Svona hafa Strákarnir okkar spilað í vetur - Seinni hluti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. janúar 2023 10:00 Ómar Ingi Magnússon er sjötti markahæstur í þýsku úrvalsdeildinni. epa/Aniko Kovacs Vísir fer yfir hvernig leikmenn íslenska handboltalandsliðsins hafa spilað með sínum félagsliðum í vetur. Í seinni hluta yfirferðarinnar verður fjallað um útispilarana (skyttur og leikstjórnendur) í HM-hópnum. Íþróttamaður ársins 2021 og 2022, Ómar Ingi Magnússon, og Gísli Þorgeir Kristjánsson hafa verið mjög atkvæðamiklir með Magdeburg í vetur. Meistararnir eru í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 29 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Füchse Berlin. Ómar er sjötti markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar með 102 mörk. Gísli hefur skorað 66 mörk og gefið 62 stoðsendingar. Aðeins fimm leikmenn hafa gefið fleiri slíkar í þýsku deildinni á tímabilinu. Ómar hefur gefið 59 stoðsendingar. Þeir félagar hafa einnig látið mikið að sér kveða í Meistaradeild Evrópu þar sem Magdeburg er í 3. sæti A-riðils. Gísli er þriðji markahæstur í keppninni með 62 mörk og Ómar sá fjórði markahæstur með 61 mark. Þá áttu Ómar og Gísli risastóran þátt í því að Magdeburg vann HM félagsliða. Í úrslitaleiknum gegn Barcelona skoraði Ómar tólf mörk og Gísli sex og gaf átta stoðsendingar. Viggó Kristjánsson er aðalmaðurinn hjá Leipzig sem situr í 12. sæti þýsku deildarinnar eftir gott gengi undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar. Viggó er níundi markahæsti leikmaður deildarinnar með 95 mörk og hefur auk þess gefið 51 stoðsendingu. Þriðja örvhenta skyttan í íslenska hópnum er Kristján Örn Kristjánsson sem leikur með PAUC í Frakklandi. Liðið endaði í 3. sæti á síðasta tímabili en er núna í 6. sætinu. Kristján hefur skorað 36 mörk í tólf leikjum en hann missti af nokkrum leikjum vegna meiðsla. Kristján Örn Kristjánsson er í stóru hlutverki hjá PAUC.getty/Marvin Ibo Guengoer Í Evrópudeildinni er PAUC í 3. sæti B-riðils með sex stig, einu stigi meira en Valur sem er í 4. sætinu. Kristján hefur skorað ellefu mörk í fjórum leikjum í Evrópudeildinni. Janus Daði Smárason leikur með Kolstad sem er með fullt hús stiga á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Selfyssingurinn hefur skorað 34 mörk í fjórtán deildarleikjum í vetur. Sveitungi Janusar, Elvar Örn Jónsson, leikur með Melsungen sem vermir 6. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Elvar hefur skorað 36 mörk í þrettán leikjum á tímabilinu. Fyrirliði íslenska landsliðsins, Aron Pálmarsson, er á sínu öðru, og jafnframt síðasta, tímabili með Álaborg. Liðið er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 31 stig eftir átján leiki. Aron hefur skorað 37 mörk og gefið 33 stoðsendingar í tólf deildarleikjum. Aron Pálmarsson klárar tímabilið með Álaborg og kemur svo heim í FH.epa/Henning Bagger Í Meistaradeildinni, þar sem Álaborg er í 6. sæti B-riðils, hefur Aron skorað 31 mark í tíu leikjum. Jafnaldri Arons úr FH, Ólafur Guðmundsson, leikur núna með Amicitia Zürich í Sviss. Hann hefur skorað 75 mörk í svissnesku úrvalsdeildinni þar sem Zürich er í 5. sæti af tíu liðum. Elvar Ásgeirsson er á sínu fyrsta tímabili hjá Ribe-Esbjerg í Danmörku. Liðið er í 7. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og í átján leikjum í henni hefur Elvar skorað 45 mörk og gefið 45 stoðsendingar. Handbolti Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Sjá meira
Íþróttamaður ársins 2021 og 2022, Ómar Ingi Magnússon, og Gísli Þorgeir Kristjánsson hafa verið mjög atkvæðamiklir með Magdeburg í vetur. Meistararnir eru í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 29 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Füchse Berlin. Ómar er sjötti markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar með 102 mörk. Gísli hefur skorað 66 mörk og gefið 62 stoðsendingar. Aðeins fimm leikmenn hafa gefið fleiri slíkar í þýsku deildinni á tímabilinu. Ómar hefur gefið 59 stoðsendingar. Þeir félagar hafa einnig látið mikið að sér kveða í Meistaradeild Evrópu þar sem Magdeburg er í 3. sæti A-riðils. Gísli er þriðji markahæstur í keppninni með 62 mörk og Ómar sá fjórði markahæstur með 61 mark. Þá áttu Ómar og Gísli risastóran þátt í því að Magdeburg vann HM félagsliða. Í úrslitaleiknum gegn Barcelona skoraði Ómar tólf mörk og Gísli sex og gaf átta stoðsendingar. Viggó Kristjánsson er aðalmaðurinn hjá Leipzig sem situr í 12. sæti þýsku deildarinnar eftir gott gengi undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar. Viggó er níundi markahæsti leikmaður deildarinnar með 95 mörk og hefur auk þess gefið 51 stoðsendingu. Þriðja örvhenta skyttan í íslenska hópnum er Kristján Örn Kristjánsson sem leikur með PAUC í Frakklandi. Liðið endaði í 3. sæti á síðasta tímabili en er núna í 6. sætinu. Kristján hefur skorað 36 mörk í tólf leikjum en hann missti af nokkrum leikjum vegna meiðsla. Kristján Örn Kristjánsson er í stóru hlutverki hjá PAUC.getty/Marvin Ibo Guengoer Í Evrópudeildinni er PAUC í 3. sæti B-riðils með sex stig, einu stigi meira en Valur sem er í 4. sætinu. Kristján hefur skorað ellefu mörk í fjórum leikjum í Evrópudeildinni. Janus Daði Smárason leikur með Kolstad sem er með fullt hús stiga á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Selfyssingurinn hefur skorað 34 mörk í fjórtán deildarleikjum í vetur. Sveitungi Janusar, Elvar Örn Jónsson, leikur með Melsungen sem vermir 6. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Elvar hefur skorað 36 mörk í þrettán leikjum á tímabilinu. Fyrirliði íslenska landsliðsins, Aron Pálmarsson, er á sínu öðru, og jafnframt síðasta, tímabili með Álaborg. Liðið er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 31 stig eftir átján leiki. Aron hefur skorað 37 mörk og gefið 33 stoðsendingar í tólf deildarleikjum. Aron Pálmarsson klárar tímabilið með Álaborg og kemur svo heim í FH.epa/Henning Bagger Í Meistaradeildinni, þar sem Álaborg er í 6. sæti B-riðils, hefur Aron skorað 31 mark í tíu leikjum. Jafnaldri Arons úr FH, Ólafur Guðmundsson, leikur núna með Amicitia Zürich í Sviss. Hann hefur skorað 75 mörk í svissnesku úrvalsdeildinni þar sem Zürich er í 5. sæti af tíu liðum. Elvar Ásgeirsson er á sínu fyrsta tímabili hjá Ribe-Esbjerg í Danmörku. Liðið er í 7. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og í átján leikjum í henni hefur Elvar skorað 45 mörk og gefið 45 stoðsendingar.
Handbolti Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Sjá meira