Stjórnlaus ferðaiðnaður Þór Saari skrifar 5. janúar 2023 09:58 Frekja, yfirgangur og það sem virðist hrein heimska, er það sem einkennir ferðaiðnaðinn hér á landi og Samtök ferðaiðnaðarins, með Jóhannes Þór og Bjarnheiði í broddi fylkingar, koma orðið fram af stakri fyrirlitningu við sjálfboðaliða björgunarsveita, starfsmenn Vegagerðarinnar, íslenska náttúru, umhverfi og menningu, og í raun allan íslenskan almenning. Það er í raun alveg með ólíkindum að þessu fólki hafi dottið það í hug að stjórnlaus vetrarferðamennska á Íslandi væri góð hugmynd, en sú fráleita niðurstaða var keyrð áfram af hreinum draumórum, græðgi, og af Íslandsstofu sem er skrýtin stofnun, stofnsett af ráðherra og í raun í eigu ríkissjóðs. Um Íslandsstofu gilda hvorki stjórnsýslulög, upplýsingalög, lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, samkeppnislög né lög um opinber innkaup og starfsemin er því leyndó og líka hverjir eru á þeim spena. Þessi stefna hefur kostað fjölda mannslífa og enn fleiri alvarleg slys á fólki. Vitaskuld á að loka vegum miklu meira og oftar en gert er, einmitt vegna þessarar gengdarlausu græðgi sem drífur ferðaiðnaðinn áfram og gerir það að verkum að legíó af erlendum ferðamönnum sem kunna ekki að keyra, teppa vegina og gera það að verkum að sjálfboðaliðar björgunarsveitanna fá ekki að halda jól með fjölskyldum sínum. Þessi stjórnlausi ferðaiðnaður er orðin alger plága fyrir alla landsmenn, þó örfáir græði kannski drjúgt á fyrirbærinu. Mest allur hagnaðurinn fer líklega úr landi og inn á reikninga í skattaskjólum, alla vega er ekki mikið um hagnað hér innanlands, líka endurgreiddur virðisaukaskattur, en sem kunnugt er, þá er ferðaiðnaðurinn að nánast öllu leiti á sérstöku VSK þrepi og mismunurinn á inn- og útskatti er hvorki meira né minna en þrettán prósentustig, sem eru umtalsverðar upphæðir og gefur ágætis tekjur meðan verið er að greiða upp kostnað við uppbyggingu og hluta rekstrar. Þessi iðnaðarferðamennska hefur svo gert miðborg Reykjavíkur að menningarlegri eyðimörk fyrir Íslendinga, hvort sem um er að ræða góðviðrisdaga á sumrin eða jóla- og áramótastemningu. Miðborg Reykjavíkur er bara ekki lengur sá menningarlegi og félagslegi samkomustaður sem miðborg höfuðborgar ríkis á að vera, heldur risastór matarsjoppuhöll með endalausum röðum af lundabúðum, gistihúsum og skyndibitastöðum, mönnuðum með erlendu starfsfólki sem fær lúsarlaun. Að heyra íslensku er undantekning. „Klúr sjoppuvædd Selfie/Instagram menning“ eins og einn sagði. Íbúar þéttbýlisstaða landsbyggðarinnar hafa heldur ekki farið varhluta af og eru einnig orðnir aukatriði í sínu samfélagi, beðnir um að halda sig fjarri miðbæjum staðanna þegar skemmtiferðaskip eru í höfn. Þessu þarf að breyta svo um munar og það er margt sem þarf að gera til að koma ferðaiðnaðinum í viðskiptaumhverfi sem er í góðu samkomulagi við almenning í landinu. Þar er mikilvægast að fækka ferðamönnum umtalsvert svo okkar viðkvæma náttúra og umhverfi verði ekki fyrir enn meira tjóni. Fjöldatakmarkanir á helstu ferðamannastöðum eru einnig mjög mikilvægar og greiðsla umhverfis- og náttúruverndargjalds fyrir hverja gistinótt per mann og fyrir hvern landgöngudag fyrir skemmtiferðaskipin, þarf einnig að verða að veruleika. Auk þess þarf að taka á gríðarlegri CO2 losun ferðaiðnaðarins með kvöðum um rafmagnsbíla eingöngu á bílaleigum (auk bílprófs ökumanna að sjálfsögðu) og takmörkunum á akstri þeirra á hálendisvegum. Kvaðir þurfa að vera um lengri dvöl á áfangastað, hérlendis sem erlendis, til að fækka flugferðum og stöðva þessar skammtíma þriggja daga hringakstursferðir erlendra ferðamanna sem kom alla leið frá Kína til að keyra hringinn, og "Bröns-til-Berlínar-" og fótboltaleikjaferðirnar. Hamfarhlýnun er grafalvarlegt mál sem snertir okkur öll, en hvað gera Íslendingar. Jú þeir fjölga flugfélögum. Hversu sturlað er það? Það er fyrir löngu orðið tímabært að stjórnvöld landsins taki á þessari óværu sem ferðaiðnaðurinn er og komi þessum geira atvinnulífsins í fastmótað og skilvirkt horf, horf sem er í sátt við landsmenn, náttúru og umhverfi, og sem gerir það að verkum að við sem búum hér séum ekki aukaatriði í eigin landi. Höfundur er hagfræðingur og unnandi íslenskrar náttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Þór Saari Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Frekja, yfirgangur og það sem virðist hrein heimska, er það sem einkennir ferðaiðnaðinn hér á landi og Samtök ferðaiðnaðarins, með Jóhannes Þór og Bjarnheiði í broddi fylkingar, koma orðið fram af stakri fyrirlitningu við sjálfboðaliða björgunarsveita, starfsmenn Vegagerðarinnar, íslenska náttúru, umhverfi og menningu, og í raun allan íslenskan almenning. Það er í raun alveg með ólíkindum að þessu fólki hafi dottið það í hug að stjórnlaus vetrarferðamennska á Íslandi væri góð hugmynd, en sú fráleita niðurstaða var keyrð áfram af hreinum draumórum, græðgi, og af Íslandsstofu sem er skrýtin stofnun, stofnsett af ráðherra og í raun í eigu ríkissjóðs. Um Íslandsstofu gilda hvorki stjórnsýslulög, upplýsingalög, lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, samkeppnislög né lög um opinber innkaup og starfsemin er því leyndó og líka hverjir eru á þeim spena. Þessi stefna hefur kostað fjölda mannslífa og enn fleiri alvarleg slys á fólki. Vitaskuld á að loka vegum miklu meira og oftar en gert er, einmitt vegna þessarar gengdarlausu græðgi sem drífur ferðaiðnaðinn áfram og gerir það að verkum að legíó af erlendum ferðamönnum sem kunna ekki að keyra, teppa vegina og gera það að verkum að sjálfboðaliðar björgunarsveitanna fá ekki að halda jól með fjölskyldum sínum. Þessi stjórnlausi ferðaiðnaður er orðin alger plága fyrir alla landsmenn, þó örfáir græði kannski drjúgt á fyrirbærinu. Mest allur hagnaðurinn fer líklega úr landi og inn á reikninga í skattaskjólum, alla vega er ekki mikið um hagnað hér innanlands, líka endurgreiddur virðisaukaskattur, en sem kunnugt er, þá er ferðaiðnaðurinn að nánast öllu leiti á sérstöku VSK þrepi og mismunurinn á inn- og útskatti er hvorki meira né minna en þrettán prósentustig, sem eru umtalsverðar upphæðir og gefur ágætis tekjur meðan verið er að greiða upp kostnað við uppbyggingu og hluta rekstrar. Þessi iðnaðarferðamennska hefur svo gert miðborg Reykjavíkur að menningarlegri eyðimörk fyrir Íslendinga, hvort sem um er að ræða góðviðrisdaga á sumrin eða jóla- og áramótastemningu. Miðborg Reykjavíkur er bara ekki lengur sá menningarlegi og félagslegi samkomustaður sem miðborg höfuðborgar ríkis á að vera, heldur risastór matarsjoppuhöll með endalausum röðum af lundabúðum, gistihúsum og skyndibitastöðum, mönnuðum með erlendu starfsfólki sem fær lúsarlaun. Að heyra íslensku er undantekning. „Klúr sjoppuvædd Selfie/Instagram menning“ eins og einn sagði. Íbúar þéttbýlisstaða landsbyggðarinnar hafa heldur ekki farið varhluta af og eru einnig orðnir aukatriði í sínu samfélagi, beðnir um að halda sig fjarri miðbæjum staðanna þegar skemmtiferðaskip eru í höfn. Þessu þarf að breyta svo um munar og það er margt sem þarf að gera til að koma ferðaiðnaðinum í viðskiptaumhverfi sem er í góðu samkomulagi við almenning í landinu. Þar er mikilvægast að fækka ferðamönnum umtalsvert svo okkar viðkvæma náttúra og umhverfi verði ekki fyrir enn meira tjóni. Fjöldatakmarkanir á helstu ferðamannastöðum eru einnig mjög mikilvægar og greiðsla umhverfis- og náttúruverndargjalds fyrir hverja gistinótt per mann og fyrir hvern landgöngudag fyrir skemmtiferðaskipin, þarf einnig að verða að veruleika. Auk þess þarf að taka á gríðarlegri CO2 losun ferðaiðnaðarins með kvöðum um rafmagnsbíla eingöngu á bílaleigum (auk bílprófs ökumanna að sjálfsögðu) og takmörkunum á akstri þeirra á hálendisvegum. Kvaðir þurfa að vera um lengri dvöl á áfangastað, hérlendis sem erlendis, til að fækka flugferðum og stöðva þessar skammtíma þriggja daga hringakstursferðir erlendra ferðamanna sem kom alla leið frá Kína til að keyra hringinn, og "Bröns-til-Berlínar-" og fótboltaleikjaferðirnar. Hamfarhlýnun er grafalvarlegt mál sem snertir okkur öll, en hvað gera Íslendingar. Jú þeir fjölga flugfélögum. Hversu sturlað er það? Það er fyrir löngu orðið tímabært að stjórnvöld landsins taki á þessari óværu sem ferðaiðnaðurinn er og komi þessum geira atvinnulífsins í fastmótað og skilvirkt horf, horf sem er í sátt við landsmenn, náttúru og umhverfi, og sem gerir það að verkum að við sem búum hér séum ekki aukaatriði í eigin landi. Höfundur er hagfræðingur og unnandi íslenskrar náttúru.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun