Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Kjartan Kjartansson skrifar 5. janúar 2023 09:00 Kevin McCarthy (f.m.) ræði við félaga sína á þingfundi í gær þar sem fulltrúadeildin kaus þrisvar um forseta en án afgerandi niðurstöðu. AP/Alex Brandon Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. McCarthy varð fyrsta þingforsetaefni meirihlutaflokks í fulltrúadeildinni til þess að ná ekki kjöri í heila öld þegar nýtt Bandaríkjaþing kom saman á þriðjudag. Hann náði hvorki meirihluta atkvæða þingheims í þremur atkvæðagreiðslum á þriðjudag né þremur til viðbótar í gær. Staðan þýðir að ekki hefur verið hægt að sverja inn nýja þingmenn. Störf þingnefnda sem eiga að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu liggja í lamasessi og þá geta verðandi þingmenn ekki fengið leynilegar upplýsingar frá leyniþjónstustofnunum eða hernum, að sögn New York Times. Yfirleitt hefur það verið formsatriði fyrir fulltrúadeildina að kjósa sér forseta. Síðast þurfti fleiri en eina atkvæðagreiðslu árið 1923. Langvinnasta deilan um þingforseta var árið 1855 þegar þrælahald var bitbein þingmanna í aðdraganda borgarastríðsins sem hófst sex árum síðar. Hún varði í tvo mánuði og greiddi þingið atkvæði 133 sinnum. Byron Donalds, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana frá Flórída, var sá sem tuttugu íhaldssömustu repúblikanarnir tefldu fram gegn McCarthy í gær.AP/Jacquelyn Martin Tapaði atkvæði Repúblikanar eru aðeins með tíu manna meirihluta í fulltrúadeildinni en tuttugu íhaldssömustu þingmenn flokksins koma í veg fyrir að McCarthy nái kjöri. Þeir hafa ekki gefið sig þrátt fyrir verulegar tilslakanir McCarthys. Þess í stað tilnefndi hópurinn Byron Donalds, félaga sinn frá Flórída, til forsetaembættisins. Andstaða hópsins, sem nefnir sig Frelsisþinghópinn (e. House Freedom Caucus), þýðir að McCarthy hefur fengið færri atkvæði en demókratinn Hakeem Jeffries í atkvæðagreiðslunum sex til þessa. Hvorugur þeirra hefur náð meirihluta. Engan bilbug var þó á McCarthy að finna í gærkvöldi. Áður en þingfundi var frestað sagði hann ekkert samkomulag í höfn ennþá en að árangur hefði náðst. Árangurinn var þó ekki meiri en svo að McCarthy tapaði atkvæði eins félaga síns sem sat hjá við eina atkvæðagreiðsluna. AP-fréttastofan segir að búast megi við löngum þingfundi þegar hann hefst aftur á hádegi að staðartíma í dag. Ekki stóð til að þingið kæmi saman á morgun föstudag en þá verða tvö ár liðin frá árás stuðningsmanna Donalds Trump á þinghúsið. Tveir af hörðustu andstæðingum McCarthy í þingflokki repúblikana, Matt Gaetz (t.h.) og Jim Jordan (f.m.) ræða saman í fulltrúadeildinni í gær. Gaetz hefur meðal annars sagt að honum sé sama þó að deilurnar leiði til þess að leiðtogi demókrata verði þingforseti.AP/Alex Brandon Vildi að Trump segði McCarthy að leggja árar í bát Frelsisþinghópurinn hefur þegar neytt McCarthy til þess að láta undan fjölda krafna þeirra, þar á meðal að aðeins fimm þingmenn þurfi til þess að kalla fram vantraustsatkvæðagreiðslu um þingforseta hvenær sem er. Hópurinn vill einnig ná fram ýmsum breytingum á þingsköpum og fá fleiri sæti í þingnefndum fyrir félaga sína. Eins vill hann að forystusveit flokksins skipti sér ekki af prófkjörum um opin sæti í kjördæmum þar sem repúblikanar eiga sigurinn vísan. Þingmennirnir í hópnum eru taldir þeir tryggustu Trump, fyrrverandi forseta, í þingflokknum. Engu að síður nýtur McCarthy stuðnings Trumps til að verða forseti. Sá stuðningur virðist þó lítið hafa að segja. Lauren Boebert, þingkona frá Colorado, hvatti Trump til þess að segja McCarthy að gefast upp. „Þú ert ekki með nógu mörg atkvæði og það er kominn tími til að draga sig í hlé, herra,“ vildi Boebert að Trump segði McCarthy. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23 Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33 McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Nýtt kjörtímabil hefst í Bandaríkjunum á morgun og munu Demókratar þá formlega missa meirihluta í fulltrúadeildinni. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja sér atkvæði 218 þingmanna svo hann geti orðið þingforseti en svo virðist sem hann nái því ekki. 2. janúar 2023 14:05 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
McCarthy varð fyrsta þingforsetaefni meirihlutaflokks í fulltrúadeildinni til þess að ná ekki kjöri í heila öld þegar nýtt Bandaríkjaþing kom saman á þriðjudag. Hann náði hvorki meirihluta atkvæða þingheims í þremur atkvæðagreiðslum á þriðjudag né þremur til viðbótar í gær. Staðan þýðir að ekki hefur verið hægt að sverja inn nýja þingmenn. Störf þingnefnda sem eiga að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu liggja í lamasessi og þá geta verðandi þingmenn ekki fengið leynilegar upplýsingar frá leyniþjónstustofnunum eða hernum, að sögn New York Times. Yfirleitt hefur það verið formsatriði fyrir fulltrúadeildina að kjósa sér forseta. Síðast þurfti fleiri en eina atkvæðagreiðslu árið 1923. Langvinnasta deilan um þingforseta var árið 1855 þegar þrælahald var bitbein þingmanna í aðdraganda borgarastríðsins sem hófst sex árum síðar. Hún varði í tvo mánuði og greiddi þingið atkvæði 133 sinnum. Byron Donalds, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana frá Flórída, var sá sem tuttugu íhaldssömustu repúblikanarnir tefldu fram gegn McCarthy í gær.AP/Jacquelyn Martin Tapaði atkvæði Repúblikanar eru aðeins með tíu manna meirihluta í fulltrúadeildinni en tuttugu íhaldssömustu þingmenn flokksins koma í veg fyrir að McCarthy nái kjöri. Þeir hafa ekki gefið sig þrátt fyrir verulegar tilslakanir McCarthys. Þess í stað tilnefndi hópurinn Byron Donalds, félaga sinn frá Flórída, til forsetaembættisins. Andstaða hópsins, sem nefnir sig Frelsisþinghópinn (e. House Freedom Caucus), þýðir að McCarthy hefur fengið færri atkvæði en demókratinn Hakeem Jeffries í atkvæðagreiðslunum sex til þessa. Hvorugur þeirra hefur náð meirihluta. Engan bilbug var þó á McCarthy að finna í gærkvöldi. Áður en þingfundi var frestað sagði hann ekkert samkomulag í höfn ennþá en að árangur hefði náðst. Árangurinn var þó ekki meiri en svo að McCarthy tapaði atkvæði eins félaga síns sem sat hjá við eina atkvæðagreiðsluna. AP-fréttastofan segir að búast megi við löngum þingfundi þegar hann hefst aftur á hádegi að staðartíma í dag. Ekki stóð til að þingið kæmi saman á morgun föstudag en þá verða tvö ár liðin frá árás stuðningsmanna Donalds Trump á þinghúsið. Tveir af hörðustu andstæðingum McCarthy í þingflokki repúblikana, Matt Gaetz (t.h.) og Jim Jordan (f.m.) ræða saman í fulltrúadeildinni í gær. Gaetz hefur meðal annars sagt að honum sé sama þó að deilurnar leiði til þess að leiðtogi demókrata verði þingforseti.AP/Alex Brandon Vildi að Trump segði McCarthy að leggja árar í bát Frelsisþinghópurinn hefur þegar neytt McCarthy til þess að láta undan fjölda krafna þeirra, þar á meðal að aðeins fimm þingmenn þurfi til þess að kalla fram vantraustsatkvæðagreiðslu um þingforseta hvenær sem er. Hópurinn vill einnig ná fram ýmsum breytingum á þingsköpum og fá fleiri sæti í þingnefndum fyrir félaga sína. Eins vill hann að forystusveit flokksins skipti sér ekki af prófkjörum um opin sæti í kjördæmum þar sem repúblikanar eiga sigurinn vísan. Þingmennirnir í hópnum eru taldir þeir tryggustu Trump, fyrrverandi forseta, í þingflokknum. Engu að síður nýtur McCarthy stuðnings Trumps til að verða forseti. Sá stuðningur virðist þó lítið hafa að segja. Lauren Boebert, þingkona frá Colorado, hvatti Trump til þess að segja McCarthy að gefast upp. „Þú ert ekki með nógu mörg atkvæði og það er kominn tími til að draga sig í hlé, herra,“ vildi Boebert að Trump segði McCarthy.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23 Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33 McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Nýtt kjörtímabil hefst í Bandaríkjunum á morgun og munu Demókratar þá formlega missa meirihluta í fulltrúadeildinni. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja sér atkvæði 218 þingmanna svo hann geti orðið þingforseti en svo virðist sem hann nái því ekki. 2. janúar 2023 14:05 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23
Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33
McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Nýtt kjörtímabil hefst í Bandaríkjunum á morgun og munu Demókratar þá formlega missa meirihluta í fulltrúadeildinni. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja sér atkvæði 218 þingmanna svo hann geti orðið þingforseti en svo virðist sem hann nái því ekki. 2. janúar 2023 14:05
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent