Skoðun

3000 ung­menni hvorki í skóla né vinnu á aldrinum 16-24 ára á höfuð­borgar­svæðinu?

Davíð Bergmann Davíðsson skrifar

Á höfuðborgarsvæðinu eru rétt um 28000 einstaklingar á þessum aldri. Það væri ansi forvitnilegt að vita hver talan er á landsvísu.

En hvaða 3000 ungmenni skildu þetta vera og verða þau tilbúinn til að taka þátt í fjórðu iðnbyltingunni eða munu þau festast í bótakerfinu sem tryggingaþegar framtíðar. Bíður þeirra jafnvel að vera föst í fátæktar gildru til æviloka sem kemur til með að auka en frekar á ójöfnuð í okkar samfélagi?

Getur verið að þetta séu ungmennin sem eru að glíma við skólaforðun frá því í grunnskóla eða nemarnir sem detta út úr framhaldsskólunum strax á haustin af ýmsum ástæðum. Þetta þarf að rannsaka og á ekki að líðast í velferðarsamfélagi eins og okkar að nærri 12 % ungmenna á höfuðborgarsvæðinu séu iðjulaus fyrir utan það hvað á þetta eftir að kosta þjóðarbúið næstu árin og áratugina.

Getur verið að þetta séu ungmennin sem eru gróðursett fyrir framan tölvuna nánast allan sólarhringinn og drekka orku drykki í lítra vís til að geta haldið sér vakandi við þá iðju og eru á sama tíma að glíma við kvíða og þunglyndi. Jafnvel þau sömu sem þurfa svefn og geðlyf vegna þess að þau hræðast framtíðina og hvað bíður þeirra í lífinu?

Til að setja þessar tölur í samhengi þá búa á Egilsstöðum 2572.

Það leituðu 2000 flóttamenn hingað til lands á síðasta ári.

Hvað eigum við gera til að bregðast við þessu ?

Hvað með að fjölga Fjölsmiðjum sem er bæði vinnu og skólaúrræði og styrkja þær sem fyrir eru enn frekar. Möguleikar til framþróunar og nýsköpunar eru endalausir þar og ef það er eitt sem þessi ungmenni þurfa, þá er það þjálfun áður en þau fara á almennan vinnumarkað því þar er ávalt krafist reynslu .

Eitt veit ég það má ekki draga fæturna og það þarf að bregðast við STRAX því það að vera stefnu og markmiðslaus á þessum árum getur haft lífshættulegar afleiðingar í för með sér.

Höfundur er starfsmaður Fjölsmiðjunnar.




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×