Hönnun og skipulag umhverfis – andleg líðan, upplifun og velferð Páll Jakob Líndal skrifar 9. janúar 2023 13:31 „Enn sem komið er þá erum við ekki á þeim stað að geta hugsað um gæði í umhverfinu, við erum einfaldlega ekki komin þangað“. Þessi orð hrutu fyrir nokkru af munni fulltrúa sveitarfélags eins, þegar hann tjáði sig um stefnu og markmið í þágu þess að byggja upp manneskjulegt og heilsusamlegt umhverfi. Þessi misserin erum við stödd í miklu uppbyggingarskeiði hvað varðar byggingu íbúðarhúsnæðis en á þingi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Samtaka iðnaðarins í byrjun október sl. kom fram að rúmlega 8.000 íbúðir væru í byggingu um þessar mundir á landinu öllu. Það er líka mikið pípunum og sem dæmi skrifuðu ríki og sveitarfélög í júlí sl. undir rammasamning, sem kveður á um byggingu 20.000 íbúða á landsvísu á næstu fimm árum og byggingu 35.000 íbúða á næstu tíu árum. Og núna í upphafi árs 2023, gerðu ríki og Reykjavíkurborg með sér samkomulag um uppbyggingu 16 þúsund íbúða á umræddu 10 ára tímabili. Er andleg heilsa, upplifun og velferð ótímabært viðfangsefni? Ég sat því og melti þessi orð fulltrúans: „Enn sem komið er þá erum við ekki á þeim stað að geta hugsað um gæði í umhverfinu, við erum einfaldlega ekki komin þangað“.Spurningarnar hrönnuðust upp í kollinum á mér. Er markmiðið að byggja og byggja án þess að huga að gæðum þess umhverfis sem byggt er? Er andleg heilsa, upplifun og velferð fólks einfaldlega of stór biti fyrir þann uppbyggingarfasa sem nú á sér stað og þann sem blasir við? Ég er spurði fulltrúann því: „Er innleiðing umhverfissálfræði, þeirra fræða sem m.a. fjalla um áhrif umhverfis á fólk, inn í skipulags- og hönnunarferla þá ótímabær á þessum tímapunkti?Eigamannlegt eðli, skynjun, atferli og þarfir fólks þá ekki erindi inn í ferlana og umræðuna eins og sakir standa?“ „Jújú, auðvitað skiptir fólk máli og auðvitað hefur umhverfissálfræðin mikið fram að færa ... það eru allir sammála um það ... við erum bara ekki komin svona langt.“ Ég reyndi að ná utan um þessi orð. Það er stórkostlegur uppbyggingarfasi íbúðarhúsnæðis í gangi og hann mun halda áfram. Við erum að byggja heimili fyrir fólk. Heimilin eru akkeri fólks. Heimilin eru umgjörð utan um líf fólks. Stærsta fjárfesting langflestra. Talið er að við dveljum um 90% af okkar tíma innandyra, og stóran hluta þess tíma innan veggja heimilisins. Heimilin eru gríðarlega mikilvægar einingar í samfélaginu. En svo segjum við að ekki sé enn hægt að vigta andlega líðan, upplifun og velferð fólks inn í ferlana og umræðuna með markvissum hætti, þó allir séu sammála um að það skipti máli. Auðvitað skiptir það máli ... og það gerir orðræðuna enn óskiljanlegri. Stefnan virðist því vera að byggja fyrst ofboðslega mikið og huga svo að gæðunum og velferð fólks þegar um hægist. Þegar við höfum ráðrúm til að hugsa. Hvenær mun sá tími koma? Mér var hugsað til orða kjörins fulltrúa sveitarfélags eins sem sagði við mig nýverið: „Ég myndi vilja stoppa skipulagsmálin í svona mánuð, bara til að ná áttum í þessu öllu saman“. Þegar aðalatriðið verður að aukaatriði Hvar erum við eiginlega stödd? Í skipulags- og byggingarnefndum út um allt land sitja kjörnir fulltrúar oft með mjög takmarkaða reynslu og þekkingu á málaflokknum og lítt læstir á teikningar og lýsingar, en með þá kröfu á bakinu að eiga að taka afstöðu til hönnunar, skipulags og uppbyggingar helst í gær. Skilaboðin eru: „Skortur, skortur, skortur. Við erum að brenna út á tíma, verkefni eru að brenna út á tíma, fjármagn er að brenna upp. Við verðum að drífa okkur!“ Afleiðingin er sú að of oft eru teknar illa ígrundaðar en afdrifaríkar ákvarðanir um uppbyggingu – uppbyggingu sem mun standa um ókomna tíð. Höfum það í huga að mistök í skipulagi og uppbyggingu umhverfis eru ein allra dýrustu mistök sem sveitarfélög geta gert. Ég leit aftur á fulltrúann. „Ertu að segja að við séum ekki komin á þann stað að við getum leyft okkur þann munað að huga að andlegri heilsu, upplifun og velferð fólks, þegar viðfangsefnið fjallar í grunninn um að skapa umgjörð utan um fólk? Höfum við ekki ráðrúm til að huga að þeim einingum, það er fólkinu sjálfu, sem viðfangsefnið snýst um?“ „Sko, eins og er, þá erum við bara í því að koma í veg fyrir að öllu verði drekkt í steypu“. Er freki kallinn vandamálið? Það rofaði aðeins til í kollinum á mér ... já, ok ... við erum sumsé að ræða freka kallinn. Freka kallinn sem Jón Gnarr ritaði um í grein á Vísi.is 26. september 2015. Þar segir m.a.: „Freki kallinn kann að messa yfir öðrum. [...] Ég hef séð hann hella sér yfir fólk. [...] Það gilda ein lög fyrir hann en önnur fyrir alla aðra. Hann er alltaf í fullum rétti. Hann veit allt betur en allir aðrir og hefur alltaf rétt fyrir sér. [...] Hann vill bara fá sitt og fyrir sig. Hann trúir því að ef hann fái allt sem hann vill þá muni aðrir sjálfkrafa njóta góðs af því.[...]Það eru fáir sem þora að andmæla honum eða standa í vegi fyrir honum, hvað þá að standa uppí hárinu á honum. Því hver vill lenda í honum? Hver vill sjá stingandi augnaráðið beinast að sér, heyra háðsglósurnar og hótanirnar?“ En þá má spyrja, hvers virði eru þá völd sveitarfélaga í skipulags- og byggingarmálum ef þau stilla sér upp í varnarstöðu gagnvart freka kallinum? Þau segjast vita að gæði umhverfis skipti miklu máli, að fólkið skipti máli en forgangsverkefnið er bara að koma í veg fyrir að öllu verði drekkt í steypu ... en samt hafa þau valdið ... ? Ég átta mig ekki á þessari umræðu. Er freki kallinn svo ofsalega frekur að það halda honum engin bönd? Eru sveitarfélögin hrædd við freka kallinn eða er hann svo ofsalega ríkur að það halda honum engin bönd? Eru sveitarfélögin of undanlátsöm? Eru fulltrúar sveitarfélaganna tilbúnir að láta eigin trú og sannfæringu víkja fyrir kröfum freka kallsins? Hafa sveitarfélög ekki þau úrræði sem þarf til að stoppa freka kallinn? Vilja þau ekki stoppa freka kallinn? Er freki kallinn kannski hluti af stjórnkerfi sveitarfélaganna? Um skyldur og áhuga Sveitarfélögum er ætlað að standa vörð um almannahag og þau eiga að leita allra leiða til að uppfylla þá skyldu. Í þessum málaflokki hafa þau valdið og þurfa að axla ábyrgðina. Aukin þekking á sálfræðilegum áhrifum umhverfis á fólk ætti því að vera þeim eftirsóknarverð svo auka megi líkur á manneskjulegri og heilsusamlegri byggðarþróun og uppbyggingu. Þekkingin hjálpar til við að taka betri ákvarðanir. Þekkingin hjálpar til við að byggja undirstöður betra samfélags. „Hvar á umhverfissálfræðin að koma inn í ferlana og umræðuna?“ spurði fulltrúi sveitarfélagsins. „Umhverfissálfræði á að vera hluti af skipulags- og hönnunarferlum og umræðu frá upphafi til enda. Hún hentar við gerð forsendna, hún kemur inn með þekkingu, hún býr til þekkingu, hún hendar til rýni á öllum stigum, hún eykur skilning og brúar bilið milli hagsmunahópa ... umhverfissálfræðin getur því víða komið inn. Aðalmálið er bara að opna dyrnar, hleypa henni inn og veita henni rými. Hún mun finna sinn farveg.“ „Já, ég skil ... við skoðum þetta ... en svo er náttúrulega eitt ... það er ekki til neinn peningur núna til að setja í svona vinnu – þannig að þetta þarf eitthvað að bíða.“ Ég gerði mér upp bros ... og stóð upp. Byltingar er þörf. Höfundur er doktor í umhverfissálfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Byggingariðnaður Umhverfismál Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
„Enn sem komið er þá erum við ekki á þeim stað að geta hugsað um gæði í umhverfinu, við erum einfaldlega ekki komin þangað“. Þessi orð hrutu fyrir nokkru af munni fulltrúa sveitarfélags eins, þegar hann tjáði sig um stefnu og markmið í þágu þess að byggja upp manneskjulegt og heilsusamlegt umhverfi. Þessi misserin erum við stödd í miklu uppbyggingarskeiði hvað varðar byggingu íbúðarhúsnæðis en á þingi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Samtaka iðnaðarins í byrjun október sl. kom fram að rúmlega 8.000 íbúðir væru í byggingu um þessar mundir á landinu öllu. Það er líka mikið pípunum og sem dæmi skrifuðu ríki og sveitarfélög í júlí sl. undir rammasamning, sem kveður á um byggingu 20.000 íbúða á landsvísu á næstu fimm árum og byggingu 35.000 íbúða á næstu tíu árum. Og núna í upphafi árs 2023, gerðu ríki og Reykjavíkurborg með sér samkomulag um uppbyggingu 16 þúsund íbúða á umræddu 10 ára tímabili. Er andleg heilsa, upplifun og velferð ótímabært viðfangsefni? Ég sat því og melti þessi orð fulltrúans: „Enn sem komið er þá erum við ekki á þeim stað að geta hugsað um gæði í umhverfinu, við erum einfaldlega ekki komin þangað“.Spurningarnar hrönnuðust upp í kollinum á mér. Er markmiðið að byggja og byggja án þess að huga að gæðum þess umhverfis sem byggt er? Er andleg heilsa, upplifun og velferð fólks einfaldlega of stór biti fyrir þann uppbyggingarfasa sem nú á sér stað og þann sem blasir við? Ég er spurði fulltrúann því: „Er innleiðing umhverfissálfræði, þeirra fræða sem m.a. fjalla um áhrif umhverfis á fólk, inn í skipulags- og hönnunarferla þá ótímabær á þessum tímapunkti?Eigamannlegt eðli, skynjun, atferli og þarfir fólks þá ekki erindi inn í ferlana og umræðuna eins og sakir standa?“ „Jújú, auðvitað skiptir fólk máli og auðvitað hefur umhverfissálfræðin mikið fram að færa ... það eru allir sammála um það ... við erum bara ekki komin svona langt.“ Ég reyndi að ná utan um þessi orð. Það er stórkostlegur uppbyggingarfasi íbúðarhúsnæðis í gangi og hann mun halda áfram. Við erum að byggja heimili fyrir fólk. Heimilin eru akkeri fólks. Heimilin eru umgjörð utan um líf fólks. Stærsta fjárfesting langflestra. Talið er að við dveljum um 90% af okkar tíma innandyra, og stóran hluta þess tíma innan veggja heimilisins. Heimilin eru gríðarlega mikilvægar einingar í samfélaginu. En svo segjum við að ekki sé enn hægt að vigta andlega líðan, upplifun og velferð fólks inn í ferlana og umræðuna með markvissum hætti, þó allir séu sammála um að það skipti máli. Auðvitað skiptir það máli ... og það gerir orðræðuna enn óskiljanlegri. Stefnan virðist því vera að byggja fyrst ofboðslega mikið og huga svo að gæðunum og velferð fólks þegar um hægist. Þegar við höfum ráðrúm til að hugsa. Hvenær mun sá tími koma? Mér var hugsað til orða kjörins fulltrúa sveitarfélags eins sem sagði við mig nýverið: „Ég myndi vilja stoppa skipulagsmálin í svona mánuð, bara til að ná áttum í þessu öllu saman“. Þegar aðalatriðið verður að aukaatriði Hvar erum við eiginlega stödd? Í skipulags- og byggingarnefndum út um allt land sitja kjörnir fulltrúar oft með mjög takmarkaða reynslu og þekkingu á málaflokknum og lítt læstir á teikningar og lýsingar, en með þá kröfu á bakinu að eiga að taka afstöðu til hönnunar, skipulags og uppbyggingar helst í gær. Skilaboðin eru: „Skortur, skortur, skortur. Við erum að brenna út á tíma, verkefni eru að brenna út á tíma, fjármagn er að brenna upp. Við verðum að drífa okkur!“ Afleiðingin er sú að of oft eru teknar illa ígrundaðar en afdrifaríkar ákvarðanir um uppbyggingu – uppbyggingu sem mun standa um ókomna tíð. Höfum það í huga að mistök í skipulagi og uppbyggingu umhverfis eru ein allra dýrustu mistök sem sveitarfélög geta gert. Ég leit aftur á fulltrúann. „Ertu að segja að við séum ekki komin á þann stað að við getum leyft okkur þann munað að huga að andlegri heilsu, upplifun og velferð fólks, þegar viðfangsefnið fjallar í grunninn um að skapa umgjörð utan um fólk? Höfum við ekki ráðrúm til að huga að þeim einingum, það er fólkinu sjálfu, sem viðfangsefnið snýst um?“ „Sko, eins og er, þá erum við bara í því að koma í veg fyrir að öllu verði drekkt í steypu“. Er freki kallinn vandamálið? Það rofaði aðeins til í kollinum á mér ... já, ok ... við erum sumsé að ræða freka kallinn. Freka kallinn sem Jón Gnarr ritaði um í grein á Vísi.is 26. september 2015. Þar segir m.a.: „Freki kallinn kann að messa yfir öðrum. [...] Ég hef séð hann hella sér yfir fólk. [...] Það gilda ein lög fyrir hann en önnur fyrir alla aðra. Hann er alltaf í fullum rétti. Hann veit allt betur en allir aðrir og hefur alltaf rétt fyrir sér. [...] Hann vill bara fá sitt og fyrir sig. Hann trúir því að ef hann fái allt sem hann vill þá muni aðrir sjálfkrafa njóta góðs af því.[...]Það eru fáir sem þora að andmæla honum eða standa í vegi fyrir honum, hvað þá að standa uppí hárinu á honum. Því hver vill lenda í honum? Hver vill sjá stingandi augnaráðið beinast að sér, heyra háðsglósurnar og hótanirnar?“ En þá má spyrja, hvers virði eru þá völd sveitarfélaga í skipulags- og byggingarmálum ef þau stilla sér upp í varnarstöðu gagnvart freka kallinum? Þau segjast vita að gæði umhverfis skipti miklu máli, að fólkið skipti máli en forgangsverkefnið er bara að koma í veg fyrir að öllu verði drekkt í steypu ... en samt hafa þau valdið ... ? Ég átta mig ekki á þessari umræðu. Er freki kallinn svo ofsalega frekur að það halda honum engin bönd? Eru sveitarfélögin hrædd við freka kallinn eða er hann svo ofsalega ríkur að það halda honum engin bönd? Eru sveitarfélögin of undanlátsöm? Eru fulltrúar sveitarfélaganna tilbúnir að láta eigin trú og sannfæringu víkja fyrir kröfum freka kallsins? Hafa sveitarfélög ekki þau úrræði sem þarf til að stoppa freka kallinn? Vilja þau ekki stoppa freka kallinn? Er freki kallinn kannski hluti af stjórnkerfi sveitarfélaganna? Um skyldur og áhuga Sveitarfélögum er ætlað að standa vörð um almannahag og þau eiga að leita allra leiða til að uppfylla þá skyldu. Í þessum málaflokki hafa þau valdið og þurfa að axla ábyrgðina. Aukin þekking á sálfræðilegum áhrifum umhverfis á fólk ætti því að vera þeim eftirsóknarverð svo auka megi líkur á manneskjulegri og heilsusamlegri byggðarþróun og uppbyggingu. Þekkingin hjálpar til við að taka betri ákvarðanir. Þekkingin hjálpar til við að byggja undirstöður betra samfélags. „Hvar á umhverfissálfræðin að koma inn í ferlana og umræðuna?“ spurði fulltrúi sveitarfélagsins. „Umhverfissálfræði á að vera hluti af skipulags- og hönnunarferlum og umræðu frá upphafi til enda. Hún hentar við gerð forsendna, hún kemur inn með þekkingu, hún býr til þekkingu, hún hendar til rýni á öllum stigum, hún eykur skilning og brúar bilið milli hagsmunahópa ... umhverfissálfræðin getur því víða komið inn. Aðalmálið er bara að opna dyrnar, hleypa henni inn og veita henni rými. Hún mun finna sinn farveg.“ „Já, ég skil ... við skoðum þetta ... en svo er náttúrulega eitt ... það er ekki til neinn peningur núna til að setja í svona vinnu – þannig að þetta þarf eitthvað að bíða.“ Ég gerði mér upp bros ... og stóð upp. Byltingar er þörf. Höfundur er doktor í umhverfissálfræði
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun