Ánægjuvogin er mælikvarði á ánægju viðskiptavina sem mæld er reglulega yfir árið. Mælikvarðinn er notaður í samanburð fyrirtækja við samkeppnisaðila og á frammistöðu milli ára. Einkunnir félaganna sem mæld voru voru á bilinu 56,1 til 81,3 af hundrað mögulegum.
Átta fyrirtæki voru talin með tölfræðilega marktæku hæstu einkunnina á viðkomandi markaði. Þessi fyrirtæki teljast þar af leiðandi eiga ánægðustu viðskiptavinina í sínum flokki. Sigurvegararnir voru eftirfarandi:
- Costco eldsneyti 81,3 stig meðal eldsneytisfyrirtækja
- Nova 76,9 stig meðal fjarskiptafyrirtækja
- Apótekarinn 75,3 stig meðal apóteka
- IKEA 75,2 stig meðal húsgagnaverslana
- Krónan 74,4 stig meðal matvöruverslana
- Orka náttúrunnar 70,8 stig meðal raforkusala
- BYKO 70,5 stig meðal byggingavöruverslana
- Sjóvá 69,5 stig meðal tryggingafélaga
Efstu fyrirtæki á mörkuðum þar sem ekki var marktækur munur á efsta og næstefsta sæti fengu einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur. Þau eru:
- Heimilistæki 75,6 stig meðal raftækjaverslana
- Play er í fyrsta skipti að fá mælingu með 72,1 stig meðal flugfélaga
- A4 71,7 stig meðal ritfangaverslana
- Smáralind 68,3 stig meðal verslunarmiðstöðva
- Landsbankinn 66,3 stig meðal banka
Um framkvæmd könnunarinnar:
Prósent sá um framkvæmd mælinga sem fór fram frá maí til desember árið 2022. Könnunin var send í tölvupósti á könnunarhóp Prósents. Um 3.000 manna úrtak á hverjum markaði. 200-1.000 svarendur fyrir hvert fyrirtæki. Niðurstöður voru vigtaðar með tilliti til kyns, aldurs og búsetu þýðisins.
Ánægjuvogin samanstendur af þremur spurningum:
1. Á heildina litið, hversu ánægður(ur) eða óánægð(ur) ert þú með reynslu þína af [fyrirtæki]?
2. Hugleiddu allar væntingar þínar til [fyrirtækis] annars vegar og reynslu þína af fyrirtækinu hins vegar. Að hve miklu leyti uppfyllir [fyrirtæki] væntingar þínar?
3. Núna biðjum við þig um að ímynda þér hið fullkomna [fyrirtæki á viðkomandi markaði]. Hversu nálægt slíku fyrirtæki er [fyrirtæki]?