„Fólkið fyrst svo allt hitt“ Kristín Ólafsdóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 4. janúar 2023 21:38 Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins kallaði eftir neyðarfundi. Stöð 2/Sigurjón Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins kallaði fyrr í dag eftir neyðarfundi hjá velferðarnefnd vegna ástandsins sem myndast hefur á bráðamóttöku Landspítalans. Hann segir nauðsynlegt að gera eitthvað í málunum. Sex alvarleg atvik á bráðamóttöku voru tilkynnt til landlæknis árið 2022. Karlmaður sem sendur var heim af bráðamóttöku lést á milli jóla og nýárs og er atvikið nú til skoðunar. Bráðalæknir sem lét af störfum þar á dögunum segir stríðsástand ríkja. Guðmundur segir fregnir af manninum sem lést hafa fengið hann til þess að senda út neyðarkall vegna ástandsins. „Það þarf mikið til þess að gera mig reiðan en þetta gerði mig reiðan, svolítið persónulegt, en ég vill fá neyðarfund hjá velferðarnefnd. Fyrsti fundur velferðarnefndar eftir jólafrí verður um þetta mál. Við verðum að gera eitthvað hérna,“ segir Guðmundur en staðan sé orðin verri á bráðamóttökunni en hún var fyrir þrjátíu árum síðan. Hann segir bráðamóttökuna vera yfirfulla á meðan undirmönnun ríki sem sé skaðleg fyrir starfsfólk spítalans. Fólk einfaldlega brenni upp andlega og líkamlega. „Þetta verðum við að bæta. Við verðum að hætta að tala um nefndir og fara að gera eitthvað í málunum.“ Neyðarfundur í velferðarnefnd, hverju getur hann skilað í þessu? „Ja, hann getur þá alla vega fengið upplýsingar um hvað er í gangi hérna. Það er alltaf verið að tala um að það sé undirmannað. Hjúkrunarfræðingar eru búnir að segja hérna upp, læknar eru búnir að segja hérna upp. Við erum með þúsund hjúkrunarfræðinga sem eru að vinna við eitthvað annað,“ segir Guðmundur. Nauðsynlegt sé að byggð sé upp mannsæmandi vinnuaðstaða fyrir starfsfólk, bæta launin og fá það til baka á spítalann. „Við verðum að hætta að tala um að það skorti fjármuni, fólkið fyrst svo allt hitt,“ segir Guðmundur að lokum. Viðtalið við Guðmund má sjá hér að ofan í heild sinni og hefst það á 02:05. Heilbrigðismál Landspítalinn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Úr slæmu ástandi í enn verra Stríðsástand ríkir á bráðamóttöku Landspítalans, að mati læknis sem lét þar af störfum um áramótin vegna óboðlegs starfsumhverfis. Ástandið hafi hríðversnað síðustu tvö ár og hann hafi á tímabili þurft að vinna á við þrjá. Mildi þykir að starfsfólk hafi fengið rúman tíma til undirbúnings þegar alvarlegt slys varð á Suðurlandsvegi í gær. 4. janúar 2023 19:00 Lést eftir útskrift frá bráðamóttöku Tæplega sextugur maður lést stuttu eftir að hann var útskrifaður af bráðamóttöku milli jóla og nýárs. Málið hefur verið tilkynnt til bæði Landlæknis og lögreglu og rannsakað sem alvarlegt atvik. 4. janúar 2023 13:14 „Nú gefst ég upp“ Eggert Eyjólfsson bráðalæknir sagði upp á bráðamóttöku Landspítalans í haust og lauk sinni síðustu vakt fyrir áramót. Eggert segir ástæðuna fyrir uppsögninni vera einfalda: starfsaðstæður eru óboðlegar og stjórnvöld skeyta engu um margítrekaðar beiðnir um auknar fjárveitingar. Hann telur öryggi sjúklinga ógnað. 3. janúar 2023 20:20 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Sex alvarleg atvik á bráðamóttöku voru tilkynnt til landlæknis árið 2022. Karlmaður sem sendur var heim af bráðamóttöku lést á milli jóla og nýárs og er atvikið nú til skoðunar. Bráðalæknir sem lét af störfum þar á dögunum segir stríðsástand ríkja. Guðmundur segir fregnir af manninum sem lést hafa fengið hann til þess að senda út neyðarkall vegna ástandsins. „Það þarf mikið til þess að gera mig reiðan en þetta gerði mig reiðan, svolítið persónulegt, en ég vill fá neyðarfund hjá velferðarnefnd. Fyrsti fundur velferðarnefndar eftir jólafrí verður um þetta mál. Við verðum að gera eitthvað hérna,“ segir Guðmundur en staðan sé orðin verri á bráðamóttökunni en hún var fyrir þrjátíu árum síðan. Hann segir bráðamóttökuna vera yfirfulla á meðan undirmönnun ríki sem sé skaðleg fyrir starfsfólk spítalans. Fólk einfaldlega brenni upp andlega og líkamlega. „Þetta verðum við að bæta. Við verðum að hætta að tala um nefndir og fara að gera eitthvað í málunum.“ Neyðarfundur í velferðarnefnd, hverju getur hann skilað í þessu? „Ja, hann getur þá alla vega fengið upplýsingar um hvað er í gangi hérna. Það er alltaf verið að tala um að það sé undirmannað. Hjúkrunarfræðingar eru búnir að segja hérna upp, læknar eru búnir að segja hérna upp. Við erum með þúsund hjúkrunarfræðinga sem eru að vinna við eitthvað annað,“ segir Guðmundur. Nauðsynlegt sé að byggð sé upp mannsæmandi vinnuaðstaða fyrir starfsfólk, bæta launin og fá það til baka á spítalann. „Við verðum að hætta að tala um að það skorti fjármuni, fólkið fyrst svo allt hitt,“ segir Guðmundur að lokum. Viðtalið við Guðmund má sjá hér að ofan í heild sinni og hefst það á 02:05.
Heilbrigðismál Landspítalinn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Úr slæmu ástandi í enn verra Stríðsástand ríkir á bráðamóttöku Landspítalans, að mati læknis sem lét þar af störfum um áramótin vegna óboðlegs starfsumhverfis. Ástandið hafi hríðversnað síðustu tvö ár og hann hafi á tímabili þurft að vinna á við þrjá. Mildi þykir að starfsfólk hafi fengið rúman tíma til undirbúnings þegar alvarlegt slys varð á Suðurlandsvegi í gær. 4. janúar 2023 19:00 Lést eftir útskrift frá bráðamóttöku Tæplega sextugur maður lést stuttu eftir að hann var útskrifaður af bráðamóttöku milli jóla og nýárs. Málið hefur verið tilkynnt til bæði Landlæknis og lögreglu og rannsakað sem alvarlegt atvik. 4. janúar 2023 13:14 „Nú gefst ég upp“ Eggert Eyjólfsson bráðalæknir sagði upp á bráðamóttöku Landspítalans í haust og lauk sinni síðustu vakt fyrir áramót. Eggert segir ástæðuna fyrir uppsögninni vera einfalda: starfsaðstæður eru óboðlegar og stjórnvöld skeyta engu um margítrekaðar beiðnir um auknar fjárveitingar. Hann telur öryggi sjúklinga ógnað. 3. janúar 2023 20:20 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Úr slæmu ástandi í enn verra Stríðsástand ríkir á bráðamóttöku Landspítalans, að mati læknis sem lét þar af störfum um áramótin vegna óboðlegs starfsumhverfis. Ástandið hafi hríðversnað síðustu tvö ár og hann hafi á tímabili þurft að vinna á við þrjá. Mildi þykir að starfsfólk hafi fengið rúman tíma til undirbúnings þegar alvarlegt slys varð á Suðurlandsvegi í gær. 4. janúar 2023 19:00
Lést eftir útskrift frá bráðamóttöku Tæplega sextugur maður lést stuttu eftir að hann var útskrifaður af bráðamóttöku milli jóla og nýárs. Málið hefur verið tilkynnt til bæði Landlæknis og lögreglu og rannsakað sem alvarlegt atvik. 4. janúar 2023 13:14
„Nú gefst ég upp“ Eggert Eyjólfsson bráðalæknir sagði upp á bráðamóttöku Landspítalans í haust og lauk sinni síðustu vakt fyrir áramót. Eggert segir ástæðuna fyrir uppsögninni vera einfalda: starfsaðstæður eru óboðlegar og stjórnvöld skeyta engu um margítrekaðar beiðnir um auknar fjárveitingar. Hann telur öryggi sjúklinga ógnað. 3. janúar 2023 20:20