Velferðarráð Reykjavíkurborgar ræðir lokun Vinjar á morgun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2023 06:52 Fréttastofa ræddi við fastagesti Vinjar í desember, sem sögðust ekki geta hugsað sér framhaldið enda reiddu þeir sig á félagsskapinn í Vin. Vísir/Ívar Fannar Velferðarráð Reykjavíkurborgar mun á morgun fjalla um tillögu borgarstjórnar frá 6. desember síðastliðnum um að leggja niður Vin, dagsetur fyrir fólk með geðraskanir. Tillögunni hefur verið harðlega mótmælt af notendum og aðstandendum úrræðisins, sem velferðarsvið Reykjavíkurborgar tók við af Rauða krossinum í júlí 2022. Helsta hlutverk Vinjar er að draga úr félagslegri einangrun og skapa vinalegt umhverfi fyrir þá sem sækja þjónustuna en í tillögunni frá því í desember er lagt til að „markhópi þjónustunnar veðri mætt með öðru móti á félagsmiðstövum borgarinnar“. Tillagan var samþykkt með 20 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins, Pírata og Vinstri grænna. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins greiddu atkvæði gegn tillögunni. „Það er náttúrulega alveg ömurlegt vegna þess að það er svo mikil og góð starfsemi hérna í húsinu. Það er skákfélagið og síðan er líka ferðafélag hérna,“ sagði Hörður Jónasson, fastagestur og forseti Vinaskákfélagsins, í samtali við fréttastofu eftir að tillagan var samþykkt en hann hefur sótt Vin frá 2012. Tillagan er eins og fyrr segir á dagskrá fundar velferðarráðs á morgun en meðal fylgigagna í málinu er skýrsla starfshóps um Vin sem kom út í maí 2021, áður en Reykjavíkurborg tók starfsemina yfir. Hlutverk starfshópsins var meðal annars að greina þarfir notenda þjónustu Vinjar, vinna drög að tillögu að þjónustu og stuðningi við hópinn og tryggja samráð og samtal við notendur Vinjar, hagsmunaaðila og fagfólk. Gestir Vinjar sögðust í samtölum við hópinn helst vilja að starfsemin héldist sem mest óbreytt og aðrir sögðu þjónustuna mjög mikilvæga þeim sem sæktu hana reglulega. Ef starfsemin yrði lögð niður yrði það afar slæmt fyrir stóran hóp sem hefði ekki fundið sig í öðrum notendaúrræðum. Allar ákvarðanir um Vin þyrfti að taka í samráði við notendur. Starfshópurinn sagði tvö sjónarmið vegast á: Annars vegar þyrfti að vinna gegn því að hópar væru jaðarsettir eða aðgreindir í samfélaginu og því ætti ekki að draga fólk í dilka með því að búa til sérúrræði en hins vegar að starfsemi Vinjar hvíldi á sterkum grunni og ákveðinn kjarnahópur gesta hefði ekki getað nýtt sér önnur úrræði samfélagsins. Þessi hópur væri í mikilli hættu á félagslegri einangrun. Rekstrarkostnaður Vinjar væri áætlaður 43 milljónir og rúmaðist innan fjárheimilda. Reykjavík Borgarstjórn Málefni fatlaðs fólks Geðheilbrigði Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Tillögunni hefur verið harðlega mótmælt af notendum og aðstandendum úrræðisins, sem velferðarsvið Reykjavíkurborgar tók við af Rauða krossinum í júlí 2022. Helsta hlutverk Vinjar er að draga úr félagslegri einangrun og skapa vinalegt umhverfi fyrir þá sem sækja þjónustuna en í tillögunni frá því í desember er lagt til að „markhópi þjónustunnar veðri mætt með öðru móti á félagsmiðstövum borgarinnar“. Tillagan var samþykkt með 20 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins, Pírata og Vinstri grænna. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins greiddu atkvæði gegn tillögunni. „Það er náttúrulega alveg ömurlegt vegna þess að það er svo mikil og góð starfsemi hérna í húsinu. Það er skákfélagið og síðan er líka ferðafélag hérna,“ sagði Hörður Jónasson, fastagestur og forseti Vinaskákfélagsins, í samtali við fréttastofu eftir að tillagan var samþykkt en hann hefur sótt Vin frá 2012. Tillagan er eins og fyrr segir á dagskrá fundar velferðarráðs á morgun en meðal fylgigagna í málinu er skýrsla starfshóps um Vin sem kom út í maí 2021, áður en Reykjavíkurborg tók starfsemina yfir. Hlutverk starfshópsins var meðal annars að greina þarfir notenda þjónustu Vinjar, vinna drög að tillögu að þjónustu og stuðningi við hópinn og tryggja samráð og samtal við notendur Vinjar, hagsmunaaðila og fagfólk. Gestir Vinjar sögðust í samtölum við hópinn helst vilja að starfsemin héldist sem mest óbreytt og aðrir sögðu þjónustuna mjög mikilvæga þeim sem sæktu hana reglulega. Ef starfsemin yrði lögð niður yrði það afar slæmt fyrir stóran hóp sem hefði ekki fundið sig í öðrum notendaúrræðum. Allar ákvarðanir um Vin þyrfti að taka í samráði við notendur. Starfshópurinn sagði tvö sjónarmið vegast á: Annars vegar þyrfti að vinna gegn því að hópar væru jaðarsettir eða aðgreindir í samfélaginu og því ætti ekki að draga fólk í dilka með því að búa til sérúrræði en hins vegar að starfsemi Vinjar hvíldi á sterkum grunni og ákveðinn kjarnahópur gesta hefði ekki getað nýtt sér önnur úrræði samfélagsins. Þessi hópur væri í mikilli hættu á félagslegri einangrun. Rekstrarkostnaður Vinjar væri áætlaður 43 milljónir og rúmaðist innan fjárheimilda.
Reykjavík Borgarstjórn Málefni fatlaðs fólks Geðheilbrigði Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira