Handbolti

Þórir Hergeirsson þjálfari ársins í Noregi

Atli Arason skrifar
Þórir Hergeirsson með verðlaunagripinn sem þjálfari ársins í Noregi.
Þórir Hergeirsson með verðlaunagripinn sem þjálfari ársins í Noregi. Rodrigo Freitas/NTB

Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, var í gærkvöldi valinn þjálfari ársins á Idrettsgallaen, uppgjörshátíð norskra íþrótta.

Þórir varð Evrópumeistari með norska landsliðinu í nóvember síðastliðnum en alls hefur Noregur unnið níu stórmót í handbolta undir hans stjórn.

„Þakka ykkur kærlega fyrir. Þetta er risastór heiður fyrir mig,“ sagði Þórir á verðlaunarhátíðinni og þakkaði sérstaklega aðstoðarþjálfara sínum, Tonje Larsen, ásamt markvarðarþjálfaranum Mats Olsson. 

„Við verðum að skipta þessum verðlaunagrip í þrennt. Hann mun sennilega áfram líta jafn vel út þá.“

„Ég vill einnig þakka norska handboltasambandinu fyrir að hafa trú á okkur, jafnvel þegar hlutirnir voru ekki að falla með okkur,“ bætti Þórir við.

Þórir er nú handhafi tveggja verðlaunagripa sem þjálfari ársins, en ásamt því að vera þjálfari ársins í Noregi þá hann var einnig útnefndur þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna á Íslandi í síðasta mánuði.


Tengdar fréttir

Þórir þjálfari ársins annað árið í röð

Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs í handbolta kvenna, er þjálfari ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×