Jónas og Áslaug kaupa Blómaborg: „Aðalfókusinn verður á að búa til eitthvað fallegt“ Árni Sæberg skrifar 30. desember 2022 21:53 Hjónin eru kampakát með kaupin. Facebook/Blómaborg Hjónin Jónas Sigurðsson, sem oft er kenndur við Ritvélar framtíðarinnar, og Áslaug Hanna Baldursdóttir hafa fest kaup á Blómaborg í Hveragerði. Samhliða kaupunum flytja þau austur fyrir fjall í íbúð sem fylgir með búðinni. „Við hjónin erum í þessu saman. Þetta er meira svona verkefni konunnar minnar en við höfum verið að horfa á þetta lengi sem draum. Svo er auðvitað hluti af þessu að vera hérna, ég er náttúrulega frá Þorlákshöfn og við byrjuðum að búa í Hveragerði svo þetta er svona homebase,“ segir Jónas í samtali við Vísi. Greint var frá lyklaskiptunum að Blómaborg á Facebooksíðu verslunarinnar í dag en Helga Björnsdóttir og fjölskylda hafa rekið verslunina við góðan orðstýr í rúma þrjá áratugi. Í tilkynningu segir að þau Jónas og Áslaug ætli sér að byggja á þeim góða grunni sem þegar er til staðar og þróa áfram með það að markmiði að Blómaborg verði áfram hlýleg verslun og nærandi viðburðarmiðstöð í hjarta Hveragerðis. Sögufrægt heimili apans Bongós Jónas segir að húsnæði Blómaborgar sé sögufrægt og bendir á að þar hafi apinn Bongó haft aðsetur í húsnæðinu þegar þar var rekinn Blómaskáli Michelsens á sjöunda áratug síðustu aldar. Líkt og frægt er orðið fyrir löngu flutti sjálf Ellý Vilhjálms Bongó til landsins. Jónas segir að ætlun þeirra hjóna sé að halda í söguna og þá einstæðu gróðurhúsastemningu sem ávallt hefur ríkt í Hveragerði. „Þetta náttúrulega er svolítið hjartað þarna í Hveragerði, þarna er gjafavöruverslun og auðvitað blómabúð, og við sjáum fyrir okkur að þarna líka mikil menning og kósí fílingur,“ segir Jónas og bætir við að þau hjón séu ekki blómaskreytingasérfræðingar en í Hveragerði sé fullt af frábæru fólki sem sé tilbúið að hjálpa þeim með þann hluta. Skemmtilegur vöxtur á Suðurlandi Jónas segir að á Suðurlandi sé rosalega skemmtilegur vöxtur um þessar mundir og nefnir í því samhengi Selfoss með sinn nýja miðbæ, Þorlákshöfn og Hveragerði, sem sé alveg í blóma með nýja mathöll og fleira. „Þetta er að verða svo ofboðslega skemmtilegt svæði og við höfum trú á að það muni þróast allt meira og minna í þessa átt,“ segir hann. Þau hjón ætla sér að halda menningarviðburði í Blómaborg samhliða því að reka þar blómaverslun. „Við viljum að hjartað slái svolítið þarna, að maður geti komið við og fengið sér kaffi og svo verði einhverjir góðir viðburðir. Aðalfókusinn verður á að búa til eitthvað fallegt,“ segir hann. Hann segir þó að þau hjón ætli að flýta sér hægt og finna taktinn í bænum og rekstrinum. Því verður opnunartími styttri frá opnun þann 3. janúar fram til 15. febrúar milli 12 og 16. Eftir það er stefnt á að hafa opið milli 12 og 18. Kaup og sala fyrirtækja Hveragerði Verslun Blóm Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira
„Við hjónin erum í þessu saman. Þetta er meira svona verkefni konunnar minnar en við höfum verið að horfa á þetta lengi sem draum. Svo er auðvitað hluti af þessu að vera hérna, ég er náttúrulega frá Þorlákshöfn og við byrjuðum að búa í Hveragerði svo þetta er svona homebase,“ segir Jónas í samtali við Vísi. Greint var frá lyklaskiptunum að Blómaborg á Facebooksíðu verslunarinnar í dag en Helga Björnsdóttir og fjölskylda hafa rekið verslunina við góðan orðstýr í rúma þrjá áratugi. Í tilkynningu segir að þau Jónas og Áslaug ætli sér að byggja á þeim góða grunni sem þegar er til staðar og þróa áfram með það að markmiði að Blómaborg verði áfram hlýleg verslun og nærandi viðburðarmiðstöð í hjarta Hveragerðis. Sögufrægt heimili apans Bongós Jónas segir að húsnæði Blómaborgar sé sögufrægt og bendir á að þar hafi apinn Bongó haft aðsetur í húsnæðinu þegar þar var rekinn Blómaskáli Michelsens á sjöunda áratug síðustu aldar. Líkt og frægt er orðið fyrir löngu flutti sjálf Ellý Vilhjálms Bongó til landsins. Jónas segir að ætlun þeirra hjóna sé að halda í söguna og þá einstæðu gróðurhúsastemningu sem ávallt hefur ríkt í Hveragerði. „Þetta náttúrulega er svolítið hjartað þarna í Hveragerði, þarna er gjafavöruverslun og auðvitað blómabúð, og við sjáum fyrir okkur að þarna líka mikil menning og kósí fílingur,“ segir Jónas og bætir við að þau hjón séu ekki blómaskreytingasérfræðingar en í Hveragerði sé fullt af frábæru fólki sem sé tilbúið að hjálpa þeim með þann hluta. Skemmtilegur vöxtur á Suðurlandi Jónas segir að á Suðurlandi sé rosalega skemmtilegur vöxtur um þessar mundir og nefnir í því samhengi Selfoss með sinn nýja miðbæ, Þorlákshöfn og Hveragerði, sem sé alveg í blóma með nýja mathöll og fleira. „Þetta er að verða svo ofboðslega skemmtilegt svæði og við höfum trú á að það muni þróast allt meira og minna í þessa átt,“ segir hann. Þau hjón ætla sér að halda menningarviðburði í Blómaborg samhliða því að reka þar blómaverslun. „Við viljum að hjartað slái svolítið þarna, að maður geti komið við og fengið sér kaffi og svo verði einhverjir góðir viðburðir. Aðalfókusinn verður á að búa til eitthvað fallegt,“ segir hann. Hann segir þó að þau hjón ætli að flýta sér hægt og finna taktinn í bænum og rekstrinum. Því verður opnunartími styttri frá opnun þann 3. janúar fram til 15. febrúar milli 12 og 16. Eftir það er stefnt á að hafa opið milli 12 og 18.
Kaup og sala fyrirtækja Hveragerði Verslun Blóm Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira