Dæmi um að börn hafi verið hætt komin vegna streptókokkasýkingar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2023 21:01 Valtýr Stefánsson Thors er sérfræðingur í barna-og smitsjúkdómalækningum við Barnaspítala Hringsins. Hann hefur áhyggjur af hættulegum sýkingum sem herja á börn þessi misserin. Vísir/Sigurjón Dæmi er um að börn hafi verið hætt komin og verið lögð inn á gjörgæslu vegna hættulegrar streptókokkasýkingar sem nú gengur yfir. Sérfræðingur í barnasmitsjúkdómum segir alla á tánum vegna ástandsins. Á þessum árstíma er alvanalegt að flensur og umgangspestir herji á landann. Í ár er þetta þó óvenjulegt af þeim sökum að mun meira er um sýkingar og það sem gerir ástandið sérstaklega erfitt er að fólk og ekki síst börn eru að fá sýkingar ofan í aðrar sýkingar. Valtýr Stefánsson Thors er sérfræðingur í barna-og smitsjúkdómalækningum við Barnaspítala Hringsins. Hann segir gríðarlega mikið álag vera á barnaspítalanum um þessar mundir. „Það hefur verið ótrúlega mikið í gangi síðustu mánuði hjá okkur á Barnaspítalanum og í rauninni öllum heilbrigðisstarfsmönnum sem eru að sinna veikum börnum. Í venjulegu árferði kemur þetta í einhverjum bylgjum og eftir því hvaða sýkingar ráðandi eru en þetta hefur verið meira og minna viðvarandi í marga mánuði," segir Valtýr. Sýkingar ofan í sýkingar Valtýr segir engan vafa á því að ástandið sé verra í ár en undanfarin ár. „Við höfum enga klára skýringu á því hvers vegna. Auðvitað er auðvelt að kenna Covid og innilokum síðustu ára um. Og vafalaust hefur það einhver áhrif og við máttum alveg búast við því að þessi vetur yrði svona.“ Gríðarlegt álag er á Barnaspítala Hringsins líkt og öðrum heilbrigðisstofnunum landsins þessa daganaVísir/Vilhelm En hvaða veirur eru þetta sem eru helst að ganga? „Þetta er til dæmis RS veiran sem kemur á hverju ári, inflúensuveiran blandast inní þetta og margar aðrar veirur, niðurgangs og uppkastsveirur. Síðustu vikur höfum við séð meira af bakteríusýkingum og streptókokkasýkingum sem oft koma í kjölfarið. Þetta veldur talsverðu álagi.“ Dæmi um börn á gjörgæslu vegna streptókokka Börn geta orðið mjög alvarlega veik og fréttastofa hefur heimildir fyrir því að svæfa hafa þurft fjögurra ára barn í nokkra daga sem meðferð við heiftarlegri streptókokkasýkingu. Valtýr segir fleiri slík tilfelli hafa komið upp. „Já, það eru fleiri um dæmi um börn sem hafa lent á gjörgæslu núna síðustu vikurnar bæði vegna bakteríu-og veirusýkinga sem koma í kjölfarið. Meðferð er auðvitað stuðningsmeðferð og svo sýklalyf þegar það á við.“ Streptókokkasýkingar þekkja margir og Valtýr segir að venjulega sé um að ræða tilölulega einföld veikindi, hálsbólgu, sem meðhöndla megi með sýklalyfjum. „En það sem veldur meiri áhyggjum eru svokallaðar ífarandi streptókokkasýkingar sem geta valdið blóðsýkingum eða alvarlegum lungnabólgum. Það eru börnin sem eru að leggjast inn hjá okkur.“ Allir á tánum Valtýr segir Barnaspítalann fullan og þannig hafi ástandið verið lengi. „Auðvitað eru alls konar aðstæður fyrir innlögnum. En venjan hjá okkur er að við höfum geta sinnt öllum en síðustu vikur hafa reynt verulega á. Starfsfólk er auðvitað orðið langþreytt þó allir hlaupi aðeins hraðar og geri sitt allra besta. En álagið er mjög mikið.“ Hafið þið áhyggjur af ástandinu? „Já við höfum alltaf áhyggjur af ástandinu og það eru allir á tánum. Sérstaklega varðandi þessar hættulegu sýkingar. En það þýðir ekki að öll börn sem eru með hita þurfi endilega að leggjast inn á spítalann, en við hvetjum foreldra til að láta lækni kíkja á barnið sitt ef það hefur verulegar áhyggjur,“ segir Valtýr Stefánsson Thors, sérfræðingur í barna-og smitsjúkdómalækningum. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Landspítalinn Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Sjá meira
Á þessum árstíma er alvanalegt að flensur og umgangspestir herji á landann. Í ár er þetta þó óvenjulegt af þeim sökum að mun meira er um sýkingar og það sem gerir ástandið sérstaklega erfitt er að fólk og ekki síst börn eru að fá sýkingar ofan í aðrar sýkingar. Valtýr Stefánsson Thors er sérfræðingur í barna-og smitsjúkdómalækningum við Barnaspítala Hringsins. Hann segir gríðarlega mikið álag vera á barnaspítalanum um þessar mundir. „Það hefur verið ótrúlega mikið í gangi síðustu mánuði hjá okkur á Barnaspítalanum og í rauninni öllum heilbrigðisstarfsmönnum sem eru að sinna veikum börnum. Í venjulegu árferði kemur þetta í einhverjum bylgjum og eftir því hvaða sýkingar ráðandi eru en þetta hefur verið meira og minna viðvarandi í marga mánuði," segir Valtýr. Sýkingar ofan í sýkingar Valtýr segir engan vafa á því að ástandið sé verra í ár en undanfarin ár. „Við höfum enga klára skýringu á því hvers vegna. Auðvitað er auðvelt að kenna Covid og innilokum síðustu ára um. Og vafalaust hefur það einhver áhrif og við máttum alveg búast við því að þessi vetur yrði svona.“ Gríðarlegt álag er á Barnaspítala Hringsins líkt og öðrum heilbrigðisstofnunum landsins þessa daganaVísir/Vilhelm En hvaða veirur eru þetta sem eru helst að ganga? „Þetta er til dæmis RS veiran sem kemur á hverju ári, inflúensuveiran blandast inní þetta og margar aðrar veirur, niðurgangs og uppkastsveirur. Síðustu vikur höfum við séð meira af bakteríusýkingum og streptókokkasýkingum sem oft koma í kjölfarið. Þetta veldur talsverðu álagi.“ Dæmi um börn á gjörgæslu vegna streptókokka Börn geta orðið mjög alvarlega veik og fréttastofa hefur heimildir fyrir því að svæfa hafa þurft fjögurra ára barn í nokkra daga sem meðferð við heiftarlegri streptókokkasýkingu. Valtýr segir fleiri slík tilfelli hafa komið upp. „Já, það eru fleiri um dæmi um börn sem hafa lent á gjörgæslu núna síðustu vikurnar bæði vegna bakteríu-og veirusýkinga sem koma í kjölfarið. Meðferð er auðvitað stuðningsmeðferð og svo sýklalyf þegar það á við.“ Streptókokkasýkingar þekkja margir og Valtýr segir að venjulega sé um að ræða tilölulega einföld veikindi, hálsbólgu, sem meðhöndla megi með sýklalyfjum. „En það sem veldur meiri áhyggjum eru svokallaðar ífarandi streptókokkasýkingar sem geta valdið blóðsýkingum eða alvarlegum lungnabólgum. Það eru börnin sem eru að leggjast inn hjá okkur.“ Allir á tánum Valtýr segir Barnaspítalann fullan og þannig hafi ástandið verið lengi. „Auðvitað eru alls konar aðstæður fyrir innlögnum. En venjan hjá okkur er að við höfum geta sinnt öllum en síðustu vikur hafa reynt verulega á. Starfsfólk er auðvitað orðið langþreytt þó allir hlaupi aðeins hraðar og geri sitt allra besta. En álagið er mjög mikið.“ Hafið þið áhyggjur af ástandinu? „Já við höfum alltaf áhyggjur af ástandinu og það eru allir á tánum. Sérstaklega varðandi þessar hættulegu sýkingar. En það þýðir ekki að öll börn sem eru með hita þurfi endilega að leggjast inn á spítalann, en við hvetjum foreldra til að láta lækni kíkja á barnið sitt ef það hefur verulegar áhyggjur,“ segir Valtýr Stefánsson Thors, sérfræðingur í barna-og smitsjúkdómalækningum.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Landspítalinn Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Sjá meira