Arna fer fram á að rannsókn á hendur sér verði felld niður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. janúar 2023 06:51 Arna er fyrir miðju á myndinni, við hlið Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja. Vísir/Vilhelm Arna McClure, yfirlögfræðingur Samherja, hefur farið þess á leit við dómstóla að rannsókn héraðssaksóknara á hendur henni verði úrskurðuð ólögmæt og felld niður. Frá þessu greinir Morgunblaðið en í umfjöllun blaðsins segir að Arna hafi haft réttarstöðu sakbornings í þrjú ár vegna rannsóknar á meintum brotum Samherja í Namibíu en hún hafi ekkert heyrt frá héraðssaksóknara í sautján mánuði. Að sögn Halldórs Brynjars Halldórssonar, lögmanns Örnu, var þess óskað síðasta vor að réttarstöðu Örnu yrði breytt, þar sem ekkert benti til þess að hún hefði gerst sek um saknæma háttsemi. „Við ítrekuðum kröfuna í tvígang en þegar alltaf var svarað á sama veg, án þess að nein efnisleg afstaða væri tekin, sáum við ekki aðra færa leið en láta á þetta reyna fyrir dómstólum,“ segir Halldór í samtali við Morgunblaðið. Í greinargerð sem hefur verið lögð fyrir dómstóla segir einnig að Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, sé vanhæfur til að annast rannsóknina sökum þess að hann sé bróðir Inga Freys Vilhjálmssonar, blaðamanns á Stundinni. Er Finnur sagður hafa byggt á gögnum og fréttaskrifum frá bróður sínum. Halldór segir það ekki hafa legið fyrir fyrr en nýlega að Finnur hefði yfirumsjón með rannsókninni. „Þegar við gerðum okkur grein fyrir því að Finnur Þór færi þannig með stjórn rannsóknar, sem bróðir hans Ingi Freyr hefði tekið þátt í að vinna upp í hendurnar á honum, var ákveðið að tilefni væri orðið til þess að leita aðkomu dómstóla.“ Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið en í umfjöllun blaðsins segir að Arna hafi haft réttarstöðu sakbornings í þrjú ár vegna rannsóknar á meintum brotum Samherja í Namibíu en hún hafi ekkert heyrt frá héraðssaksóknara í sautján mánuði. Að sögn Halldórs Brynjars Halldórssonar, lögmanns Örnu, var þess óskað síðasta vor að réttarstöðu Örnu yrði breytt, þar sem ekkert benti til þess að hún hefði gerst sek um saknæma háttsemi. „Við ítrekuðum kröfuna í tvígang en þegar alltaf var svarað á sama veg, án þess að nein efnisleg afstaða væri tekin, sáum við ekki aðra færa leið en láta á þetta reyna fyrir dómstólum,“ segir Halldór í samtali við Morgunblaðið. Í greinargerð sem hefur verið lögð fyrir dómstóla segir einnig að Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, sé vanhæfur til að annast rannsóknina sökum þess að hann sé bróðir Inga Freys Vilhjálmssonar, blaðamanns á Stundinni. Er Finnur sagður hafa byggt á gögnum og fréttaskrifum frá bróður sínum. Halldór segir það ekki hafa legið fyrir fyrr en nýlega að Finnur hefði yfirumsjón með rannsókninni. „Þegar við gerðum okkur grein fyrir því að Finnur Þór færi þannig með stjórn rannsóknar, sem bróðir hans Ingi Freyr hefði tekið þátt í að vinna upp í hendurnar á honum, var ákveðið að tilefni væri orðið til þess að leita aðkomu dómstóla.“
Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira