Gætu ekki brugðist við stóru slysi í Reykjavík með fullnægjandi hætti Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. janúar 2023 19:02 Mikael Smári Mikaelsson, yfirlæknir á bráðamóttöku. vísir/arnar Yfirlæknir í bráðalækningum á Landspítala óttast fjölgun alvarlegra atvika á bráðamóttöku vegna hættulegrar stöðu sem þar er uppi. Óvenjumörg alvarleg atvik á nýliðnu ári séu áhyggjuefni. Þá gæti bráðamóttakan ekki brugðist við stóru slysi á höfuðborgarsvæðinu með fullnægjandi hætti. Alvarlegt ástand er á bráðamóttöku Landspítalans, eins og fjallað hefur verið um undanfarna daga. Flótti starfsfólks er einkum áhyggjuefni að sögn Mikaels Smára Mikaelssonar, yfirlæknis. Hann telur að um fjörutíu prósent vöntun sé á hjúkrunarfræðingum og úr fámennum hópi sérfræðilækna hafa fimm látið af störfum síðan í september. Starfsfólk finni sig knúið til að útskrifa sjúklinga sem fyrst vegna ástandsins. En hvað er til ráða? Fyrst og fremst þurfi að stórbæta vinnurými starfsfólks, sem sinni starfi sínu mikið til á göngum og biðstofum. Og fleira þurfi til. „Við erum að eldast sem þjóð og það þarf að finna önnur úrræði en spítalana. Ég held að það sé stærst,“ segir Mikael. Óhugnanleg tilhugsun ef slysið hefði verið nær Vel hafi þó gengið að losa rúm á bráðamóttökunni þegar tíu voru fluttir á spítalann með flugi eftir stórt umferðarslys á Suðurlandsvegi í fyrradag, aðallega sökum þess að fyrirvarinn var svo góður. Stórt slys á borð við þetta væri hins vegar óhugnanleg tilhugsun innan borgarmarkanna. Yrði hérna stórt slys í Reykjavík, væri hægt að bregðast við því með fullnægjandi hætti? „Nei, því miður. Ekki ef það er stórt. En hópslys eru þannig að þau eru í eðli sínu erfið að bregðast við, meira að segja í góðum kerfum,“ segir Mikael. Tvenns konar áhyggjuefni Sex alvarleg atvik á bráðamóttöku voru tilkynnt til Landlæknis á nýliðnu ári, sem virðist meira en vanalegt er. Síðast á milli jóla og nýárs lést karlmaður á sextugsaldri daginn eftir að hann var sendur heim af bráðamóttökunni. Mikael er uggandi yfir fjölda atvika. „Auðvitað, þetta er mjög mikið áhyggjuefni. Þetta er tvenns konar áhyggjuefni. Fólk er vanara minni atvikunum og er ekki að tilkynna þau jafnvel, grunar okkur. Hins vegar vitum við að þegar við vinnum öðruvísi en við viljum þá fylgir því áhætta og atvik. Óttastu að þeim fjölgi? „Ég er að vonast til að ástandið versni ekki og þá munum við kannski halda í stað. En auðvitað óttast ég það,“ segir Mikael. Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Alvarlegt ástand er á bráðamóttöku Landspítalans, eins og fjallað hefur verið um undanfarna daga. Flótti starfsfólks er einkum áhyggjuefni að sögn Mikaels Smára Mikaelssonar, yfirlæknis. Hann telur að um fjörutíu prósent vöntun sé á hjúkrunarfræðingum og úr fámennum hópi sérfræðilækna hafa fimm látið af störfum síðan í september. Starfsfólk finni sig knúið til að útskrifa sjúklinga sem fyrst vegna ástandsins. En hvað er til ráða? Fyrst og fremst þurfi að stórbæta vinnurými starfsfólks, sem sinni starfi sínu mikið til á göngum og biðstofum. Og fleira þurfi til. „Við erum að eldast sem þjóð og það þarf að finna önnur úrræði en spítalana. Ég held að það sé stærst,“ segir Mikael. Óhugnanleg tilhugsun ef slysið hefði verið nær Vel hafi þó gengið að losa rúm á bráðamóttökunni þegar tíu voru fluttir á spítalann með flugi eftir stórt umferðarslys á Suðurlandsvegi í fyrradag, aðallega sökum þess að fyrirvarinn var svo góður. Stórt slys á borð við þetta væri hins vegar óhugnanleg tilhugsun innan borgarmarkanna. Yrði hérna stórt slys í Reykjavík, væri hægt að bregðast við því með fullnægjandi hætti? „Nei, því miður. Ekki ef það er stórt. En hópslys eru þannig að þau eru í eðli sínu erfið að bregðast við, meira að segja í góðum kerfum,“ segir Mikael. Tvenns konar áhyggjuefni Sex alvarleg atvik á bráðamóttöku voru tilkynnt til Landlæknis á nýliðnu ári, sem virðist meira en vanalegt er. Síðast á milli jóla og nýárs lést karlmaður á sextugsaldri daginn eftir að hann var sendur heim af bráðamóttökunni. Mikael er uggandi yfir fjölda atvika. „Auðvitað, þetta er mjög mikið áhyggjuefni. Þetta er tvenns konar áhyggjuefni. Fólk er vanara minni atvikunum og er ekki að tilkynna þau jafnvel, grunar okkur. Hins vegar vitum við að þegar við vinnum öðruvísi en við viljum þá fylgir því áhætta og atvik. Óttastu að þeim fjölgi? „Ég er að vonast til að ástandið versni ekki og þá munum við kannski halda í stað. En auðvitað óttast ég það,“ segir Mikael.
Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira