„Við verðum aldrei ánægð nema við fáum að vera öll saman“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. janúar 2023 21:01 Fastagestir í Vin, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, segja áfangasigur hafa unnist í gær þegar ákveðið var að halda starfseminni áfram út árið. Þakklæti var efst í huga gestanna þegar fréttastofa leit við í Vin í dag. Tilkynnt var í desember að starfsemi Vinjar yrði lögð niður í sparnaðarskyni. Lokunin var gagnrýnd harðlega, meðal annars úr hópi fastagesta sem margir sækja sinn eina félagsskap til Vinjar. En ákveðið var á fundi velferðarráðs í gær að starfseminni yrði haldið óbreyttri í það minnsta út árið. Fréttastofa leit við í Vin í dag, þar sem ríkti allt annað andrúmsloft en í síðustu heimsókn í desember. „Það má segja að það hafi verið áfangasigur í gær. Eiginlega myndi ég segja að það væri barátta þessa fólks [fastagestanna] sem skilaði okkur þangað,“ segir Bryndís Christensen, starfskona í Vin. „Hugsanlega verðum við flutt á annan stað en við verðum aldrei ánægð nema við fáum að vera öll saman.“ Ekki öfundsvert hlutskipti að ráðskast með annarra örlög Þakklæti var efst í huga gesta og þá örlaði meira að segja fyrir samúð með ráðamönnum sem tóku hina óheillavænlegu ákvörðun í fyrra. „Það getur varla verið öfundsvert hlutskipti að standa í sporum þessa fólks. Að þurfa að ráðskast með örlög annarra,“ segir Magnús Hákonarson, fastagestur í Vin. „Við erum öll þakklát fyrir þennan áfanga og þetta tækifæri sem okkur var gefið,“ segir Ólafur Thorsson, annar fastagestur. Félagsmál Geðheilbrigði Reykjavík Tengdar fréttir Hætta við lokun Vinjar í bili Dagsetrið Vin á Hverfisgötu 47 verður rekið í óbreyttri mynd, í það minnsta út þetta ár. 11. janúar 2023 22:27 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Enginn geti tekið að sér verkefni reynsluboltanna sem var sagt upp Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
Tilkynnt var í desember að starfsemi Vinjar yrði lögð niður í sparnaðarskyni. Lokunin var gagnrýnd harðlega, meðal annars úr hópi fastagesta sem margir sækja sinn eina félagsskap til Vinjar. En ákveðið var á fundi velferðarráðs í gær að starfseminni yrði haldið óbreyttri í það minnsta út árið. Fréttastofa leit við í Vin í dag, þar sem ríkti allt annað andrúmsloft en í síðustu heimsókn í desember. „Það má segja að það hafi verið áfangasigur í gær. Eiginlega myndi ég segja að það væri barátta þessa fólks [fastagestanna] sem skilaði okkur þangað,“ segir Bryndís Christensen, starfskona í Vin. „Hugsanlega verðum við flutt á annan stað en við verðum aldrei ánægð nema við fáum að vera öll saman.“ Ekki öfundsvert hlutskipti að ráðskast með annarra örlög Þakklæti var efst í huga gesta og þá örlaði meira að segja fyrir samúð með ráðamönnum sem tóku hina óheillavænlegu ákvörðun í fyrra. „Það getur varla verið öfundsvert hlutskipti að standa í sporum þessa fólks. Að þurfa að ráðskast með örlög annarra,“ segir Magnús Hákonarson, fastagestur í Vin. „Við erum öll þakklát fyrir þennan áfanga og þetta tækifæri sem okkur var gefið,“ segir Ólafur Thorsson, annar fastagestur.
Félagsmál Geðheilbrigði Reykjavík Tengdar fréttir Hætta við lokun Vinjar í bili Dagsetrið Vin á Hverfisgötu 47 verður rekið í óbreyttri mynd, í það minnsta út þetta ár. 11. janúar 2023 22:27 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Enginn geti tekið að sér verkefni reynsluboltanna sem var sagt upp Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
Hætta við lokun Vinjar í bili Dagsetrið Vin á Hverfisgötu 47 verður rekið í óbreyttri mynd, í það minnsta út þetta ár. 11. janúar 2023 22:27