Falleinkunn ef staðan batnar ekki með nýju skipulagi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. janúar 2023 11:34 Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans. Vísir/Arnar Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segir að úrbóta sé þörf innan spítalans á þessu ári með nýju skipulagi. Hann segir spítalann sinna of mörgum verkefnum sem ættu með réttu ekki að heyra undir hann en bylgja veirusýkinga hefur gert stjórnendum erfitt fyrir við að létta álagið. Ófremdarástand ríkir nú á Landsspítalanum líkt og oft áður. Sérfræðilæknir sagði upp vegna „stríðsástands á bráðamóttöku“ í vikunni. Bæði heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson og fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson hafna því að spítalinn sé vanfjármagnaður. Spurður hvort hann taki undir þau sjónarmið ráðherranna segir Runólfur: „Þetta er ekki einfalt mál, vegna þess að spítalinn er að sinna margvíslegum hlutverkum sem er ekki gert ráð fyrir að hann sinni. Meðal þess er öldrunarþjónusta sem talað er um að eigi heima annars staðar innan heilbrigðis- og félagsþjónustunnar. Við fengum fjárveitingar fyrir árið 2023 í samræmi við okkar rekstraráætlun. Það eru hins vegar margvísleg verkefni sem þarf að vinna og fjármagna til að ráða bót á þessum vandræðum sem við erum stöðugt í,“ segir Runólfur og bætir við að hann geri ráð fyrir að slík verkefni verði fjármögnuð sérstaklega. Hann var til viðtals á Reykjavík síðdegis: „Annað sem skiptir miklu máli fyrir Landspítalann er að nú erum við að taka upp fjármögnun þar sem greitt verður fyrir unnin verk,“ segir Runólfur sem bindur vonir við að slík fjármögnun verði til bóta á þessu ári. Mögulega verði að auka fjárveitingar til að mæta auknum launagreiðslum ef spítalinn verður undir í samkeppni um starfsfólk. „Auðvitað verður spítalinn að vera samkeppnisfær,“ segir hann. Runólfur segir að illa hafi gengið að koma ýmsum verkefnum frá spítalanum. Hækkandi aldur þjóðarinnar spili þar inni í. „Okkur tókst ekki nægilega vel að undirbúa okkur fyrir það. Svo kom farsóttin og gerði illt verra og leiddi til manneklu meðal heilbrigðisstarfsmanna sem var farin að gæta sín fyrir,“ segir hann og nefnir að legurými hafi skort síðustu mánuðum. Stjórnendur spítalans hafi verið komnir áleiðis með að greiða úr þeim vanda. „Svo skall á okkur þessi bylgja veirusýkinga sem hefur gert okkur mjög erfitt fyrir síðustu vikur og það er mjög skiljanlegt að fólk sé orðið langþreytt.“ Með nýju skipulagi spítalans vonast hann til að staðan batni. „Ef við náum ekki úrbótum á þessu ári þá gef ég okkur bara falleinkunn fyrirfram,“ segir Runólfur Pálsson að lokum. Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ástandið á Landspítalanum komi peningum ekki við Fjármálaráðherra hafnar því að starfsemi Landspítalans sé vanfjármögnuð. Þá sé ekki ástæða fyrir neinn að segja upp á grundvelli fjárlaga. 6. janúar 2023 13:42 Úr slæmu ástandi í enn verra Stríðsástand ríkir á bráðamóttöku Landspítalans, að mati læknis sem lét þar af störfum um áramótin vegna óboðlegs starfsumhverfis. Ástandið hafi hríðversnað síðustu tvö ár og hann hafi á tímabili þurft að vinna á við þrjá. Mildi þykir að starfsfólk hafi fengið rúman tíma til undirbúnings þegar alvarlegt slys varð á Suðurlandsvegi í gær. 4. janúar 2023 19:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Ófremdarástand ríkir nú á Landsspítalanum líkt og oft áður. Sérfræðilæknir sagði upp vegna „stríðsástands á bráðamóttöku“ í vikunni. Bæði heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson og fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson hafna því að spítalinn sé vanfjármagnaður. Spurður hvort hann taki undir þau sjónarmið ráðherranna segir Runólfur: „Þetta er ekki einfalt mál, vegna þess að spítalinn er að sinna margvíslegum hlutverkum sem er ekki gert ráð fyrir að hann sinni. Meðal þess er öldrunarþjónusta sem talað er um að eigi heima annars staðar innan heilbrigðis- og félagsþjónustunnar. Við fengum fjárveitingar fyrir árið 2023 í samræmi við okkar rekstraráætlun. Það eru hins vegar margvísleg verkefni sem þarf að vinna og fjármagna til að ráða bót á þessum vandræðum sem við erum stöðugt í,“ segir Runólfur og bætir við að hann geri ráð fyrir að slík verkefni verði fjármögnuð sérstaklega. Hann var til viðtals á Reykjavík síðdegis: „Annað sem skiptir miklu máli fyrir Landspítalann er að nú erum við að taka upp fjármögnun þar sem greitt verður fyrir unnin verk,“ segir Runólfur sem bindur vonir við að slík fjármögnun verði til bóta á þessu ári. Mögulega verði að auka fjárveitingar til að mæta auknum launagreiðslum ef spítalinn verður undir í samkeppni um starfsfólk. „Auðvitað verður spítalinn að vera samkeppnisfær,“ segir hann. Runólfur segir að illa hafi gengið að koma ýmsum verkefnum frá spítalanum. Hækkandi aldur þjóðarinnar spili þar inni í. „Okkur tókst ekki nægilega vel að undirbúa okkur fyrir það. Svo kom farsóttin og gerði illt verra og leiddi til manneklu meðal heilbrigðisstarfsmanna sem var farin að gæta sín fyrir,“ segir hann og nefnir að legurými hafi skort síðustu mánuðum. Stjórnendur spítalans hafi verið komnir áleiðis með að greiða úr þeim vanda. „Svo skall á okkur þessi bylgja veirusýkinga sem hefur gert okkur mjög erfitt fyrir síðustu vikur og það er mjög skiljanlegt að fólk sé orðið langþreytt.“ Með nýju skipulagi spítalans vonast hann til að staðan batni. „Ef við náum ekki úrbótum á þessu ári þá gef ég okkur bara falleinkunn fyrirfram,“ segir Runólfur Pálsson að lokum.
Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ástandið á Landspítalanum komi peningum ekki við Fjármálaráðherra hafnar því að starfsemi Landspítalans sé vanfjármögnuð. Þá sé ekki ástæða fyrir neinn að segja upp á grundvelli fjárlaga. 6. janúar 2023 13:42 Úr slæmu ástandi í enn verra Stríðsástand ríkir á bráðamóttöku Landspítalans, að mati læknis sem lét þar af störfum um áramótin vegna óboðlegs starfsumhverfis. Ástandið hafi hríðversnað síðustu tvö ár og hann hafi á tímabili þurft að vinna á við þrjá. Mildi þykir að starfsfólk hafi fengið rúman tíma til undirbúnings þegar alvarlegt slys varð á Suðurlandsvegi í gær. 4. janúar 2023 19:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Ástandið á Landspítalanum komi peningum ekki við Fjármálaráðherra hafnar því að starfsemi Landspítalans sé vanfjármögnuð. Þá sé ekki ástæða fyrir neinn að segja upp á grundvelli fjárlaga. 6. janúar 2023 13:42
Úr slæmu ástandi í enn verra Stríðsástand ríkir á bráðamóttöku Landspítalans, að mati læknis sem lét þar af störfum um áramótin vegna óboðlegs starfsumhverfis. Ástandið hafi hríðversnað síðustu tvö ár og hann hafi á tímabili þurft að vinna á við þrjá. Mildi þykir að starfsfólk hafi fengið rúman tíma til undirbúnings þegar alvarlegt slys varð á Suðurlandsvegi í gær. 4. janúar 2023 19:00