Tíkin Wanna fannst eftir átta daga leit í fönn í hlíðum Ingólfsfjalls Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. janúar 2023 11:04 Farið var með tíkina á dýraspítala eftir að hún fannst til að athuga hvort það væri ekki allt í lagi með hana. Aðsend Mikil gleði er á heimili í Hveragerði þessa dagana eftir að tíkin Wanna fannst eftir að hafa verið týnd í átta sólarhringa og fimm klukkustundir í bruna gaddi og miklum snjó. Wanna er tveggja ára gömul Pug tík, sem er innflutt frá Austurríki og átti hvolpa fyrir fjórum mánuðum. „21. desember eftir snjó mikla nótt hleypi ég hundunum út í gerði og Wanna, ásamt Aryu gerðu sér lítið fyrir og stukku út úr gerðinu og fóru að skoða sig um. Arya fór framan við húsið þar sem hún sást strax en Wanna skoðaði sig um á bak við og hvarf svo bara út í buskann,” segir Ósk Guðvarðardóttir, eigandi hundanna þegar hún rifjar upp atburðarásina. „Á þessum átta sólarhringum voru við að labba og rekja spor sem komu og fóru vegna mikils snjós og alltaf bætti í. Við fengum hjálp með leitarhundum þrisvar sinnum, fengum dróna með hitamyndavél, ásamt venjulegum dróna og allir voru svo duglegir við leitina, hver einasti dagur var tekinn í leit frá morgni til kvölds,” bætir Ósk við. Farið var með tíkina á dýraspítala eftir að hún fannst til að athuga hvort það væri ekki allt í lagi með hana.Aðsend Það var svo 29. desember, sem Ósk fékk draumasímtalið. „Já, fæ ég símtal um að sést hafi til hennar með hita sjónauka í um 6 km frá heimili hennar í hlíðum Ingólfsfjalls, fjarri stöðum sem við höfðum leitað. Þegar ég og dóttir mín komumst upp fjallið þá var hún búin að gera sér bæli í snjónum og öll út í klaka, mjög grönn og þreytt. Hún er þvílík hetja og sterk tík og var mjög ánægð að koma heim og við enn ánægðari að fá hana á lífi heim,” segir Ósk. Wanna fór beint til dóttur sinnar eftir að hún fannst.Aðsend Wanna var með smá kulsár á fótum og andliti, grönn og mikið svöng þegar hún fannst. Það fyrsta sem hún gerði var að stökkva til dóttir sinnar og leggjast hjá henni. „Við erum óendanlega þakklát þeim sem löbbuðu með okkur þvers og kruss yfir skurði, gil og fjöll í erfiðum aðstæðum. Wanna er algjör hetja og við óendalega þakklát að fá hana heim,” segir alsæll hundaeigandi í Hveragerði. Wanna fannst hér á þessu svæði í hlíðum Ingólfsfjalls. Hún hafði gert sér bæli í snjónum.Aðsend Hveragerði Hundar Dýr Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Wanna er tveggja ára gömul Pug tík, sem er innflutt frá Austurríki og átti hvolpa fyrir fjórum mánuðum. „21. desember eftir snjó mikla nótt hleypi ég hundunum út í gerði og Wanna, ásamt Aryu gerðu sér lítið fyrir og stukku út úr gerðinu og fóru að skoða sig um. Arya fór framan við húsið þar sem hún sást strax en Wanna skoðaði sig um á bak við og hvarf svo bara út í buskann,” segir Ósk Guðvarðardóttir, eigandi hundanna þegar hún rifjar upp atburðarásina. „Á þessum átta sólarhringum voru við að labba og rekja spor sem komu og fóru vegna mikils snjós og alltaf bætti í. Við fengum hjálp með leitarhundum þrisvar sinnum, fengum dróna með hitamyndavél, ásamt venjulegum dróna og allir voru svo duglegir við leitina, hver einasti dagur var tekinn í leit frá morgni til kvölds,” bætir Ósk við. Farið var með tíkina á dýraspítala eftir að hún fannst til að athuga hvort það væri ekki allt í lagi með hana.Aðsend Það var svo 29. desember, sem Ósk fékk draumasímtalið. „Já, fæ ég símtal um að sést hafi til hennar með hita sjónauka í um 6 km frá heimili hennar í hlíðum Ingólfsfjalls, fjarri stöðum sem við höfðum leitað. Þegar ég og dóttir mín komumst upp fjallið þá var hún búin að gera sér bæli í snjónum og öll út í klaka, mjög grönn og þreytt. Hún er þvílík hetja og sterk tík og var mjög ánægð að koma heim og við enn ánægðari að fá hana á lífi heim,” segir Ósk. Wanna fór beint til dóttur sinnar eftir að hún fannst.Aðsend Wanna var með smá kulsár á fótum og andliti, grönn og mikið svöng þegar hún fannst. Það fyrsta sem hún gerði var að stökkva til dóttir sinnar og leggjast hjá henni. „Við erum óendanlega þakklát þeim sem löbbuðu með okkur þvers og kruss yfir skurði, gil og fjöll í erfiðum aðstæðum. Wanna er algjör hetja og við óendalega þakklát að fá hana heim,” segir alsæll hundaeigandi í Hveragerði. Wanna fannst hér á þessu svæði í hlíðum Ingólfsfjalls. Hún hafði gert sér bæli í snjónum.Aðsend
Hveragerði Hundar Dýr Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira