, fyrir að spá þessu í HM pallborði Vísis í aðdraganda leiksins. „Þetta var það nákvæmlega það sama og hann sagði. Ég var hræddur því Ómar Ingi [Magnússon] virkaði þreyttur í fyrri leiknum á móti Þjóðverjum á lagardag og var hvíldur á sunnudag. Ég hef áhyggjur af þessu, það eru níu leikir í úrslitaleikinn.“ „Maður spyr sig, þegar þú ert kominn í svona klassa: Af hverju ætti Viggó [Kristjánsson] ekki að geta spilað tíu mínútur? Þú ert ekki með einhvern jólajeppa sem vinnur á á bílaverkstæði og mætir á þriðju hverju æfingu,“ sagði Arnar Daði einnig. „Þetta var ekki Teddi Ponza á bekknum, þetta voru alvöru gæjar þarna,“ skaut Vilhjálmur inn í. Umræðan um mínútufjölda leikmanna hefst þegar tæpar 40 mínútur eru liðnar af HM Handkastinu. Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Handkastið Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Sjá meira
Að venju er það Arnar Daði Arnarsson, Sérfræðingurinn, sem stýrir HM Handkastinu en með honum að þessu sinni voru Styrmir Sigurðsson og svo Steve Dagskrá bræður, þeir Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson. „Gummi [Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari] rúllaði á níu mönnum held ég. Bara Elliði Snær [Viðarsson] og Ýmir Örn [Gíslason] sem skipta og svo kemur Janus [Daði Smárason] inn í fjórar mínútur. Hann er að keyra á sama liðinu trekk í trekk.“ Arnar Daði hrósaði Guðjóni Guðmundssyni, Gaupa, fyrir að spá þessu í HM pallborði Vísis í aðdraganda leiksins. „Þetta var það nákvæmlega það sama og hann sagði. Ég var hræddur því Ómar Ingi [Magnússon] virkaði þreyttur í fyrri leiknum á móti Þjóðverjum á lagardag og var hvíldur á sunnudag. Ég hef áhyggjur af þessu, það eru níu leikir í úrslitaleikinn.“ „Maður spyr sig, þegar þú ert kominn í svona klassa: Af hverju ætti Viggó [Kristjánsson] ekki að geta spilað tíu mínútur? Þú ert ekki með einhvern jólajeppa sem vinnur á á bílaverkstæði og mætir á þriðju hverju æfingu,“ sagði Arnar Daði einnig. „Þetta var ekki Teddi Ponza á bekknum, þetta voru alvöru gæjar þarna,“ skaut Vilhjálmur inn í. Umræðan um mínútufjölda leikmanna hefst þegar tæpar 40 mínútur eru liðnar af HM Handkastinu. Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér að neðan.
Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Handkastið Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Sjá meira