Enn á að slá ryki í augu fólks Hildur Sverrisdóttir skrifar 11. janúar 2023 07:31 Komið hefur fram að fjármálaeftirlit Seðlabankans telur Íslandsbanka hafa brotið lög við framkvæmd útboðs Íslandsbanka síðasta vor. Það liðu ekki margar mínútur frá þeim fréttum þar til stjórnarandstæðingar nýttu tækifærið til að þyrla upp enn meira ryki misskilnings um þetta mál. Þingmaður Samfylkingarinnar þóttist þannig greina tvískinnung í málflutningi stjórnarliða um að lög hefðu ekki verið brotin í málinu. Ekki þarf að kynna sér málið mikið til að sjá þar er um ódýran málflutning að ræða. Umræðan á formlegum vettvangi stjórnmálanna síðan í vor hefur snúið að þætti stjórnvalda í sölunni. Um þau atriði gerði Ríkisendurskoðun úttekt og skilaði þinginu skýrslu í nóvember. Skýrslan er enn til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd en það hefur ekki farið framhjá þeim sem hafa fylgst með málinu að samkvæmt orðum ríkisendurskoðanda benti ekkert til lögbrota af hálfu þeirra sem til skoðunar voru á vettvangi embættisins. Ummæli stjórnarliða um að lög hafi ekki verið brotin beinast að sjálfsögðu að þessu, og ódýrt að ýja að öðru. Fjármálaeftirlit Seðlabankans tók í framhaldinu til athugunar aðgerðir ráðgjafanna sem fengnir voru til framkvæmdar útboðsins. Þeir aðilar bera eðli málsins samkvæmt sjálfir ábyrgð á framgöngu sinni, og eðlilegt að því fylgi afleiðingar hafi hún ekki staðist lög. Í þegar flóknu máli er aumt að fylgjast með fulltrúum stjórnarandstöðunnar grípa enn og aftur í málflutningstakta sem virðast ganga út á það eitt að slá ryki í augu fólks. Allt frá því í vor hafa gífuryrði yfirtekið alla skynsama umræðu um málið og það voru nánast áþreifanleg vonbrigði margra stjórnarandstöðuþingmanna þegar skýrsla Ríkisendurskoðunar var ekki dramatískari en þau höfðu gert sér vonir um. Og nú á að freista þess að ýja að því að það sem er til umfjöllunar á milli fjármálaeftirlitsins og Íslandsbanka hafi eitthvað að gera með aðgerðir og umræðu ráðherra eða annarra stjórnarliða, þvert á hið rétta. Einhver gæti sagt að hér sé einfaldlega um að ræða illa dulbúna rökþurrð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Salan á Íslandsbanka Alþingi Seðlabankinn Sjálfstæðisflokkurinn Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frelsissviptir Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Komið hefur fram að fjármálaeftirlit Seðlabankans telur Íslandsbanka hafa brotið lög við framkvæmd útboðs Íslandsbanka síðasta vor. Það liðu ekki margar mínútur frá þeim fréttum þar til stjórnarandstæðingar nýttu tækifærið til að þyrla upp enn meira ryki misskilnings um þetta mál. Þingmaður Samfylkingarinnar þóttist þannig greina tvískinnung í málflutningi stjórnarliða um að lög hefðu ekki verið brotin í málinu. Ekki þarf að kynna sér málið mikið til að sjá þar er um ódýran málflutning að ræða. Umræðan á formlegum vettvangi stjórnmálanna síðan í vor hefur snúið að þætti stjórnvalda í sölunni. Um þau atriði gerði Ríkisendurskoðun úttekt og skilaði þinginu skýrslu í nóvember. Skýrslan er enn til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd en það hefur ekki farið framhjá þeim sem hafa fylgst með málinu að samkvæmt orðum ríkisendurskoðanda benti ekkert til lögbrota af hálfu þeirra sem til skoðunar voru á vettvangi embættisins. Ummæli stjórnarliða um að lög hafi ekki verið brotin beinast að sjálfsögðu að þessu, og ódýrt að ýja að öðru. Fjármálaeftirlit Seðlabankans tók í framhaldinu til athugunar aðgerðir ráðgjafanna sem fengnir voru til framkvæmdar útboðsins. Þeir aðilar bera eðli málsins samkvæmt sjálfir ábyrgð á framgöngu sinni, og eðlilegt að því fylgi afleiðingar hafi hún ekki staðist lög. Í þegar flóknu máli er aumt að fylgjast með fulltrúum stjórnarandstöðunnar grípa enn og aftur í málflutningstakta sem virðast ganga út á það eitt að slá ryki í augu fólks. Allt frá því í vor hafa gífuryrði yfirtekið alla skynsama umræðu um málið og það voru nánast áþreifanleg vonbrigði margra stjórnarandstöðuþingmanna þegar skýrsla Ríkisendurskoðunar var ekki dramatískari en þau höfðu gert sér vonir um. Og nú á að freista þess að ýja að því að það sem er til umfjöllunar á milli fjármálaeftirlitsins og Íslandsbanka hafi eitthvað að gera með aðgerðir og umræðu ráðherra eða annarra stjórnarliða, þvert á hið rétta. Einhver gæti sagt að hér sé einfaldlega um að ræða illa dulbúna rökþurrð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun