Mygla í nokkrum leikskólum til viðbótar, borgin bregðist hraðar við Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. janúar 2023 12:01 Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs borgarinnar staðfestir að mygla hafi fundist í þremur leikskólum til viðbótar við þá sem þegar glíma við mygluvanda. Hann segir borgina bregðast hraðar við en áður Vísir Mygla hefur fundist á nokkrum leikskólum í Reykjavík og bætast þeir þar með í sístækkandi hóp grunn-og leikskóla sem glíma við mygluvanda. Sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs segir mun betur fylgst með húsnæði en áður. Ekki er ljóst hvort myglan muni hafa áhrif á starfsemi skólanna. Í samantekt fréttastofu frá því í haust kemur fram að í kring um tuttugu leik-og grunnskólar á landinu glími við mygluvanda og eða eftirköst þeirra. En bætast leikskólar í Reykjavík við þennan hóp. „Við getum staðfest það að það eru komin upp mál í þremur leikskólum. Maríuborg, Garðaborg og Hálsaskógi. Það er svolítið af ólíkum toga sem þetta er,“ segir Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fannst til að mynda mygla undir dúk á Maríuborg í Grafarholti en það eru aðeins tuttugu ár síðan hann var tekinn í gagnið. Helgi segir borgina hafa lært mikið af þeim málum sem hafa komið upp undanförnum árum og grípi fyrr inn í en áður. „Við erum farin að fylgja miklu betur eftir vísbendingum. Bæði frá starfsfólki og stjórnendum. Þá eru fasteignastjórar í borgarhlutum sem hafa fylgst mun betur með húsunum núna því við erum búin að læra svo mikið af því hvaða byggingarlag, byggingartími og byggingarefni mygla greinist einkum í. Þess vegna eru svona mörg mál, hreinlega af því við erum að gera miklu betur,“ segir Helgi. Hann segir ekki komið í ljós hvaða áhrif myglan hefur á starfsemi skólanna. „Það er nokkuð mismunandi. Það liggur ekki fyrir heildarmyndin. Það er líka stundum þannig að þegar framkvæmdir hefjast þá kemur meira í ljós. Þannig að við upplýsum foreldra og starfsfólk í þessum leikskólum um það hvaða áhrif þetta hefur,“ segir Helgi. Aðspurður um hvort fólk hafi kvartað yfir einkennum sem geta komið fram í húsnæði þar sem mygla greinist. segist Helgi ekki enn hafa upplýsingar um það. Mygla Mygla í Fossvogsskóla Heilsa Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Mygla í grunnskólum Garðabæjar: Bæjarstjórn lítur málið alvarlegum augum Mygla hefur greinst í tveimur grunnskólum í Garðabæ. Foreldrar eru ósáttir við hversu seint var brugðist við ábendingum og gagnrýna skort á upplýsingagjöf. Bæjarstjóri lofar allsherjarúttekt og endurbótum. 21. desember 2022 09:35 Óvissa varðandi leikskólann Hlíð: „Erum í raun á hrakhólum“ Loka þurfti stærstum hluta húsnæðis leikskólans Hlíðar í lok október vegna myglu. Börn, foreldrar og starfsfólk þurfa að ferðast langar leiðir daglega á leikskóla í önnur hverfi borgarinnar. Bugaðir foreldrar þrýsta á Reykjavíkurborg og vilja að mögulega verði slakað á kröfum tímabundið varðandi húsnæði. 9. nóvember 2022 15:00 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Innlent Fleiri fréttir 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Sjá meira
Í samantekt fréttastofu frá því í haust kemur fram að í kring um tuttugu leik-og grunnskólar á landinu glími við mygluvanda og eða eftirköst þeirra. En bætast leikskólar í Reykjavík við þennan hóp. „Við getum staðfest það að það eru komin upp mál í þremur leikskólum. Maríuborg, Garðaborg og Hálsaskógi. Það er svolítið af ólíkum toga sem þetta er,“ segir Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fannst til að mynda mygla undir dúk á Maríuborg í Grafarholti en það eru aðeins tuttugu ár síðan hann var tekinn í gagnið. Helgi segir borgina hafa lært mikið af þeim málum sem hafa komið upp undanförnum árum og grípi fyrr inn í en áður. „Við erum farin að fylgja miklu betur eftir vísbendingum. Bæði frá starfsfólki og stjórnendum. Þá eru fasteignastjórar í borgarhlutum sem hafa fylgst mun betur með húsunum núna því við erum búin að læra svo mikið af því hvaða byggingarlag, byggingartími og byggingarefni mygla greinist einkum í. Þess vegna eru svona mörg mál, hreinlega af því við erum að gera miklu betur,“ segir Helgi. Hann segir ekki komið í ljós hvaða áhrif myglan hefur á starfsemi skólanna. „Það er nokkuð mismunandi. Það liggur ekki fyrir heildarmyndin. Það er líka stundum þannig að þegar framkvæmdir hefjast þá kemur meira í ljós. Þannig að við upplýsum foreldra og starfsfólk í þessum leikskólum um það hvaða áhrif þetta hefur,“ segir Helgi. Aðspurður um hvort fólk hafi kvartað yfir einkennum sem geta komið fram í húsnæði þar sem mygla greinist. segist Helgi ekki enn hafa upplýsingar um það.
Mygla Mygla í Fossvogsskóla Heilsa Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Mygla í grunnskólum Garðabæjar: Bæjarstjórn lítur málið alvarlegum augum Mygla hefur greinst í tveimur grunnskólum í Garðabæ. Foreldrar eru ósáttir við hversu seint var brugðist við ábendingum og gagnrýna skort á upplýsingagjöf. Bæjarstjóri lofar allsherjarúttekt og endurbótum. 21. desember 2022 09:35 Óvissa varðandi leikskólann Hlíð: „Erum í raun á hrakhólum“ Loka þurfti stærstum hluta húsnæðis leikskólans Hlíðar í lok október vegna myglu. Börn, foreldrar og starfsfólk þurfa að ferðast langar leiðir daglega á leikskóla í önnur hverfi borgarinnar. Bugaðir foreldrar þrýsta á Reykjavíkurborg og vilja að mögulega verði slakað á kröfum tímabundið varðandi húsnæði. 9. nóvember 2022 15:00 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Innlent Fleiri fréttir 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Sjá meira
Mygla í grunnskólum Garðabæjar: Bæjarstjórn lítur málið alvarlegum augum Mygla hefur greinst í tveimur grunnskólum í Garðabæ. Foreldrar eru ósáttir við hversu seint var brugðist við ábendingum og gagnrýna skort á upplýsingagjöf. Bæjarstjóri lofar allsherjarúttekt og endurbótum. 21. desember 2022 09:35
Óvissa varðandi leikskólann Hlíð: „Erum í raun á hrakhólum“ Loka þurfti stærstum hluta húsnæðis leikskólans Hlíðar í lok október vegna myglu. Börn, foreldrar og starfsfólk þurfa að ferðast langar leiðir daglega á leikskóla í önnur hverfi borgarinnar. Bugaðir foreldrar þrýsta á Reykjavíkurborg og vilja að mögulega verði slakað á kröfum tímabundið varðandi húsnæði. 9. nóvember 2022 15:00